Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Vaxtaákvörðunardagur er í dag, sá fyrsti af sex á árinu. Veðbólguþróunin gefur okkur ástæðu til að ætla að vextirnir verði lækkaðir. Við fórum yfir ýmislegt er varðar efnahagsástandið og horfurnar með Róberti Farestveit, hagfræðingi ASÍ.
Borgþór Arngrímsson sagði okkur tíðindi frá Danmörku.
Í síðasta hluta þáttarins var rætt um kvennasögu, Rakel Adolpsdóttir fagstjóri á Kvennasögusafni Íslands, kom til okkar. Sagnfræðingafélag Íslands stendur fyrir fundi um brauðryðjendur í ýmsum geirum í kvöld.
Tónlist:
Bítlarnir - For no one
Bítlarnir - I'm only sleeping
Björn Thoroddsen - Here, there and everywhere
Björn og Okey - Den gule flyver
Laufey - Dreamer
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Það fæðast að meðaltali 70 börn á ári með hjartagalla á Íslandi, mörg þeirra þurfa flóknar aðgerðir og ævilanga eftirfylgni. Þrátt fyrir að læknisfræðilegri aðstoð hafi fleygt fram, þá gleymist oft andlegi og félagslegi þátturinn, til dæmis hvernig börnin og aðstandendur þeirra upplifa lífið með hjartagalla. Guðrún Kristín Jóhannesdóttir, formaður Neistans, styrktarfélags barna með hjartagalla og Óskar Ericsson, framkvæmdastjóri félagsins komu í þáttinn í dag og fræddu okkur um málefni barna með hjartagalla og vitundarvikuna sem er framundan.
Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir er með doktorspróf í sagnfræði og hún er sérfræðingur í sögu hákarlamanna fyrr á öldum og mun flytja erindi á málþingi næsta laugardag í boði Félags um átjándu aldar fræði. Dalrún mun fjalla um samband hákarlamanna við hákarlinn á 19.öld.En hún leggur stund á rannsóknir á náttúrusögu Íslands. Við fengum hana til að segja okkur frá hákörlum og samspilinu milli hákarla og hákarlamanna 19.öld, á blómaskeiði hákarlaveiði á Íslandi.
Hraðstefnumót fyrir eldri borgara verður í Bíó Paradís í tilefni af frumsýningu myndarinnar Eftirlætis kakan mín (My Favourite Cake) í aðdraganda Valentínusardagsins en frumsýningin verður á miðvikudaginn 12. febrúar kl 14:00. Sett verða upp borð á kaffihúsi Bíó Paradís þar sem kaffi og kleinur verða í boði. Hver þátttakandi fær 5 mínútur á hverju borði og leiðbeinandi spurningarblað við komu þar sem fólk getur kynnst hvort öðru. Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri Bíó Paradís kom og sagði okkur frá þessum viðburði í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Skítaveður / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)
Borgartún / Snorri Helgason (Snorri Helgason)
Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson)
Lítið og væmið / Valdimar (Valdimar Guðmundsson)
Til þín ástin mín / Stefán Helgi Stefánsson (Óli H. Þórðarson, texti Viktor A. Guðlaugsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Sigríður Rún Tryggvadóttir prófastur í Austurlandsprófastsdæmi.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Útvarpsfréttir.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Útvarpsfréttir.
Tónlist, ljóð og viðtöl úr safni útvarpsins.
Leikin eru lög sem tengjast þorranum.
Helga Þórðardóttir flytur Umsjón hefur Jónatan Garðarsson. Minni karla", upptaka frá þorrablóti í Aratungu í Biskupstungumárið 1962. Helga bjó í Auðsholti.
Ragnar Jóhannesson flytur ljóð eftir Örn Arnarson "Til Vestur-Íslendings". Upptakan líklega frá 1946.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.
Í þættinum í dag ætlum við að fjalla um SAMFÉS.
Um helgina koma saman rúmlega 4000 unglingar á aldrinum 13-16 ára á hátíð sem heitir SamFestingurinn og samanstendur af Söngkeppni Samfés og Samfés ballinu.
En hvað er SAMFÉS?
Hvað er félagsmiðstöð og hver er saga þeirra?
Hvernig byrjaði þessi söngkeppni og hvernig er hún í ár?
Hvernig virkar ungmennaráð Samfés og hvernig er sú vinna?
Hvað er mest krefjandi við það að skipuleggja svona stórviðburði?
Sérfræðingar þáttarins eru: Viktor Berg Guðmundsson framkvæmdarstjóri Samfés og Alma Rún Franzdóttir og Kristinn Óli Haraldsson úr ungmennaráði Samfés.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Dánarfregnir.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritanir frá Myrkum músíkdögum, nýafstaðinni tónlistarhátíð Tónskáldafélag Íslands.
Frá tónleikum Riot Ensemble sem fram fóru í Kaldalóni, Hörpu, 25. janúar sl.
Á efnisskrá:
*Brother eftir Edmund Finnis.
*Insight eftir Dobrinku Tabakovu.
*Spectra eftir Önnu Þorvaldsdóttur.
*Öldugangur á öldrunarheimilinu eftir Guðmund Stein Gunnarsson - frumflutningur.
*Falter eftir Lisu Streich.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.
Ljósmynd: Brian Fitzgibbon/Myrkir músíkdagar
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Guðrún Borgfjörð var dóttir Jóns Borgfirðings og systir Klemensar Jónssonar landritara og Finns Jónssonar prófessors. Hún var ekki studd til mennta eins og þeir þó hún væri bókhneigð og fróðleiksfús. Klemens bróðir Guðrúnar hvatti hana til að rita endurminningar sínar. Hún bregður upp mynd af æskuheimili sínu, lýsir hversdagslífinu, samtímanum, atburðum sem hún tók þátt í og fólki sem hún kynntist.
Jón Aðils les.
(Áður á dagskrá 1973)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Það fæðast að meðaltali 70 börn á ári með hjartagalla á Íslandi, mörg þeirra þurfa flóknar aðgerðir og ævilanga eftirfylgni. Þrátt fyrir að læknisfræðilegri aðstoð hafi fleygt fram, þá gleymist oft andlegi og félagslegi þátturinn, til dæmis hvernig börnin og aðstandendur þeirra upplifa lífið með hjartagalla. Guðrún Kristín Jóhannesdóttir, formaður Neistans, styrktarfélags barna með hjartagalla og Óskar Ericsson, framkvæmdastjóri félagsins komu í þáttinn í dag og fræddu okkur um málefni barna með hjartagalla og vitundarvikuna sem er framundan.
Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir er með doktorspróf í sagnfræði og hún er sérfræðingur í sögu hákarlamanna fyrr á öldum og mun flytja erindi á málþingi næsta laugardag í boði Félags um átjándu aldar fræði. Dalrún mun fjalla um samband hákarlamanna við hákarlinn á 19.öld.En hún leggur stund á rannsóknir á náttúrusögu Íslands. Við fengum hana til að segja okkur frá hákörlum og samspilinu milli hákarla og hákarlamanna 19.öld, á blómaskeiði hákarlaveiði á Íslandi.
Hraðstefnumót fyrir eldri borgara verður í Bíó Paradís í tilefni af frumsýningu myndarinnar Eftirlætis kakan mín (My Favourite Cake) í aðdraganda Valentínusardagsins en frumsýningin verður á miðvikudaginn 12. febrúar kl 14:00. Sett verða upp borð á kaffihúsi Bíó Paradís þar sem kaffi og kleinur verða í boði. Hver þátttakandi fær 5 mínútur á hverju borði og leiðbeinandi spurningarblað við komu þar sem fólk getur kynnst hvort öðru. Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri Bíó Paradís kom og sagði okkur frá þessum viðburði í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Skítaveður / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)
Borgartún / Snorri Helgason (Snorri Helgason)
Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson)
Lítið og væmið / Valdimar (Valdimar Guðmundsson)
Til þín ástin mín / Stefán Helgi Stefánsson (Óli H. Þórðarson, texti Viktor A. Guðlaugsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, ræðir við mig um vonskuveðrið sem gengur yfir landið í dag og á morgun.
Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, mætir í sitt hálfsmánaðarlega spjall um fjármál heimilisins.
Vísir fjallaði í gær um bréf sem yfir hundrað vísindamenn skrifuðu undir þar sem hvatt var til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar, og spurt var hvernig nálgast ætti slíkt fyrirbæri sem gæti mögulega þjáðst af manna völdum og hvort það að eyða gervigreind með meðvitund jafngildi því að drepa dýr. Ég ræði þessar vangaveltur við Henry Alexander Henryson, siðfræðing.
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, verður gestur minn eftir átta fréttir þegar við ræðum verkefnalista ríkisstjórnarinnar og stöðuna í kjaradeilu kennara og viðsemjenda.
Peninganefnd Seðlabanka Íslands tilkynnir vaxtaákvörðun núna klukkan hálf níu og Snorri Jakobsson, hagfræðingur, verður hjá mér og rýnir í niðurstöðu nefndarinnar.
Almannatenglarnir Andrés Jónsson og Þórhallur Gunnarsson, sem stjórna hinu vinsæla Bakherbergishlaðvarpi, verða hjá mér í lok þáttar þegar við ræðum stöðuna í stjórnmálunum við upphaf þings.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Útvarpsfréttir.
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Hér erum við öll Með Söngvakeppnina á heilanum. Við kryfjum hana til mergjar með hjálp nú- og fyrrverandi keppenda, alvöru Eurovision nörda og umsjónarmanns þáttarins, Júlíu Margrétar Einarsdóttur.
Fréttastofa RÚV.
Bein útsending frá stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi.
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.