07:03
Morgunvaktin
Íslenskt sendiráð í Madríd, Slippurinn allur og sígild tónlist
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Íslenskt sendiráð hefur tekið til starfa í Madríd. Kristján Andri Stefánsson er fyrsti sendiherra Íslands á Spáni. Hann sagði frá stofnun sendiráðsins og helstu verkefnum þess en mikil tækifæri eru á frekari samvinnu og viðskiptum Íslendinga og Spánverja. Um eða yfir 4.000 Íslendingar eiga fasteign á Spáni.

Á dögunum lokaði veitingastaðurinn Slippurinn í Vestmannaeyjum eftir þrettán ára farsælan rekstur. Eigendurnir ákváðu að komið væri gott. Lokakvöldið kallaði fram allskonar tilfinningar hjá Gísla Matthíasi Auðunssyni matreiðslumeistara sem spjallaði um Slippinn og endalokin og sagði líka frá komandi verkefnum.

Magnús Lyndal fjallaði um sígilda tónlist, að þessu sinni gerði hann grein fyrir muninum á svonefndri hermitónlist og "hreinni" tónlist.

Tónlist:

Softly as in að morning sunrise - The Modern Jazz Quastet,

Það er bara þú - Vilhjálmur Vilhjálmsson,

Sól í dag - Jakob Frímann Magnússon.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,