Að horfa á tónlist

Wagner og listin

Fjallað er stuttlega um ævi Wagners, persónuleika hans, óperuhúsið sem hann reisti í Bayreuth fyrir verk sín, ævintýrakonunginn Lúðvík II í Bæheimi sem styrkti hann fjárhagslega og reisti svo höllina Neuschwanstein til heiðurs tónskáldinu og verkum hans. Í þættinum er einnig fjallað um stemmninguna í Bayreuth á sumrin þegar helstu óperur Wagners eru sýndar þar.

Tóndæmin í fyrsta þættinum eru m.a. umritanir fyrir píanó á verkum Wagners eftir píanósnillinginn og tónskáldið Franz Liszt en Liszt var einn helsti vinur og velgjörðarmaður Wagners og varð síðar tengdafaðir tónskáldsins. Einnig er minnst á misnotkun Hitlers á verkum Wagners og óperuhúsi hans í Bayreuth sem skreytt var hakakrossum og flennistórri mynd af Hitler á dögum Þriðja ríkisins.

Umsjón: Árni Blandon.

Frumflutt

10. júlí 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Að horfa á tónlist

Að horfa á tónlist

Í þessari sjö þátta röð Árna Blandon eru nokkrar helstu óperur þýska tónskáldsins Richards Wagners kynntar í stuttu máli og eru kynningar ekki síst ætlaðar þeim sem ekki hafa gefið sér tíma til setja sig inn í töfrana í verkum Wagners.

Í þáttunum verður fjallað um óperurnar fjórar sem mynda „Hring Niflungsins“, „Meistarasöngvarana“ og síðasta verk Wagners, „Parsifal“.

Þættir

,