Að horfa á tónlist

Meistarasöngvararnir í Nürnberg

Það var árið 1845 sem Wagner fékk þá hugmynd búa til óperu eða músikdrama um þýsku meistarasöngvarana sem voru uppi á Endurreisnartímanum. venju gaf Wagner sér góðan tíma til melta efnið og vinna verkinu. Frumsýningin fór fram tuttugu og þremur árum síðar í München. Fyrsta uppfærsla verksins í Hátíðaleikhúsi Wagners í Bayreuth átti sér stað árið 1888 og í dag er það barna-barna-barn Wagners, Katharina Wagner, sem leikstýrir þessu verki langafa síns í Bayreuth. Katharina heldur líka um stjórnartaumana í Hátíðaleikhúsinu í Bayreuth ásamt Evu Wagner-Pasquier, hálfsystur sinni.

Verkið hefst á kórsöng í kirkju heilagrar Katrínar í Nürnberg. Á aftasta bekk situr Eva, dóttir ríka gullsmiðsins Veit Pogner, og aðstoðarkona hennar Magdalena. Til hliðar stendur ungur hefðarmaður, Walter von Stolzing sem vill sambandi við Evu. Walter hefur selt eigur sínar og er kominn til Nürnberg til skipta um farveg í lífinu. Hann býr hjá Pogner, föður Evu, og þó hann hafi ekki búið þar nema í tvo daga er hann orðinn ástafanginn af Evu og hún af honum. Til eignast hana þarf hann verða Meistarasöngvari og þreyta inntökupróf, sem misheppnast hjá honum, vegna þess hvað söngreglur Meistaranna eru stífar og strangar.

Katharina Wagner er djarfur leikstjóri sem fer mjög frumlega leið í uppfærslunni á Meistarasöngvurunum. Í stað þess keppt um hylli Evu Pogner með söng, breytir Katharina sjónrænum ramma verksins þannig keppni listamannanna felst ekki í því sigra í söngkeppni heldur í myndlist. Þrátt fyrir þetta, er ekki hróflað við tónlist Wagners þannig það er bara sungið undir myndlistargjörningum.

Meistarasöngvarinn og skósmiðurinn Hans Sachs, sem var til í raun og veru, er aðalpersónan í Meistarasöngvurunum og notar Wagner meira segja stutt ljóð eftir hinn raunverulega Hans Sachs. Hans Sachs truflar annan Meistarsöngvara, Sixtus Beckmesser en hann keppir um hylli Evu í óþökk hennar. Hans Sachs veit það og stendur með Evu og truflar ástaróðinn sem Beckmesser reynir syngja við gluggann hjá Evu.

Umsjón: Árni Blandon.

Frumflutt

14. ágúst 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Að horfa á tónlist

Að horfa á tónlist

Í þessari sjö þátta röð Árna Blandon eru nokkrar helstu óperur þýska tónskáldsins Richards Wagners kynntar í stuttu máli og eru kynningar ekki síst ætlaðar þeim sem ekki hafa gefið sér tíma til setja sig inn í töfrana í verkum Wagners.

Í þáttunum verður fjallað um óperurnar fjórar sem mynda „Hring Niflungsins“, „Meistarasöngvarana“ og síðasta verk Wagners, „Parsifal“.

Þættir

,