Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Hér á landi er notkun reiðufjár mjög lítil. Nú er almenningi hins vegar ráðlagt að eiga seðla heima hjá sér, bæði hér á Íslandi og annars staðar. Við ræddum um þetta og ástæðurnar fyrir því þegar Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands, kom á Morgunvaktina. Vonir standa til að netlaus kortaviðskipti verði orðin að veruleika á næsta ári, og innlend greiðslumiðlun á næstu misserum.
Friðaráætlun sem Bandaríkjamenn hafa sett fram varðandi Úkraínu hefur vakið upp harða gagnrýni, ekki síst af leiðtogum í Evrópu. Björn Malmquist fréttamaður í Brussel fór yfir það nýjasta af þeim málum og ræddi líka síðustu viku í Brussel, eftir ákvörðun ESB um að setja verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi.
Smáforrit sem heldur utan um allt sem viðkemur bílnum - frá þjónustuskoðunum til greiðslu eldsneytis – annað sem heldur utan um allt sem kemur að þjónustu við eldri borgara – og sýndarveruleiki til að draga úr skaða spilafíknar voru bestu hugmyndir viðskiptafræðinema, sem voru verðlaunaðar á dögunum. Við fengum Georg Andersen kennara, og Lilju Rós Thomasdóttur Viderö og Stefán Inga Þorsteinsson nemendur í heimsókn.
Tónlist:
Billie Holiday - I' ll be seeing You.
Billie Holiday - Blue Moon.
Count Basie and his Orchestra - What am I here for.
Blood Harmony - Way home.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru lög með nokkrum flytjendum sem spiluðu tónlist sem var skilgreind sem sólskinspopp eða Sunshine Pop á sjöunda áratungum í Bandaríkjunum. Hljómsveitin Turtles flytur lögin Happy Together, It Ain't Me Babe, She'd Rather Be With Me og Elenore. The Buckinghams flytja lögin Kind of a Drag, Don't You Care, Mercy Mercy Mercy og Hey Baby (They're Playing Our Song). Gary Puckett & the Union Gap flytja lögin Woman Woman, Young Girl og Lady Willpower. Og að síðustu flytur hljómsveitin (Young) Rascals lögin Good Lovin' og Groovin'. Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Útvarpsfréttir.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.


Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Útvarpsfréttir.

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Útvarpsfréttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Í þættinum er fjallað um barnabókina Paradísareyjan eftir Emblu Bachmann, rætt er við Anton Helga Jónsson ljóðskáld og formaður óðfræðifélagsins Boðn um nýjustu útgáfu SÓN tímarits um ljóðlist og óðfræði og Þór Tulinius kemur og segir frá sinni fyrstu skáldsögu, Sálnasafnarinn, sem er nýkomin út.
Viðmælendur: Embla Bachmann, Anton Helgi Jónsson og Þór Tulinius.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Benjamín dúfa er falleg saga um vináttu og ævintýri í hversdagsleikanum. Friðrik Erlingsson, höfundur bókarinnar, heimsækir okkur í þessum þætti og segir frá bókinni og bíómyndinni upp úr henni. Bókaormurinn Haraldur Orri segir til dæmis frá dagbókum Kidda klaufa og bókaflokknum Bekkurinn minn.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Síðasta skip suður eftir Jökul Jakobsson. Höfundur les.
Fyrst flutt 22. desember 1972


Veðurfregnir kl. 22:05.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Sumir gætu haldið að Grasagarðurinn í Laugardal leggist í dvala á þessum árstíma en svo er nú aldeilis ekki þó plönturnar geri það margar. Fram undan eru fjölbreyttir viðburðir þar sem jólaskreytingar, náttúra og borgir og streitulaus aðventa koma m.a. við sögu.
Björk Þorleifsdóttir verkefnastjóri fræðslu- og miðlunar hjá Grasagarðinum kom til okkar í morgunkaffi og spjall.
Sandra B. Franks, formaður sjúkraliðafélags Íslands, segir í grein á vefsíðu Sjúkraliðafélagsins að henni hafi borist fjöldi ábendinga frá sjúkraliðum á Landspítalanum sem lýsa stöðu sem enginn í heilbrigðisþjónustunni á að líða. Þeir lýsa því hvernig verkaskipting hefur orðið ótrygg og hvernig ófaglært starfsfólk er fengið í störf sem byggja á menntun sjúkraliða, svo eitthvað sé nefnt. Við ræddum stöðuna við Söndru.
Guðmundur Jóhannsson heimsótti okkur og ræddi nýjustu vendingar í gervigreindinni og sitt hvað fleira áhugavert úr heimi tækninnar.
Við hituðum upp fyrir HM kvenna í handbolta með Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafréttamanni, en Ísland leikur sinn fyrsta leik á miðvikudag, gegn Þjóðverjum.
Tónlist:
FLOTT - L'amour.
Michael Kiwanuka - One More Night.
Fleetwood Mac - Everywhere.
Valdimar - Karlsvagninn.
Turnstile - Seein' stars.
Helgi Björnsson - Kókos og engifer.
Blondie - Heart Of Glass.
Huntrx, Ejae, Audrey Nuna - Golden.
Queen- Good Old Fashioned Lover Boy.
U2 - Ordinary Love.



Létt spjall og lögin við vinnuna.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.

Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.