Á tónsviðinu

Tré sem tengjast tónlist

Í þættinum verður fjallað um raunveruleg tré sem tengjast sögu tónlistar og skáldskapar. Í hverfinu Barn Elms í Lundúnum vex 340 ára gamall hlynur sem hugsanlega hefur veitt tónskáldinu Händel innblástur óperuaríu hans „Ombra mai fu“. Arían er þekkt sem „Largo eftir Händel“, en er í rauninni lofgjörðaróður um hlyn. Vitað er Händel bjó í hverfinu Barn Elms árið 1712 og þá var hlynurinn u.þ.b. 30 ára gamall. Í Þýskalandi og Tékklandi finna nokkur tré sem kennd eru við skáldið Goethe og kölluð Goethe-eikur því vitað skáldið þekkti þessi tré. Í Perthshire-héraði í Skotlandi er 600 ára gamalt tré sem kallað er Macbeth-eikin, hluti af Birnam-skógi sem nefndur er í leikritinu „Macbeth“ eftir William Shakespeare. Shakespeare gæti hafa séð þetta tré því talið er hann hafi komið á þessar slóðir árið 1589. Og í Hallormsstaðaskógi hér á Íslandi finna birkitré sem talið er hafa gefið Páli Ólafssyni skáldi hugmyndina ljóðinu „Hríslan og lækurinn“, en Ingi T. Lárusson samdi við það þekkt lag. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Gunnar Hansson.

Frumflutt

5. okt. 2023

Aðgengilegt til

2. ágúst 2025
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,