07:03
Morgunvaktin
Styttist í netlaus kortaviðskipti, Evrópumál og viðskiptahugmyndir
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Hér á landi er notkun reiðufjár mjög lítil. Nú er almenningi hins vegar ráðlagt að eiga seðla heima hjá sér, bæði hér á Íslandi og annars staðar. Við ræddum um þetta og ástæðurnar fyrir því þegar Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands, kom á Morgunvaktina. Vonir standa til að netlaus kortaviðskipti verði orðin að veruleika á næsta ári, og innlend greiðslumiðlun á næstu misserum.

Friðaráætlun sem Bandaríkjamenn hafa sett fram varðandi Úkraínu hefur vakið upp harða gagnrýni, ekki síst af leiðtogum í Evrópu. Björn Malmquist fréttamaður í Brussel fór yfir það nýjasta af þeim málum og ræddi líka síðustu viku í Brussel, eftir ákvörðun ESB um að setja verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi.

Smáforrit sem heldur utan um allt sem viðkemur bílnum - frá þjónustuskoðunum til greiðslu eldsneytis – annað sem heldur utan um allt sem kemur að þjónustu við eldri borgara – og sýndarveruleiki til að draga úr skaða spilafíknar voru bestu hugmyndir viðskiptafræðinema, sem voru verðlaunaðar á dögunum. Við fengum Georg Andersen kennara, og Lilju Rós Thomasdóttur Viderö og Stefán Inga Þorsteinsson nemendur í heimsókn.

Tónlist:

Billie Holiday - I' ll be seeing You.

Billie Holiday - Blue Moon.

Count Basie and his Orchestra - What am I here for.

Blood Harmony - Way home.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,