Í þættinum verður leikin tónlist eftir Edvard Grieg. Meðal annars verða fluttir kaflar úr sellósónötu Griegs og svítunni "Frá tíma Holbergs". Þá verða fluttir Sex söngvar ópus 48 sem Grieg samdi við þýsk ljóð á árunum 1884-1889, en meðal þeirra er "Ein Traum" (Draumur), eitt frægasta sönglag Griegs. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir, en lesari er Jóhannes Ólafsson.