Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Tré ársins verður formlega útnefnt á morgun en að þessu sinni er um að ræða trjátegund sem hefur tekið sér bólfestu í miðri Ölfusá í svokölluðum Jórukletti. Hreinn Óskarsson, skógfræðingur, ræðir við okkur í upphafi þáttar.
Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra lítur við hjá okkur í föstudagsbolla.
Ragnar Eyþórsson, pródúsent og sjónvarpsspekúlant, ræðir við okkur um spjallþáttamenninguna í Bandaríkjunum í ljósi frétta af Jimmy Kimmel.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar með Júlíusi Viggó Ólafssyni, sem býður sig nú fram til formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna, og Jóhannesi Óla Sveinsson, nýkjörnum forseta Ungs jafnaðarfólks.