Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
ASÍ sendi á dögunum frá sér tvær skýrslur, annars vegar um vinnumarkaðinn og hins vegar hagspá. Útlitið er frekar dökkt; þrálát verðbólga, kólnun í hagkerfinu og líkur á auknu atvinnuleysi. Þau Róbert Farestveit og Steinunn Bragadóttir hagfræðingar hjá ASÍ fóru yfir ástand og horfur í efnahags- og atvinnumálum.
Staða kirkjunnar í Þýskalandi, samskipti Þýskalands og Bandaríkjanna, og gjörningur Ólafs Elíassonar í nýja þjóðarlistasafninu og ný plata Hildar Guðnadóttur voru umfjöllunarefni Berlínarspjalls með Arthúri Björgvini Bollasyni.
Bifröst er til sölu; fasteignirnar þar meira eða minna; þar sem skólahald á vegum samvinnuhreyfingarinnar hófst 1955. Við rifjuðum upp sögu Bifrastar, hvernig það kom til á sínum tíma að skólinn var fluttur frá Reykjavík upp undir Grábrók. Reynir Ingibjartsson nam á Bifröst á sínum tíma og hefur alla tíð síðan þótt vænt um staðinn.
Tónlist:
Christopher Plummer og Julie Andrews - Something good.
Dionne Warwick - Walk on by.
Sinfóníuhljómsveit Danmerkur - Bathroom Dance.
Tómas R. Einarsson - Sæll og glaður.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í lok síðustu viku voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem bar nafnið Öruggarin hinsegin borgir, sem unnin er af Nordic Safe Cities fyrir Reykjavíkurborg. Þar kemur fram að ein af hverjum tíu athugasemdum um hinsegin málefni á samfélagsmiðlum inniheldur hatursorðræðu. Þar sést allt frá niðrandi athugasemdum til hótana og neteineltis sem getur valdið fólki vanlíðan, dregið fram skaðlegar staðalímyndir og alið á rangfærslum um hinsegin fólk. Reyn Alpha Magnúsdóttir forseti Trans Ísland kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá þessari rannsókn og fór með okkur yfir upplifun sína og fólks í félaginu Trans Ísland.
Við fræddumst svo um nýtt uppistand Pörupilta um EKKO málin; Einelti, kynferðislegt áreiti, kynbundið áreiti og ofbeldi. Pörupiltar eru leikkonurnar Alexía Björg Jóhannesdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir. Í uppástandinu fara þær í fyrirtæki og nálgast þessi erfiðu og vandmeðförnu málefni á gamansaman hátt. Uppistandið er hugsað sem tækifæri til að fræða starfsfólk fyrirtækja um EKKO málin í gegnum húmor. Áður hafa Pörupiltar gert Kynfræðslu Pörupilta sem sýnd var fyrir alla 10. bekkinga sjö ár í röð. Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona og pörupiltur kom í þáttinn í dag.
Á Heilsuvaktinni ræddi Helga Arnardóttir við Hrund Gunnsteinsdóttur, sem hefur verið sendiherra innsæis um árabil eða allt frá því heimildamynd hennar INNSÆI var birt á Netflix árið 2016 og var sýnd um allan heim. Fyrir nokkru sagði hún upp fastri vinnu sinni og seldi einbýlishús sitt, flutti til Berlínar og skrifaði bókina Innsæi sem hefur komið út á mörgum tungumálum og fengið góðar viðtökur. Hrund er einnig leiðtogaþjálfi og stendur nú fyrir námskeiðum þar sem hún kennir fólki að þekkja innsæið sitt og fylgja því í leik og starfi.
Tónlist í þættinum í dag:
Við viljum lifa / Ríó Tríó (L. Alberto, texti Helgi Pétursson)
Clair / Gilbert O’ Sullivan (Gilbert O’ Sullivan)
Way home / Blood Harmony (Örn Eldjárn)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Icelandair sagði í dag upp tæplega fjörutíu starfsmönnum, aðallega á skrifstofum félagsins í hagræðingaraðgerðum. Formaður VR segir áfall að missa vinnuna, ekki síst núna þegar blikur eru á lofti. Félagið haldi vel utan um sitt fólk sem sagt var upp.
Lögregla telur að svikurum, sem náðu hundruðum milljóna út úr Landsbankanum, gefist tóm til að koma fjármunum undan fyrst þeir hafi ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Reykjavíkurborg verður rekin með nærri nítján milljarða afgangi samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs. Borgarstjóri segir rekstur borgarinnar í góðu jafnvægi.
Dómsmálaráðherra hefur rætt alvarlega við ríkislögreglustjóra um stöðu hennar í embætti. Málið er til skoðunar í ráðuneytinu.
Skoðanakannanir benda til þess að Zohran Mamdani, sósíalisti á fertugsaldri, verði næsti borgarstjóri í New York. Búist er við metkjörsókn.
Framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins telur að verðbólga myndi mælast einu prósentustigi minni ef Hagstofan hefði ekki breytt mælingaraðferðum sínum fyrir ári síðan. Hagfræðingur Íslandsbanka bendir á að eftir breytinguna hafi verðbólga mælst minni.
Öryggisráð Súdan, sem er stutt af hernum, ræðir í dag tillögur að vopnahléi í landinu sem Bandaríkin eiga þátt í að setja fram. Borgarastríð hefur staðið í tvö og hálft ár.
Knattspyrnusamband Íslands þarf að huga betur að markaðssetningu fyrir leiki kvennalandsliðsins segir stjórnarmaður.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Þeim sem fara fyrir öryggismálum í landinu er tíðrætt um fjölþáttaógnir sem steðja að Íslandi.
Ógnum sem geta grafið undan lýðræði og innviðum samfélagsins. Ein af þessum ógnum eru erlend afskipti af íslenskri þjóðmálaurmæðu. Að hægt sé með skipulögðum hætti að hafa áhrif á almenningsálit í málum sem varða hagsmuni annarra ríkja. Viðhorf Íslendinga til stríða eða alþjóðasamvinnu svo sem Nato eða Evrópusambandsins.
Við ætlum að ræða við fólk sem hefur miklar áhyggjur af þessu og vinnur við það alla daga að greina og bregðast við slíkum ógnum. Kristján Guy Burgess er alþjóðastjórnmálafræðingur sem hefur fengist við þessi mál meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Afskipti af íslenskri þjóðmálaumræðu er líka höfuðverkur hjá Blaðamannafélagi Íslands þar sem Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður.
Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Þing Norðurlandaráðs var í Stokkhólmi í Svíþjóð í síðustu viku. Þar voru öryggismál Norðurlandanna ofarlega á baugi ásamt stöðu Grænlands, Færeyja og Álandseyja innan norræns samstarfs. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins á Íslandi, var í Stokkhólmi og ætlar að kíkja til okkar í upphafi þáttar.
Samtökin Fuglavernd héldu málþing á dögunum um stöðu votlendis og hvernig votlendi hefur áhrif á fuglalíf. Á Íslandi er að finna fjölmörg ólík votlendi sem eru mismunandi að stærð og sem meðal annars standa undir eða styðja við stofna yfir fimmtíu fuglategunda. Aron Alexander Þorvarðarson, líffræðingur og verkefnastjóri hjá Fuglavernd, segir okkur frá mikilvægi þess að endurheimta og vernda votlendissvæði í heiminum.
Tónlist úr þættinum:
Drake, Nick - Time has told me.
Erhard, Anna - Not Rick.
Geese - Cobra
Lenker, Adrianne - Vampira Empire

Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Krakkakastið fær í heimsókn Rut Guðnadóttur, rithöfund, netskraflara og Friends-sérfræðing. Rut útskýrir hvað orðið prófarkalesari þýðir, malar Friends spurningaþraut, sýnir leyndan hæfileika til að muna texta og segir frá bók um vampírur sem fékk íslensku barnabókaverðlaunin árið 2020.
Viðmælandi: Rut Guðnadóttir
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Tónleikur er þáttur um tónlistarstefnur og tónlistarfræði, tónlistarmenn, tónskáld og tónlistarflytjendur.
Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir
Áður á dagskrá veturinn 2008-2009
Kvartettar eftir systkinin Fanny og Felix Mendelssohn verða fluttir í næsta þætti. Bæði voru þau strax í barnæsku orðin þroskaðir tónlistarmenn, jafnt flytjendur sem tónskáld. Þegar kom fram á unglingsárin var Felix hins vegar hvattur á alla lund og studdur af foreldrum sínum, en Fanny var sagt að nú væri þetta orðið ágætt, og bent á að konu í hennar stöðu sæmdi ekki að vinna fyrir sér sem tónlistarmaður  hún ætti að giftast og verða virðuleg eiginkona. Hún hélt samt áfram tónsmíðunum, en galt þess að tónsmíðanámið varð fremur endasleppt. Umsjón: Ingibjörg Eyþórs dóttir

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Þing Norðurlandaráðs var í Stokkhólmi í Svíþjóð í síðustu viku. Þar voru öryggismál Norðurlandanna ofarlega á baugi ásamt stöðu Grænlands, Færeyja og Álandseyja innan norræns samstarfs. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins á Íslandi, var í Stokkhólmi og ætlar að kíkja til okkar í upphafi þáttar.
Samtökin Fuglavernd héldu málþing á dögunum um stöðu votlendis og hvernig votlendi hefur áhrif á fuglalíf. Á Íslandi er að finna fjölmörg ólík votlendi sem eru mismunandi að stærð og sem meðal annars standa undir eða styðja við stofna yfir fimmtíu fuglategunda. Aron Alexander Þorvarðarson, líffræðingur og verkefnastjóri hjá Fuglavernd, segir okkur frá mikilvægi þess að endurheimta og vernda votlendissvæði í heiminum.
Tónlist úr þættinum:
Drake, Nick - Time has told me.
Erhard, Anna - Not Rick.
Geese - Cobra
Lenker, Adrianne - Vampira Empire

Steinunn Sigurðardóttir les Gunnlaugs sögu ormstungu í hljóðritun frá 1992


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í lok síðustu viku voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem bar nafnið Öruggarin hinsegin borgir, sem unnin er af Nordic Safe Cities fyrir Reykjavíkurborg. Þar kemur fram að ein af hverjum tíu athugasemdum um hinsegin málefni á samfélagsmiðlum inniheldur hatursorðræðu. Þar sést allt frá niðrandi athugasemdum til hótana og neteineltis sem getur valdið fólki vanlíðan, dregið fram skaðlegar staðalímyndir og alið á rangfærslum um hinsegin fólk. Reyn Alpha Magnúsdóttir forseti Trans Ísland kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá þessari rannsókn og fór með okkur yfir upplifun sína og fólks í félaginu Trans Ísland.
Við fræddumst svo um nýtt uppistand Pörupilta um EKKO málin; Einelti, kynferðislegt áreiti, kynbundið áreiti og ofbeldi. Pörupiltar eru leikkonurnar Alexía Björg Jóhannesdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir. Í uppástandinu fara þær í fyrirtæki og nálgast þessi erfiðu og vandmeðförnu málefni á gamansaman hátt. Uppistandið er hugsað sem tækifæri til að fræða starfsfólk fyrirtækja um EKKO málin í gegnum húmor. Áður hafa Pörupiltar gert Kynfræðslu Pörupilta sem sýnd var fyrir alla 10. bekkinga sjö ár í röð. Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona og pörupiltur kom í þáttinn í dag.
Á Heilsuvaktinni ræddi Helga Arnardóttir við Hrund Gunnsteinsdóttur, sem hefur verið sendiherra innsæis um árabil eða allt frá því heimildamynd hennar INNSÆI var birt á Netflix árið 2016 og var sýnd um allan heim. Fyrir nokkru sagði hún upp fastri vinnu sinni og seldi einbýlishús sitt, flutti til Berlínar og skrifaði bókina Innsæi sem hefur komið út á mörgum tungumálum og fengið góðar viðtökur. Hrund er einnig leiðtogaþjálfi og stendur nú fyrir námskeiðum þar sem hún kennir fólki að þekkja innsæið sitt og fylgja því í leik og starfi.
Tónlist í þættinum í dag:
Við viljum lifa / Ríó Tríó (L. Alberto, texti Helgi Pétursson)
Clair / Gilbert O’ Sullivan (Gilbert O’ Sullivan)
Way home / Blood Harmony (Örn Eldjárn)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum Codex Lindesianus, eitt smæsta handrit sem varðveitt er frá Íslandi, skrifað í lok 15. aldar, en það er nú á leið til landsins frá Manchester.
Í gær ræddi fréttastofa við Hildi Ýr Viðarsdóttur, formann stjórnar Húseigendafélagsins sem sagðist óttast að aðgerðir stjórnvalda sem beinast gegn leigusölum muni valda hækkun leiguverðs. Við ræðum málið við Guðmund Hrafn Arngrímsson, formann Samtaka leigjenda á Íslandi.
Kosningar til borgarstjóraembættis New York eru í dag. Talið er að kosningarnar hafi umtalsverð áhrif á hvernig pólitíkin í Bandaríkjunum þróast. Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur sem þekkir vel til í Bandaríkjunum, ræðir þessi mál.
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, og Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, verða gestir okkar í lok þáttar þegar við ræðum vestræna siðmenningu, alþjóðahyggju og Jónas frá Hriflu, en þeir hafa deilt um þessi mál í Viðskiptablaðinu.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Túnfiskur í dós, Traveling Wilburys, B-in þrjú, Himnaríki, og Þriðjudagsþemað var tár og grátur.
Lagalisti þáttarins:
GDRN - Háspenna.
Womack, Bobby - Across 110th street.
BJÖRK - Afi.
Dean, Olivia - So Easy (To Fall In Love).
TRAVELING WILBURYS - Handle With Care.
Of Monsters and Men - Tuna In a Can.
EDWYN COLLINS - A Girl Like You.
Night Tapes - Television (ICELAND AIRWAVES '25).
BRYAN ADAMS - Heaven.
Salka Sól Eyfeld - Úr gulli gerð.
Ásgeir Trausti Einarsson - Smoke.
OASIS - Who Feels Love.
SÍÐAN SKEIN SÓL - Geta pabbar ekki grátið?.
THE CURE - Boys don't cry.
JANIS JOPLIN - Cry baby.
KRUMMI - Frozen teardrops.
PRINCE - When Doves Cry.
OJBA RASTA - Þyngra en tárum taki.
Baggalútur - Grenjað á gresjunni.
GUNS N' ROSES - Don't Cry.
GERRY & THE PACEMAKERS - Don't Let The Sun Catch You Crying.
JACKIE WILSON - Lonely Teardrops.
Supersport! - Gráta smá.
ENSÍMI - Táradalur.
SMOKEY ROBINSON & THE MIRACLES - The Tears Of A Clown.
ERIC CLAPTON - Tears In Heaven.
Daði Freyr Pétursson - Me and you.
Spacestation - Loftið.
Ngonda, Jalen - All About Me.
Tame Impala - Dracula.
Digital Ísland - Eh plan?.
THE PRETENDERS - Don't Get Me Wrong.
BLOC PARTY - Banquet.
INTERPOL - Untitled.
Bríet - Cowboy killer.
BRITNEY SPEARS - Lucky.
RAYE söngkona - WHERE IS MY HUSBAND!.
Vintage Caravan, The - Freedom.
ELTON JOHN - Your Song.
Sycamore tree - Forest Rain.
Police, The - Can't stand losing you.
John Grant - County Fair

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Icelandair sagði í dag upp tæplega fjörutíu starfsmönnum, aðallega á skrifstofum félagsins í hagræðingaraðgerðum. Formaður VR segir áfall að missa vinnuna, ekki síst núna þegar blikur eru á lofti. Félagið haldi vel utan um sitt fólk sem sagt var upp.
Lögregla telur að svikurum, sem náðu hundruðum milljóna út úr Landsbankanum, gefist tóm til að koma fjármunum undan fyrst þeir hafi ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Reykjavíkurborg verður rekin með nærri nítján milljarða afgangi samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs. Borgarstjóri segir rekstur borgarinnar í góðu jafnvægi.
Dómsmálaráðherra hefur rætt alvarlega við ríkislögreglustjóra um stöðu hennar í embætti. Málið er til skoðunar í ráðuneytinu.
Skoðanakannanir benda til þess að Zohran Mamdani, sósíalisti á fertugsaldri, verði næsti borgarstjóri í New York. Búist er við metkjörsókn.
Framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins telur að verðbólga myndi mælast einu prósentustigi minni ef Hagstofan hefði ekki breytt mælingaraðferðum sínum fyrir ári síðan. Hagfræðingur Íslandsbanka bendir á að eftir breytinguna hafi verðbólga mælst minni.
Öryggisráð Súdan, sem er stutt af hernum, ræðir í dag tillögur að vopnahléi í landinu sem Bandaríkin eiga þátt í að setja fram. Borgarastríð hefur staðið í tvö og hálft ár.
Knattspyrnusamband Íslands þarf að huga betur að markaðssetningu fyrir leiki kvennalandsliðsins segir stjórnarmaður.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson