Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri var gestur þáttarins. Rætt var um ástand og horfur í efnahagsmálum í heiminum í kjölfar tollanna sem Trump Bandaríkjaforseti lagði í ríki heims.
Björn Malmquist ræddi um líkleg viðbrögð Evrópusambandsins við tollum Bandaríkjanna en ákvörðunar er að vænta. Einnig sagði hann frá fundum norskra og íslenskra ráðherra með forystufólki ESB. Þá var rætt við utanríkisráðherra um öryggis- og varnarmál.
Sigyn Blöndal flutti pistil frá Manilla á Filippseyjum. Hún ræddi við Berglindi Rósu Halldórsdóttur verkfræðing sem býr í Manilla ásamt fjölskyldu.
Þú bíður (allavegana) eftir mér - Megas,
Vertu mér samferða inní blómalandið amma - Megas.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fjallað um söngvarann og gítarleikarann Þorvald Halldórsson og fyrstu árin sem hann söng og spilaði með Hljómsveit Ingimars Eydal. Þorvaldur varð landsfrægur þegar hann söng lagið Á sjó sem kom út á plötu fyrir jólin 1965 og fleiri lög fylgdu í kjölfarið. Önnur lög sem hljóma þættinum í flutningi Þorvaldar eru Komdu, Bara að hann hangi þurr, Hún er svo sæt, Ég er sjóari, Sjómannskveðja, Fjarlægjast fjöllin blá, Skárst mun sinni kellu að kúra hjá, Ég var átján ára, Í nótt. Sumarást, Ég tek hundinn og Mig dregur þrá.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við sögðum í dag frá ráðstefnu sem haldin verður í Hörpu á fimmtudaginn þar sem umfjöllunarefnið verður öldrunarþjónusta framtíðarinnar og tækni. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Öldrunarþjónusta á gervigreindaröld: Nýsköpun í öldrunarþjónustu og aukin lífsgæði aldraðra. Þar verður sérstaklega fjallað um hvaða áhrif gervigreindin og tæknin, eins og til dæmis róbótar, hafa á umönnun aldraðra nú og í framtíðinni. María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu kom í þáttinn.
Í dag, eins og undanfarna mánudaga, kom Georg Lúðvíksson til okkar með það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Í þetta sinn talaði hann um heppni og óheppni þegar kemur að fjármálunum. Georg útskýrði þetta betur fyrir okkur í spjallinu.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Reynir Lyngdal leikstjóri, en hann er einn þriggja leikstjóra nýrrar þáttaraðar, Reykjavík 112, sem eru spennuþættir byggðir á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur DNA. En hann sagði okkur auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Reynir talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Sporðdrekar e. Dag Hjartarson
Múffu e. Jónas Reyni
Lunga e. Pedro Gunnlaug Garcia
DNA e. Yrsu Sigurðardóttur
Astrid Lindgren
bækurnar um Tinna og Tobba, Ástrík
Michel Houellebecq
Tove Jansen
Tónlist í þættinum í dag:
Freistingar / Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson (Sigurður Halldór Guðmundsson og Bragi Valdimar Skúlason)
Ryðgaður dans / Valdimar (Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson)
Þú bíður (allaveganna eftir mér) / Ragnheiður Gröndal (Magnús Þór Jónsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.

Umsjón hefur Margrét Hugrún Gústavsdóttir-Björnsson mannfræðinemi og blaðamaður.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Útvarpsfréttir.

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Útvarpsfréttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Í þættinum opnum við inn í heim pólskra furðusagna og vísindaskáldskapar. Pólverjar eiga einhvern merkasta og áhugaverðasta höfund 20. aldar á því sviði, Stanisław Lem.
Þekkturstu verk Stanisławs Lem eru smásagnasafnið Cyberiada og Solaris, sem tvisvar hefur verið kvikmynduð, 1972 kom mynd í leikstjórn Andrei Tarkovsky og 2002 í leikstjórn Steven Soderbergh. Þetta eru fjölbreytt verk sem teygja sig yfir allt rófið, allt frá svokölluðu hörðum vísindaskálskap yfir í mjúkan en alltaf eru undirliggjandi flóknar heimspekilegar spurningar um siðferði, trú, mörk mannlegrar skynsemi, hvað tækni getur og hvaða áhrif hún hefur á okkur mennina sem hana búa til. Maður gegn vél, allt sem góður vísindaskáldskapur þarf að búa yfir. Pawel Bartoszek segir frá, en hann hefur lesið bækur Lem frá því í menntaskóla og við ræddum vísindaskáldskap, tæknisiðferði og ýmislegt þessu tengt.
Við byrjum á heimsókn frá Mariolu Alichu Fiema, sem kennir pólsk fræði við Háskóla Íslands. Þar fá nemendur yfirlit yfir sögu Póllands allt frá miðöldum fram að seinni heimsstyrjöld. Og í gegnum helstu bókmennta- og listaverk hvers tíma er reynt að skyggnast inn í pólska þjóðarsál. Ég ræddi við Mariolu um bókmenntirnar í gegnum aldirnar, hvar þetta byrjar allt saman en líka hvernig pólsk menning á Íslandi blasi við henni.
Viðmælendur: Mariola Alicja Fiema og Pawel Bartoszek.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Hildur Knútsdóttir segir frá reynslu sinni af bókaútgáfu í Bandaríkjunum og útskýrir hver munurinn á ungmenna- og fullorðinsbókum er, að hennar mati. Hún segir líka frá bókinni Kasia og Magdalena sem bókaormurinn Arnþór Rúnar kafar dýpra í.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Hljóðritun frá tónleikum í Tíbrárröð Salarins í Kópavogi 30. mars 2025
Draumar og þrár eru viðfangsefni þessara tónleika þar sem fléttast saman sígildir smellir og splunkuný tónlist.
Hér mætast draumkennd stef úr ólíkum áttum: Barnagælur, poppmúsík, leikhústónlist, einleiksverk og sönglög eftir nokkur af ástsælustu tónskáldum tónlistarsögunnar en tónlistin á það öll sammerkt að hverfast um drauma.
Á tónleikunum verða að auki frumflutt þrjú verk sem samin voru sérstaklega fyrir tilefnið að beiðni Ragnheiðar og Evu Þyri af þeim Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Jóhanni G. Jóhannssyni og Sigurði Sævarssyni.
Eldri íslensk einsöngslög fá að sjálfsögðu líka sinn sess, meðal annars verða flutt lög eftir Selmu Kaldalóns og Jórunni Viðar. Söngljóð verða í forgrunni en einnig hljómar þekkt einleiksverk sem lýtur að draumum, Träumerei eftir Robert Schumann.
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sópransöngkona og Eva Þyrí Hilmarsdóttir flytja
Einnig hljóma í þessari dagskrá brot úr tónleikaspjalli sem Elísabet Indra Ragnarsdóttir átti við flytjendur og höfunda fyrir tónleikana
Efnisskrá:
Edvard Grieg (1843-1907)
Ein Traum op. 48 nr. 6 (Ljóð: Friedrich Martin von Bodenstedt)
Selma Kaldalóns (1919-1984) Draumurinn (Ljóð: Oddný Kristjánsdóttir)
Jórunn Viðar (1918-2017) Únglíngurinn í skóginum (Ljóð: Halldór Laxness)
Jóhann G Jóhannsson (1955)
Dáið er alt án drauma (Ljóð: Halldór Laxness) - frumflutningur
Gabriel Fauré (1845-1924)
Après un rêve (Ljóð: Romain Bussine)
María Huld Markan Sigfúsdóttir (1980)
Í draumi sérhvers manns (Steinn Steinarr) - frumflutningur
Christian Hartmann (1910-1985)
Dvel ég í draumahöll (Ljóð: Thorbjörn Egner/Kristján frá Djúpalæk)
Robert Schumann (1810-1856) Träumerei op. 15 nr. 7
Clara Schumann (1819-1896)
Ich stand in dunklen Träumen op. 13 nr. 1 (Ljóð: Heinrich Heine)
Leigh Harline (1907-1969)
When you wish upon a star (Ljóð: Ned Washington)
Sigurður Sævarsson (1963)
Sonnet 43 (Ljóð: William Shakespeare) - frumflutningur
Ivor Gurney (1890-1937)
Sleep (Five Elizabethan Songs, nr. 4) (Ljóð: John Fletcher)
Jóhann G Jóhannsson (1955) Draumur frú Rósu (Ljóð: Þórarinn Eldjárn)
Sergei Rachmaninoff (1873-1943)
A dream op. 8 nr. 5 (Ljóð: Aleksey Nikolayevich Pleshcheyev)
Jóhann G Jóhannsson Vögguvísan úr Skilaboðaskjóðunni (Ljóð: Þorvaldur Þorsteinsson)
----
Í lok þáttarins er örlítil áminning um þáttaröð Bjarka Sveinbjörnssonar - Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Praxis eftir Fay Weldon.
Dagný Kristjánsdóttir les.
Annar lestur af 26.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við sögðum í dag frá ráðstefnu sem haldin verður í Hörpu á fimmtudaginn þar sem umfjöllunarefnið verður öldrunarþjónusta framtíðarinnar og tækni. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Öldrunarþjónusta á gervigreindaröld: Nýsköpun í öldrunarþjónustu og aukin lífsgæði aldraðra. Þar verður sérstaklega fjallað um hvaða áhrif gervigreindin og tæknin, eins og til dæmis róbótar, hafa á umönnun aldraðra nú og í framtíðinni. María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu kom í þáttinn.
Í dag, eins og undanfarna mánudaga, kom Georg Lúðvíksson til okkar með það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Í þetta sinn talaði hann um heppni og óheppni þegar kemur að fjármálunum. Georg útskýrði þetta betur fyrir okkur í spjallinu.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Reynir Lyngdal leikstjóri, en hann er einn þriggja leikstjóra nýrrar þáttaraðar, Reykjavík 112, sem eru spennuþættir byggðir á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur DNA. En hann sagði okkur auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Reynir talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Sporðdrekar e. Dag Hjartarson
Múffu e. Jónas Reyni
Lunga e. Pedro Gunnlaug Garcia
DNA e. Yrsu Sigurðardóttur
Astrid Lindgren
bækurnar um Tinna og Tobba, Ástrík
Michel Houellebecq
Tove Jansen
Tónlist í þættinum í dag:
Freistingar / Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson (Sigurður Halldór Guðmundsson og Bragi Valdimar Skúlason)
Ryðgaður dans / Valdimar (Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson)
Þú bíður (allaveganna eftir mér) / Ragnheiður Gröndal (Magnús Þór Jónsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Landris og jarðskjálftar halda áfram við Reykjanesskaga. Við tökum stöðuna með Magnúsi Tuma Guðmundssyni prófessor í jarðeðlisfræði.
Mikið hefur verið rætt um áhrif þeirra tolla sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðustu viku. Í nýrri úttekt Euronews er rýnt í hvernig breytingarnir kunni að leiða til lægra vöruverðs í ákveðnum vöruflokkum á evrópskum markaði. Við ræðum þær vangaveltur við Benjamín Julian, verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ.
Í fjármálaáætlun sem rædd er áfram á þingi í dag kemur fram að afnema eigi samsköttun milli skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Kristján Ingi Mikaelsson, framkvæmdastjóri og fjárfestir, er gagnrýninn hvað þessar breytingar varðar og segir höggin halda áfram að dynja á ungum barnafjölskyldum. Hann verður gestur okkar fyrir átta fréttir.
Það hefur vakið mikla athygli að bílastæðasjóður hefur tekið í notkun bíl sem er útbúinn myndavélum sem skanna bílnúmer og veita þannig upplýsingar um hvort fólk hafi greitt í stæði eða ekki. Þetta eru töluverðar breytingar á bílastæðamálum í borginni sem oft er deilt um. Við ræðum þau mál við Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formann umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar.
Við förum yfir íþróttir helgarinnar, venju samkvæmt.
Utanríkisráðuneytið hefur gefið út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk. Í tilkynningu ráðuneytisins segir: Viðhorf gagnvart hinsegin fólki eru á mörgum stöðum í heiminum frábrugðin því sem við eigum að venjast á Íslandi og að alvarlegt bakslag hafi orðið í þeim málum í Evrópu og Bandaríkjunum. Þá segir líka að ráðuneytinu hafi borist þónokkur erindi vegna ferðalaga til Bandaríkjanna. Við ræðum málið við Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarmann í Samtökunum 78.



Létt spjall og lögin við vinnuna.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.