Að horfa á tónlist
Í þessari sjö þátta röð Árna Blandon eru nokkrar helstu óperur þýska tónskáldsins Richards Wagners kynntar í stuttu máli og eru kynningar ekki síst ætlaðar þeim sem ekki hafa gefið sér tíma til að setja sig inn í töfrana í verkum Wagners.
Í þáttunum verður fjallað um óperurnar fjórar sem mynda „Hring Niflungsins“, „Meistarasöngvarana“ og síðasta verk Wagners, „Parsifal“.