Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Sumir gætu haldið að Grasagarðurinn í Laugardal leggist í dvala á þessum árstíma en svo er nú aldeilis ekki þó plönturnar geri það margar. Fram undan eru fjölbreyttir viðburðir þar sem jólaskreytingar, náttúra og borgir og streitulaus aðventa koma m.a. við sögu.
Björk Þorleifsdóttir verkefnastjóri fræðslu- og miðlunar hjá Grasagarðinum kom til okkar í morgunkaffi og spjall.
Sandra B. Franks, formaður sjúkraliðafélags Íslands, segir í grein á vefsíðu Sjúkraliðafélagsins að henni hafi borist fjöldi ábendinga frá sjúkraliðum á Landspítalanum sem lýsa stöðu sem enginn í heilbrigðisþjónustunni á að líða. Þeir lýsa því hvernig verkaskipting hefur orðið ótrygg og hvernig ófaglært starfsfólk er fengið í störf sem byggja á menntun sjúkraliða, svo eitthvað sé nefnt. Við ræddum stöðuna við Söndru.
Guðmundur Jóhannsson heimsótti okkur og ræddi nýjustu vendingar í gervigreindinni og sitt hvað fleira áhugavert úr heimi tækninnar.
Við hituðum upp fyrir HM kvenna í handbolta með Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafréttamanni, en Ísland leikur sinn fyrsta leik á miðvikudag, gegn Þjóðverjum.
Tónlist:
FLOTT - L'amour.
Michael Kiwanuka - One More Night.
Fleetwood Mac - Everywhere.
Valdimar - Karlsvagninn.
Turnstile - Seein' stars.
Helgi Björnsson - Kókos og engifer.
Blondie - Heart Of Glass.
Huntrx, Ejae, Audrey Nuna - Golden.
Queen- Good Old Fashioned Lover Boy.
U2 - Ordinary Love.
