Að horfa á tónlist

Parsifal

Parsifal var síðasta ópera Richards Wagner, en hann samdi hana sérstaklega fyrir Hátíðaleikhús sitt í Bayreuth. Wagner kallaði Parsifal Buhnenweihfestspiel, sem mætti segja væri „hátíðarverk til helgunar leiksviði“. Þó Hringur Niflungsins hafi verið frumsýndur í Hátíðaleikhúsi Wagners á undan Parsifal, var Hringurinn ekki saminn fyrir leikhúsið, heldur öfugt, leikhúsið var byggt utan um Hringinn, sem var til á undan leikhúsinu. Parsifal er þannig eina óperan sem samin hefur verið fyrir sérstakt leikhús og ósk Wagners var verkið yrði ekki sýnt annars staðar en í Hátíðaleikhúsi hans, meðan höfundarrétturinn á því entist, en það var í 30 ár. Þetta tókst næstum því, nema hvað Bandaríkjamenn svindluðu svolítið, því þeir voru ekki aðilar evrópskum höfundarréttarlögum.

Árið 1845 las Wagner hinn langa 13. aldar ljóðabálk Wolfram von Eschenbachs sem heitir Parzival. Þrjátíu og tveimur árum síðar lauk Wagner við librettóið Parisifal og árið 1882 hafði hann lokið við semja tónlistina fyrir verkið, en það var ári áður en hann dó.

Parsifal er trúarleg helgiópera þar sem Wagner blandar saman þáttum úr ýmsum trúarbrögðum svo sem Kristni, Hindúisma og Búddisma. Sagan er þroskasaga Parsifals sem er hinn saklausi einfeldningur í upphafi verksins en þroskast og verður andlegur kraftaverkamaður. Hann kynnist trúarlegri bræðrareglu þar sem leiðtoginn, Amfortas, hefur fallið fyrir freistingum holdsins og er þess vegna orðinn ónýtur sem leiðtogi og þjáist mikið þess vegna. Hið heilaga spjót, sem Kristur var stunginn með í síðuna á krossinum, hefur sært Amfortas miklu sári og engin lækning virðist vera til sem linað getur þjáningar hans. Auk þess er spjótið í höndum óvina trúarbræðranna. Kaleikurinn heilagi, eða gralinn sem Kristur og lærisveinar hans drukku úr við síðustu kvöldmáltíðina og sem í var safnað blóði Krists á krossinum, er enn í vörslu Gral-bæðranna.

Handritið Parsifal er eitt af stystu ljóðum Wagners en músik-dramað í heild sinni er hins vegar eitt af hans lengstu. Sem þýðir talsvert er um millispil sem hljómsveitin sér um og einnig eru margar nóturnar sem sungnar eru nokkuð langar. Verkið er í þremur þáttum og er það sérstaklega fyrsti þátturinn sem getur reynst mislangur í verkinu eftir því hver stjórnar hljómsveitinni. Richard Strauss var til dæmis ekki nema einn og hálfan tíma með fyrsta þátt, en Toscanini var fjörutíu mínútum lengur komast í gegnum þáttinn. Vera Toscanini hafi náð meiri helgisvip á verkið með því gefa því betri tíma.

Umsjón: Árni Blandon.

Frumflutt

21. ágúst 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Að horfa á tónlist

Að horfa á tónlist

Í þessari sjö þátta röð Árna Blandon eru nokkrar helstu óperur þýska tónskáldsins Richards Wagners kynntar í stuttu máli og eru kynningar ekki síst ætlaðar þeim sem ekki hafa gefið sér tíma til setja sig inn í töfrana í verkum Wagners.

Í þáttunum verður fjallað um óperurnar fjórar sem mynda „Hring Niflungsins“, „Meistarasöngvarana“ og síðasta verk Wagners, „Parsifal“.

Þættir

,