Á tónsviðinu

Óperur eftir konur

Helgina 22.- 23. febrúar stendur Tónlistardeild Listaháskóla Íslands fyrir flutningi á elstu óperu eftir konu sem varðveist hefur, en það er óperan „La liberazione di Ruggiero dall´isola di Alcina“ (Björgun Ruggieros af eyju Alcinu) sem Francesca Caccini samdi árið 1625. Í tilefni af þessu verður þátturinn tónsviðinu" 20. febrúar helgaður óperum eftir konur allt frá 17. öld til seinni hluta 20. aldar. Flutt verður atriði úr óperu Francescu Caccini, en einnig úr óperum eftir Önnu Amalíu af Brunswick-Wolfenbüttel, Louise Bertin, Ethel Smyth, Theu Musgrave og Karólínu Eiríksdóttur. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

20. feb. 2025

Aðgengilegt til

22. maí 2025
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,