Í þættinum verður fjallað um ítalska tónskáldið Alessandro Stradella sem uppi var á 17. öld. Fluttar verða tríósónata í d-moll og mótettan "Convocamini, congregamini" eftir Stradella. Einnig verður flutt kirkjuarían "Pietà, signore" sem hefur verið eignuð Stradella, en nú er talið öruggt að hún sé ekki eftir hann heldur samin á 19. öld. Þá verður flutt aría úr óperunni "Alessandro Stradella" eftir Friedrich von Flotow. Ævi Stradella var stormasöm og hann féll fyrir morðingjahendi árið 1682. Vegna þessa hefur líf hans verið vinsælt viðfangsefni óperuhöfunda og samdar hafa verið níu óperur um hann. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.