Hinseginleikinn

Hinsegin mýtur - Svandis Anna Sigurðardóttir og Ugla Stefanía Kristjön

Við höfum öll fyrirfram mótaðar hugmyndir um alls konar hluti sem við þekkjum ekki nægilega vel. Þetta á einnig við um hinseginleikann - þar sem mýtur verða oft til í hugum fólks vegna einhvers sem sett er fram í kvikmyndum eða dægurmenningu. Er hugarheimur hinsegin fólks þar oft spunninn út frá gagnkynheigðu normi, og því hinar ýmsu ranghugmyndir sem verða til. Í þættinum fjallar Svandís Anna Sigurðardóttir um framsetningu hinseginveruleika í dægurmenningu, og Ugla Stefanía Kristjönu Jónsdóttir segir frá sinni persónulegu reynslu af því vera stöðugt stimpluð út frá hinsegin mýtum.

Þátturinn er fjórði í sex þátta hlaðvarpsseríu um hinseginleikann, sem gefin er út í tilefni 50 ára afmælis Stonewall-uppþotanna í New York og 20 ára afmælis Hinsegin daga á Íslandi.

Þáttastjórnandi: Ingileif Friðriksdóttir

Frumflutt

20. ágúst 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hinseginleikinn

Hinseginleikinn

Í Hinseginleika-hlaðvarpinu verður fjallað um þá gríðarlegu samfélagsbreytingu sem orðið hefur verið hér á landi og um allan heim á síðustu árum og áratugum þegar kemur viðhorfi til hinseginfólks. Ingileif Friðriksdóttir stofnandi Hinseginleikans tekur viðtöl við íslenskt hinseginfólk sem sumt man tímana tvenna.

Þættir

,