Á tónsviðinu

The Great Gatsby

Á þessu ári eru liðin 100 ár frá því skáldsagan "The Great Gatsby" - "Gatsby hinn mikli" - eftir F. Scott Fitzgerald kom út í Bandaríkjunum árið 1925. Þetta er ein frægasta skáldsaga 20. aldar og þykir lýsa sérlega vel andblæ áranna upp úr 1920. Sagan fjallar um Jay Gatsby, dularfullan auðkýfing sem er alltaf halda stórveislur. Það er ungur nágranni hans, Nick Carraway, sem segir söguna, en smám saman kemst hann sannleikanum um fortíð Gatsbys og ástæðunni fyrir því hann berst svo mikið á. Í þættinum tónsviðinu" verða lesin brot úr skáldsögunni í þýðingu Atla Magnússonar og leikin lög sem nefnd eru í sögunni, en dægurlög þriðja áratugarins virðast oft hljóma í bakgrunni hennar. þar nefna lög eins og "The Sheik of Araby", "Ain´t we got fun" og "It´s three o´clock in the morning". Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Gunnar Hansson.

Frumflutt

13. feb. 2025

Aðgengilegt til

17. maí 2025
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,