Að horfa á tónlist

Valkyrjan

Flestir þeirra sem þekkja til Hrings Niflungsins eftir Wagner halda mest upp á þennan hluta verksins. Wagner byggði Hátíðaleikhús sitt í Bayreuth utan um Hringinn og var með leiklistarhátíðir Grikkja sem fyrirmynd sumarhátíðunum sem haldnar eru í Bayreuth. Forn-Grikkir bjuggu til leikrit sem forminu til voru þríleikir. Wagner gerði það sama við Hringinn og fyrsta kvöld Hringsins er Valkyrjan. Í kynningarþættinum á Valkyrjunni eru leikin nokkur brot úr verkinu undir stjórn ýmissa tónlistarstjóra og lögð áhersla á kynna hetjuraddir fyrri tíma. Í Rínargullinu koma fyrir hafmeyjar, dvergar, guðir og risar, en ekkert mannfólk. Mannfólkið kemur til sögunnar í Valkyrjunni og í verkinu er sjálfsögðu hið fræga Valkyrjustef, sem fólk þekkir betur í hljómsveitarútgáfunni en óperuútgáfunni, en síðarnefnda fær hljóma í þættinum.

Umsjón: Árni Blandon.

Frumflutt

24. júlí 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Að horfa á tónlist

Að horfa á tónlist

Í þessari sjö þátta röð Árna Blandon eru nokkrar helstu óperur þýska tónskáldsins Richards Wagners kynntar í stuttu máli og eru kynningar ekki síst ætlaðar þeim sem ekki hafa gefið sér tíma til setja sig inn í töfrana í verkum Wagners.

Í þáttunum verður fjallað um óperurnar fjórar sem mynda „Hring Niflungsins“, „Meistarasöngvarana“ og síðasta verk Wagners, „Parsifal“.

Þættir

,