
Punktar guðs
„Aðeins guð þarf að nota punkt — og þegar yfir lýkur er ég viss um að hann muni nota hann.“ Þetta lét ungverski rithöfundurinn Lásló Krasznahorkai eitt sinn hafa eftir sér í viðtali. Krasznahorkai er athyglisverður og krefjandi höfundur sem hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 2025 „fyrir sannfærandi og framsýnt höfundarverk sitt sem, mitt í hryllingi heimsendis, staðfesti kraft listarinnar“. Í þættinum fjallar Jóhannes Ólafsson um Krasznahorkai, bakgrunn hans, stíl og punkta guðs.