Fyrir langalöngu flúðu franskir fiskimenn Acadia hérað í Nova Scotia til Louisiana undan ofríki Breta. Þetta frönskumælandi þjóðarbrot tók með sér eigin tónlistarhefðir og hrærði saman við þær sem fyrir voru svo úr varð cajun-tónlist og zydeco.