Á þessu ári hefði skáldið Thor Vilhjálmsson orðið 100 ára, hann fæddist 12. ágúst 1925 og dó 2. mars 2011. Í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Thors verður flutt í þessum þætti tónlist sem ýmist er tileinkuð honum eða samin við texta eftir hann. Meðal annars verða fluttir þættir úr óratóríunni „Cecilía“ eftir Áskel Másson, sem samin var við texta eftir Thor, og kaflar úr píanótríói nr.2 eftir Atla Heimi Sveinsson sem er tileinkað Thor. Önnur verk sem koma við sögu eru „Haust“ eftir Atla Heimi Sveinsson, „Spor“ eftir Áskel Másson og „Heilög Sesselja“ eftir Gunnstein Ólafsson. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Björn Þór Sigbjörnsson.