Að horfa á tónlist

Siegfried

Þriðji hluti Hrings Niflungsins heitir Siegfried og segir frá því meðal annars dvergurinn og Niflungurinn Mímir, hefur alið Siegfried upp, þar sem foreldrar Siegfrieds eru dánir og hinn ungi Siegfried er orðinn afar leiður á hinum falska og fláráða stjúpföður sínum, sem hefur logið því Siegfried hann, Mímir, bæði faðir Siegfrieds og móðir. Fyrir sönginn í þessari kynningu á verkinu eru kallaðir til leiks ýmsir frægir túlkendur, til dæmis hinn frægi Mímis-túlkandi Gerhard Stolze sem syngur bæði undir hljómsveitarstjórn Sir Georg Solti og Herberts von Karajan. frægi tenór Wolfgang Windgassen túlkar Siegfried í upptöku frá Hátíðaleikhúsi Wagners í Bayreuth frá árinu 1955, Joseph Keilberth stjórnaði þá Hátíðahljómsveitinni í Bayreuth en þessi sjaldheyrða en frábæra fyrsta víðóma upptaka af Hring Wagners fékk sitja í hillum Decca hljómplötufyrirtækisins í 50 ár, áður en hún var gefin út. Nýjasta upptakan með Hátíðahljómsveitinni í Bayreuth er einnig notuð í kynningunni; þessi beina upptaka er frá sýningu sem fór fram árið 2008 undir hljómsveitarstjórn Christians Thielemann og ferill Thielemanns er kynntur í þættinum. Einn frægasti túlkandi Alberichs, Gustav Neidlinger, kemur fram i þættinum. Kiri Te Kanawa syngur Waldvogel (ygðuna, skógarfuglinn) og margreyndi tenór Siegfried Jerusalem sem syngur Mími á móti Kiri.

Meginþema Hringsins er andstæðuparið vald, annars vegar og ást hins vegar. Alberich og Wotan eru fulltrúar tvennskonar valds og valdagræðgi, tvíburasystkinin Sigmund og Sieglinde, foreldrar Siegfrieds eru tákn ástarinnar og síðan er það næsta kynslóð, Siegfried og Brynhildur (sem er vísu nokkru eldri en Siegfried) sem tekur við sem fulltrúi ástarinnar. Þættinum lýkur á ástarsöng Brynhildar sem er byggður á stefi sem var Wagner afar kært, og hann kallaði Siegfrieds Idyll, eða Hjarðljóð Siegfrieds. Wagner skírði einkason sinn Siegfried og Wagner gaf Cosimu, síðari eiginkonu sinni, þetta verk í hljómsveitarútgáfu í afmælisgjöf. Rifjað er upp eftirminnilegt atriði (sem gerðist í raunveruleikanum) í sjónvarpsmynd Tony Palmers um Wagner (þar sem Richard Burton lék Wagner) þegar hann læddist snemma morgni með litla hljómsveit svefnherbergi Cosimu til frumflytja þetta verk, Siegfrieds Idyll. Það er ein af Wagner hetjum fortíðarinnar sem syngur þetta ljúfa verk í þættinum, Astrid Varnay, en hún fór með hlutverk Brynhildar í Bayreuth árum saman, undir stjórn ýmissa hljómsveitarstjóra og eru flest hennar afrek í Hátíðaleikhúsinu í Bayreuth til á hljómdiskum.

Umsjón: Árni Blandon.

Frumflutt

31. júlí 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Að horfa á tónlist

Að horfa á tónlist

Í þessari sjö þátta röð Árna Blandon eru nokkrar helstu óperur þýska tónskáldsins Richards Wagners kynntar í stuttu máli og eru kynningar ekki síst ætlaðar þeim sem ekki hafa gefið sér tíma til setja sig inn í töfrana í verkum Wagners.

Í þáttunum verður fjallað um óperurnar fjórar sem mynda „Hring Niflungsins“, „Meistarasöngvarana“ og síðasta verk Wagners, „Parsifal“.

Þættir

,