Ertu hér?

3. þáttur

Í þessum þriðja og síðasta þætti Halla og Ásrún til sín aðrar vinkonur á öllum aldri sem segja frá sínum vinkonum og þeirra sambandi. Aristóteles sagði vináttu byggja á sjálfsást. Hver tengist vinkonu sinni eins og sjálfri sér, því vinkonan er í raun annað sjálf.

Viðmælendur/þátttakendur: Anna Guðrún Tómasdóttir. Björg Ákadóttir, Brynhildur Eldjárn, Dagný Kristjánsdóttir, Eva Rún Snorradóttir, Ingveldur Eva Hölludóttir, Kaj Embl Baldurs, Margrét Hergils Owensdóttir, Marta Ákadóttir, Ólöf Árný Antonsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir, Silja Aðalsteinsdóttir, Una Erlín Baldursdóttir og Vilborg Ólafsdóttir.

Frumflutt

20. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Ertu hér?

Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir kynntust árið 1994 þegar þær byrjuðu í Austurbæjarskóla og hafa verið vinkonur síðan þá.

Í þáttaröðinni velta þær fyrir sér hvað „vinkonur“ eiginlega eru og skoða sérstaklega hvernig vináttan fullorðnast.

Þær grafa upp gömul samskipti sín á milli og afhjúpa ýmislegt sem þær ætluðu aldrei segja nokkrum lifandi manni.

Fleiri vinkonur koma líka við sögu.

Þættir

,