Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 27. febrúar 2016: Í þættinum er fjallað um geðheilbrigðismál á Vestfjörðum og Austurlandi. Við ræðum við Davíð Þór Jónsson, héraðsprest á Austurlandi, um þessi mál en hann segir það hafa komið sér í opna skjöldu hvað sálgæsla sé stór hluti af sínu starfi, við kynnum okkur endurhæfingarstarfsemi á Egilsstöðum og geðræktarmiðstöð á Ísafirði. Þá heyrum við upplifun Stefáns Boga Sveinssonar af því að glíma við geðræn veikindi í samfélagi þar sem úrræðu eru lítil og fábreytt.
Viðmælendur: Davíð Þór Jónsson, héraðsprestur á Austurlandi. Stefán Bogi Sveinsson. Linda Pehrsson, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Austurlands. Harpa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturafls.
Dagskrárgerð: Jón Knútur Ásmundsson og Halla Ólafsdóttir.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.