Á tónsviðinu

Haustinu lýst í tónum

Allmörg tónskáld hafa reynt lýsa árstíðunum í tónum. Í samræmi við þá árstíð sem ríkir verða í þessum þætti flutt nokkur haustverk úr Árstíðatónsmíðum ýmissa tónskálda, allt frá 17. öld til hinnar tuttugustu og fyrstu. Meðal verka sem koma við sögu eru "Árstíðirnar fjórar" (Le quattro stagioni) eftir Antonio Vivaldi og verk með sama nafni á ensku (The Four Seasons) eftir Christopher Simpson sem samdi sitt verk árið 1665, rúmum 40 árum á undan Vivaldi. Einnig verða leiknir haustkaflar úr óratóríunni "Árstíðirnar" (Die Jahreszeiten) eftir Joseph Haydn, úr "Árstíðunum fjórum í Buenos Aires" (Cuatro Estaciones Porteñas) eftir Astor Piazzolla og úr "Heimsárstíðunum fjórum" (Four World Seasons) eftir Roxönnu Panufnik, en síðastnefnda verkið er frá árinu 2011. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

25. sept. 2025

Aðgengilegt til

27. des. 2025
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,