Ritstjórn Landans fer í sparifötin og ver jólunum með þjóðinni í útvarpi allra landsmanna.
Umsjón og dagskrárgerð: Gísli Einarsson, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson og Amanda Guðrún Bjarnadóttir.
Samsetning og aðstoð við framleiðslu: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Landinn fer á æfingu hjá kirkjukór Álftártungu á Mýrum, ræðir við fólk um lífið á sjúkrahúsi á jólum og heyrir sögur björgunarsveitarfólks sem hefur farið í útköll yfir hátíðarnar.
Viðmælendur: Steinunn Pálsdóttir kórstjóri, Sigrún Þórisdóttir og Hólmfríður Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Svavar Alfreð Jónsson sjúkrahúsprestur á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Sigursteinn Sigurðsson félagi í kirkjukór Álftártungu, Anna Filbert í björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi og Guðjón Örn Sigtryggsson í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík.
Dagskrárgerð: Gísli Einarsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Þórdís Claessen.
Samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Rætt við Helgu Ruth Alfreðsdóttur sem býr á Egilsstöðum þar sem hún starfaði lengi sem íþróttakennari. Í þættinum rifjar hún upp minningar frá stríðstímum í heimalandi sínu Þýskalandi. Rúnar Snær Reynisson hitti Helgu á aðventunni 2019 þar sem hún var við sína uppáhaldsiðju; að baka hið þýska Stollen-brauð fyrir jólin.
Dagskrárgerð: Rúnar Snær Reynisson. Framleiðsla: Gígja Hólmgeirsdóttir
Merking hugtaksins rómantík hefur breyst nokkuð frá árdögum þess. Í daglegu tali merkir rómantík eitthvað tengt súkkulaði og rósum og ástarsamböndum en í denn þýddi það eitthvað allt annað. Þátturinn skoðar hvernig rómantík birtist í dag með hjálp frá tónlistarmanninum Tom Waits, rithöfundinum Fríðu Ísberg og kokkinum Garðari Bachmann Þórðarsyni á veitingastaðnum Skaftfelli á Seyðisfirði.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson

Veðurstofa Íslands.
Aðfaranótt aðfangadags 1956 komu 52 ungverskir flóttamenn til Íslands með Gullfaxa. Þá höfðu Sovétmenn brotið á bak aftur uppreisnina í Ungverjalandi. Þetta var fyrsti hópur flóttamanna sem fékk hæli hér á landi fyrir tilstuðlan stjórnvalda. Í þáttunum er farið yfir undirbúning og framkvæmd þessara aðgerða og ljósi varpað á sögu og afdrif Ungverjanna.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson
Í þriðja þætti af Fimmtíu og tveimur er sjónum beint að afdrifum flóttafólksins frá Ungverjalandi, heimþrá og aðlögun.
Viðmælendur:
Helgi Bernódusson
Michael Þórðarson
Eva Jóhannsdóttir
Maríanna Csillag
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona hjá Gímaldinu, Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og Börkur Gunnarsson fyrrverandi rektor Kvikmyndaskóla Íslands. Þau ræddu fréttir á árinu sem er að líða og komandi ár.
Umsjón: Höskuldur Kári Schram
Tæknimaður: Þráinn Steinsson
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Úlfhildur álfkona (Ísland)
Leikraddir:
Ari Páll Karlsson
Björn Þór Sigbjörnsson
Melkorka Ólafsdóttir
Þórunn Elísabet Bogadóttir
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
„Aðeins guð þarf að nota punkt — og þegar yfir lýkur er ég viss um að hann muni nota hann.“ Þetta lét ungverski rithöfundurinn Lásló Krasznahorkai eitt sinn hafa eftir sér í viðtali. Krasznahorkai er athyglisverður og krefjandi höfundur sem hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 2025 „fyrir sannfærandi og framsýnt höfundarverk sitt sem, mitt í hryllingi heimsendis, staðfesti kraft listarinnar“. Í þættinum fjallar Jóhannes Ólafsson um Krasznahorkai, bakgrunn hans, stíl og punkta guðs.
Þáttur tileinkaður útvarpskonunni Sigríði Steinunni Stephensen, Siggu Steinu (1961 - 2025).
Sigga Steina starfaði á Rás 1 í tæp 24 ár og annaðist dagskrárgerð af fjölbreyttum toga. Hún var í ritstjórnum magasínþátta svo sem Morgunvaktarinnar og Víðsjár, annaðist tónleikakynningar af ýmsu tagi, bjó til metnaðarfulla heimildaþætti og stýrði tónlistarþættinum Til allra átta um árabil þar sem hún kynnti tónlist frá öllum heimshornum fyrir hlustendum Rásar 1. Hér verður brugðið upp svipmynd af útvarpskonunni Siggu Steinu, seilst í hljóðritasafn Ríkisútvarpsins eftir hljóðbrotum og minningum og fyrrum samstarfsmenn, þau Hanna G. Sigurðardóttir, Haukur Ingvarsson, Lana Kolbrún Eddudóttir og Óðinn Jónsson hugleiða galdurinn í góðu útvarpi.
Umsjón: Elísabet Indra Ragnarsdóttir
Ungur ákvað Matthías Harðarson að búa hvergi annars staðar en í fæðingarbænum Vestmannaeyjum. Það breyttist, hann fór til Reykjavíkur og lærði vélstjórn og orgelleik og svo til Árósa til frekara orgelnáms.
Í sumar var Matthías ráðinn dómorganisti.
Björn Þór Sigbjörnsson truflaði Matthías við æfingar í Dómkirkjunni og spjallaði við hann um orgel, orgelleik og orgeltónlist - og svolítið um vélar.
Oksana Shabatura og Svetlana Pukhova eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir að hafa ekki kynnst fyrr en nýverið. Þær eru frá Úkraínu og eru báðar menntaðir kennarar. Oksana hefur búið lengi á Íslandi en Svetlana flúði hingað þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Þær lögðu báðar mikla áherslu á að læra íslensku þegar þær fluttu til landsins og það hafi opnað dyr inn í íslenskt samfélag.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir
Viðmælendur: Oksana Shabatura, Svetlana Pukhova og Guðríður Pétursdóttir.
Tæplega fjörutíu ára saga af vináttu tveggja manna sitt hvoru megin heiðar í Suður-Þingeyjarsýslu eins og hún birtist í bréfum þeirra í kringum aldamótin 1900, Sigtryggs Helgasonar og Benedikts Jónssonar frá Auðnum . Báðir brunnu þeir fyrir bókmenntum, námi og betra samfélagi en tónlistin var alltaf þráðurinn í vináttu þeirra. Leiðir þeirra lágu á endanum í ólíkar áttir en þráðurinn virðist aldrei hafa slitnað.
Í þættinum má einnig heyra upptökur úr þjóðfræðisafni Árnastofnunar.
Umsjón: Trausti Dagsson
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í jólaþætti Í ljósi sögunnar er fjallað um vopnahlé og jólafögnuð á vesturvígstöðvum fyrri heimsstyrjaldar jólin 1914 og leikin brot úr gömlum viðtölum við menn sem voru á staðnum.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Starfsfólk Minjasafnsins á Akureyri velur nokkra safngripi sem draga fram sögur og minningar tengdar jólum liðinna tíma. Í þættinum er farið í Minjasafnshúsið, Davíðshús, Nonnahús og torfbæinn í Laufási.
Viðmælendur: Haraldur Þór Egilsson og Hörður Geirsson.
Upplestur á ljóði: Arnar Jónsson (upptaka úr safni Rúv).
Tónlist: Jólakvöld í flutningi Sigríðar Thorlacius.
Önnur tónlist í þættinum: Ýmis jólalög í flutningi Gunnars Gunnarssonar organista.
Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Sagt frá ýmsum stöðum um allt land sem eiga sérstakt pláss í hjörtum viðmælenda.
Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir
Hver er eftirlætisstaðurinn þinn á landinu? Þessari spurningu hefur fólk um allt land svarað í þáttaröðinni Af stað. Nú er búið að taka saman nokkur þessara innslaga og flokka eftir landsfjórðungum: Norður-, suður-, austur-, vestur. Í þessum þætti er haldið norður.
Viðmælendur: Magnús B. Jónsson, Johan Holst, Hildur Eir Bolladóttir og Rakel Hinriksdóttir.

Í Sagnaslóð er víða leitað fanga. Sagt er frá mönnum og málefnum fyrri tíma. Umsjónarmenn: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson
Þættir frá vetrinum 2008-2009


Veðurfregnir kl. 22:05.
Í Sveiflutíðni er kafað í samband raftónlistar á árdögum hennar við útvarp og tækniþróun tónlistar í samhengi við þá tónlistarmiðla sem komið hafa síðan. Fjallað er sérstaklega um Daphne Oram sem starfaði við hljóðhönnun hjá BBC og Magnús Blöndal Jóhannsson sem vann rafverk sín í hljóðverum RÚV, í tilefni af 100 ára afmælum þeirra beggja á árinu. Þáttaröðin er samtals þrír þættir.
Umsjónarmaður: Pétur Eggertsson
Í öðrum þætti Sveiflutíðni er farið yfir aðrar útvarpsstöðvar á meginlandi Evrópu og rafhljóðverin sem stofnuð voru þar á sjötta áratug síðustu aldar. Fjallað er um stefnur og strauma í raftónlistinni við mótun hennar og valda raftónlistarfrumkvöðla í Evrópu og víðar.
Tónlist í þættinum:
Karlheinz Stochausen - Gesang der Jünglinge
Pierre Schaeffer- Cinq Etudes de Bruit
- Etude aux Chemins
Pierre Schaeffer & Pierre Henry - Symphonie Pour un Homme Seul
Iannis Xenakis - Concret pH
Karlheinz Stockhausen - Etude (Konkrete)
Herbert Eimert - Klangstudie II
Karlheinz Stockhausen - Suite für Klavier
- Kontakte (First Version)
Bruno Maderna - Musica du due dimensioni
Luciano Berio - Thema (Omaggio a Joyce)
Delia Derbyshire - Delia's Psychadelian Waltz
- Doctor Who meginstef
The White Noise - Love Without Sound
Jim Fassett - Symphony of the Birds: Annar kafli (Buffo)
Bebe & Louis Barron - Forbidden Planet (meginstef)
Pauline Oliveros - Bye Bye Butterfly
Mahmoud Fadl - Sabaht Wagdan
Halim el-Dabh - Wire Recorder Piece
RCA Mark II - Camptown Races
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona hjá Gímaldinu, Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og Börkur Gunnarsson fyrrverandi rektor Kvikmyndaskóla Íslands. Þau ræddu fréttir á árinu sem er að líða og komandi ár.
Umsjón: Höskuldur Kári Schram
Tæknimaður: Þráinn Steinsson

Útvarpsfréttir.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Jólaþáttur Fram og til baka var tileinkaður áramótaheitum og því sem gerðist á deginum. Viðmælendur í þættinum voru Evert Víglundsson líkamsræktarþjálfari og Stefán Smári Ásmundarson leiðsögumaður og formaður Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu
Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.
Gísli Marteinn og Sandra Barilli fara yfir árið og spila lög úr Áramótaskaupum síðustu ára og fleiri skemmtileg lög frá árinu.
Björgvin Halldórsson - Stóð ég út í tunglsljósi (Álfareiðin).
Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson - Hvað ertu að gera á gamlárs?.
Herra Hnetusmjör - Koss á þig.
Gunnar Þórðarson - Tilbrigði Um Fegurð.
Unnsteinn Manuel Stefánsson, Logi Pedro Stefánsson, Bríet - Íslenski draumurinn.
Rosalía, Björk, Yves Tumor - Berghain.
PRINS PÓLÓ & FM BELFAST - Ekki nokkuð.
JóiPé & Króli - Næsta ft. GDRN.
Raye - WHERE IS MY HUSBAND!
Hljómskálinn, Baggalútur og félagar - Skaupið.
Áramótaskaupið 2008 - Lokalag / Gleðilegt ár.
Lady Gaga - Abracadabra.
Baggalútur - Gamlárspartý.
ABBA - Happy new year.
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.
Helgarútgáfan mætti í hátíðarskapi þennan laugardag á milli hátíða. Rétt eins og áður var skrunað yfir helstu skemmtanir helgarinnar og rétta tónlistin fékk að óma en síðan var slegið á þráðinn til góðs fólks í fríi og það truflað frá því að eiga náðuga stund.
Við fengum nokkra viðmælendur til þess að segja okkur frá hátíðarhaldi á þeirra heimilum og einnig hvað hafi staðið upp úr að þeirra mati á þessu ári sem er að líða. Við heyrðum í Stefáni Jakobssyni sem staddur var heima hjá sér í Mývatnssveit. Hann var nýbúinn að slá blettinn og við það að undirbúa áramótaveislu með vinum.
Júlía Margrét Einarsdóttir rithöfundur dvaldi nær yfir alla aðventuna í París í Frakklandi, þar sem hún lagðist í bókaskrif en hún átti mögulega eina af bókum ársins, Dúkkuverksmiðjuna, sem hún ætlar greinilega að fylgja skjótt eftir.
Loks var það Halldór Smárason tónskáld og skemmtikraftur sem átti góðar stundir með sinni fjölskyldu í Hveragerði eftir að hafa dvalið alla aðventuna á sviði Bæjarbíós þar sem hann skemmti við hlið vinar síns, Sóla Hólm.
Og svo var það rífandi góð tónlistin:
Frá kl. 12:40
HJÁLMAR og MR. SILLA - Er hann birtist
UNNSTEINN - Er þetta ást?
DIANA ROSS - Upside Down
FRIÐRIK DÓR - Hugmyndir
THE CHARLATANS - Can't get out of bed
PÁLL ÓSKAR, BENNI HEMM HEMM - Undir álögum
STEBBI JAK - Djöflar
STEBBI JAK - Frelsið mitt
NÝDÖNSK - Alelda
TIFFANY - I think we're alone now
KK - Á æðruleysinu
Frá kl. 14:00
Ólöf Arnalds, Önnu Jónu Son, KK - Öll þin tár
ROYEL OTIS - Who's your boyfriend
PRIMAL SCREAM - Jailbird
HARALDUR ARI, GDRN - Viltu bíða mín?
FOSTER THE PEOPLE - Pumped up kicks
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Síðasti móhítóinn
CHAPPELL ROAN - Hot To Go!
GORILLAZ - 19-2000
VIOLENT FEMMES - Blister in the sun
Frá kl. 15:00
KOLRASSA KRÓKRÍÐANDI - Opnaðu augun þín
PÉTUR BEN - Pink cream
MANNAKORN - Gleði og friðarjól
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Þú fullkomnar mig
LÁRA - Þekki ekki
DAVID BYRNE, HAYLEY WILLIAMS - What Is The Reason For It
MOLOKO - Sing it back
GUS GUS - David

Útvarpsfréttir.
Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!
Í þætti dagsins var Katrín Halldóra með GMT til að hita upp fyrir stórtónleika í Eldborg í dag og á morgun, 90 ára afmælis-/heiðurstónleikar Ellyjar Vilhjálms sem hefði orðið 90 ára á morgun 28. desember.
Lagalisti:
Friðrik Dór Jónsson & Moses Hightower - Bekkjarmót Og Jarðarfarir
Dolly Parton - 9 To 5
Talking Heads - Genius Of Love
Brandi Carlile - Returning To Myself
Of Monsters and Men - Ordinary Creature
Zach Bryan & Kacey Musgraves - I Remember Everything
Kim Wilde - Kids In America
The Emotions - Best Of My Love
Daði & Gagnamagnið - 10 Years
The Flaming Lips - Race For The Prize
Alanis Morissette - Head Over Feet
Snorri Helgason - Aron
Skunk Anansie - Hedonism
Lady Gaga - Abracadabra
Quarashi - Stars
Honey Dijon & Chloe - The Nightlife
Karl Orgeltríó & Ragnar Bjarnason & Katrín Halldóra - Allt Í Fína
Laufey - From The Start
Peggy Gou - (It Goes Like) Nanana
RAYE - Where Is My Husband!
Bríet - Esjan
Geese - Cobra
Vök - Waterfall
Suede - The Wild Ones
Hvanndalsbræður - LaLa Lagið
Elly Vilhjálms - Ég Vil Fara Upp Í Sveit
Páll Óskar - Er Þetta Ást?

Blönduð tónlist sem fer vel á meðan sunnudagssteikin mallar í ofninum.

Fréttastofa RÚV.
Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.
Gestur Lovísu var rapparinn Atli Sigþórsson eða Kött Grá Pjé.

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
