Að horfa á tónlist

Ragnarök

Í Ragnarökum, síðasta hluta Hringsins, segir meðal annars frá því Brynhildur ákveður leyfa ástmanni sínum, Sigurði Fáfnisbana, fara út í heim skoða sig um, á meðan hún bíður innilokuð á bak við Vafurlogann. Forleikurinn í Ragnarökum, er í beinu framhaldi af Siegfried, þriðja hluta Hringsins, þar sem Sigurður vakti Brynhildi af Þyrnirósarsvefni. Í Ragnarökum segir einnig frá Gjúkunga-systkinunum Gunnari og Guðrúnu og hálfbróður þeirra Hagen, sem er sonur Alberichs, gullþjófsins úr fyrsta hluta Hringsins, Rínargullinu. Hagen ráðleggur Gunnari giftast hinum mikla kvenkosti Brynhildi, sem enn er á bak við Vafurlogann, sem faðir hennar, Alfaðirinn Óðinn, umlukti hana með og Hagen ráðleggur Guðrúnu giftast Sigurði Fáfnisbana. Siegfried fer í líki Gunnars, með hjálp ægishjálms Alberichs, á fund Brynhildar, svo Gunnar geti gifst Brynhildi. Sigurður er hér nytsamur sakleysingi sem áttar sig ekki á því, drykkurinn sem Hagen byrlaði honum, er óminnisveig, sem gerir það verkum hann man ekki eftir Brynhildi og hinni miklu ást sem var á milli þeirra. Áður en Sigurður (sem Gunnar) kemur til Brynhildar fær hún systur sína, valkyrjuna Valþrúði í heimsókn. Hún færir fréttir af föður þeirra Óðni; karlinn er lagstur í þunglyndi og sér eina leiðin til bjarga sér út úr valdklúðrinu í Valhöll er skila hinum hættulega hring, aftur til Rínardætranna. Sigurður hafði náð hringnum frá Fáfni og gefið Brynhildi sem trúlofunarhring. Brynhildur veit ekki um álögin sem Alberich lagði á hringinn, þegar Óðinn stal gullinu og hringnum frá honum, svo hún lítur bara á hringinn sem tákn ástarjátningar Sigurðar. Brynhildur svíkur ekki ástina, en tákn ástarinnar, hringurinn sem hún ber, er það sem nauðsynlegt er komist aftur til Rínardætra til bjarga Guðunum, Valkyrjunum og öllu valdkerfi Óðins. Brynhildur lætur sig ekki, svíkur ekki Sigurð ástmann sinn og ástina. Og því fer sem fer. Endirinn á Hring Niflungsins er mikið sinfónískt stefjavirki sem breski Wagner fræðimanninn Deryck Cooke útskýrir í lok þáttarins.

Umsjón: Árni Blandon.

Frumflutt

7. ágúst 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Að horfa á tónlist

Að horfa á tónlist

Í þessari sjö þátta röð Árna Blandon eru nokkrar helstu óperur þýska tónskáldsins Richards Wagners kynntar í stuttu máli og eru kynningar ekki síst ætlaðar þeim sem ekki hafa gefið sér tíma til setja sig inn í töfrana í verkum Wagners.

Í þáttunum verður fjallað um óperurnar fjórar sem mynda „Hring Niflungsins“, „Meistarasöngvarana“ og síðasta verk Wagners, „Parsifal“.

Þættir

,