Á tónsviðinu

Einleiksverk fyrir píanó eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson

Nýlega komu öll einleiksverk fyrir píanó eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson í fyrsta skipti út á tvöfaldri geislaplötu í flutningi Þórarins Stefánssonar. Sveinbjörn er einkum þekktur sem höfundur þjóðsöngsins "Ó, guð vors lands", sum sönglög hans eru líka vel kunn og tvö af píanóverkum hans, "Idyll" og "Vikivaki" hafa oft fengið hljóma. En öðrum píanóverkum Sveinbjörns hefur verið sýndur lítill áhugi og mörg þeirra voru því hljóðrituð í fyrsta skipti fyrir hina nýju geislaplötu. Í þættinum verða flutt nokkur af þessum verkum og einnig verður leikin fiðlusónata Sveinbjörns í F-dúr, sem var fyrsta íslenska sónatan.

Frumflutt

28. ágúst 2025

Aðgengilegt til

29. nóv. 2025
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

,