Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann í fyrsta sinn á nýju ári og aðalumræðuefnið var Grænland. Ummæli ráðamanna í Bandaríkjunum, í Danmörku og í Evrópu, nýjustu vendingar og sagan voru til umfjöllunar. Sömuleiðis var stuttlega rætt um Venesúela, Íran og Sýrland.
Á næstu vikum hefst niðurrif á fyrstu húsunum sem fjarlægð verða í Grindavík. Búist er við því að niðurrif húsa standi allt þetta ár. Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar í Grindavík var með okkur og ræddi um uppbyggingu bæjarins á ýmsum sviðum og um kosningarnar framundan.
Um daginn – um miðjan desember líklega - nefndum við að þá voru liðin 250 ár frá því að enski rithöfundurinn Jane Austen fæddist. Af því tilefni efndi íslenskur aðdáendaklúbbur hennar til hátíðar; slíkt var gert um allan heim: Jane Austen á sér marga trygga aðdáendur. Við spjölluðum um hana og verkin hennar við Kristínu Lindu Jónsdóttur sem fer fyrir íslenskum Austen-unnendum.
Tónlist:
Åkerblom, Inge-Britt, Wesslin's, Taisto ensemble - Ny lyser solen = The sun is shining.
Diana Krall - Here lies love.

07:30

08:30

Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Lagalistinn:
Tónakvartettin - Kostervalsen.
Kirkjukór Húsavíkur - Á Fljótsheiðinni.
Leikbræður - Dísukvæði.
Fóstbræður - Komdu Til Vestmannaeyja.
Tryggvi Tryggvason og félagar - Ríðum heim til Hóla.
Alfreð Clausen - Stjörnublik.
Blandaður kór Hábæjarkirkju - Vegir skiljast.
Tónasystur - Stjörnublik.
Mannakorn - Á Rauðu Ljósi.
Gísli H. Brynjólfsson - Vals úr Breiðfirðingabúð.
Pálmi Snorrason - Hríseyjarvalsinn.
Sigurður Ólafsson & Tríó Jan Moravek - Á gömlu dönsunum.
Adda Örnólfs og Ólafur Briem - Nótt Í Atlavík.
Ragnar Bjarnason - Lipurtá.
Marguerite Viby - Jeg har elsket dig så længe jeg kan mindes.
STUÐMENN - Í bláum skugga.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við erum flest hver meðvituð um að hugarfarið skiptir miklu máli þegar kemur að líðan en við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því, hversu mikið það hefur að segja um hvað gerist í lífi okkar. Niðurstöður rannsókna í þessum efnum hafa sýnt að það að virkja hugann betur í jákvæðri hugsun til þess að breyta lífinu og ná betri stjórn á hvaða skilaboð við sendum frá okkur. Við rædddum þetta við Hrefnu Guðmundsdóttur, en hún er menntuð í náms- og starfsráðgjöf, stjórnmálafræði og heimspeki og er auk þess jógakennari og markþjálfi.
Katrín Björk Birgisdóttir vakti athygli á síðasta ári fyrir myndbönd þar sem hún sýndi hvernig henni tókst að komast af með nokkur þúsund krónur í vikumatseðil fyrir fjölskylduna. Einnig sagði hún frá markmiðum sínum fyrir árið 2025 en meðal þeirra var að greiða tíu milljónir inn á húsnæðislánið fyrir áramót. Við forvitnuðumst í dag um það hvernig hún fór að þessu og hvernig gekk.
Svo voru það mannlegu samskiptin með Valdimari Þór Svavarssyni. Hann tók upp þráðinn frá því síðast og hélt áfram að tala um það sem fólk sér eftir því að hafa gert, eða ekki gert, þegar það lítur um öxl þegar komið er á lokastöð ævinnar. Það er áhugavert að heyra hverju fólk sér eftir því það getur gefið okkur vísbendingar um það sem skiptir mestu máli í lífinu.
Tónlist í þættinum:
Reyndu aftur / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Ósvikin ást/ Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg)
Þú ert mín / Valdimar Guðmundsson og Helgi Júlíus (Helgi Júlíus Óskarsson)
Moist / PPCX (Chiwon Lee, Jihan Jeon & Kiik)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Dánarfregnir.

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.

Fólk úr ýmsum áttum flytur stuttar hugleiðingar sem tengjast sama umfjöllunarefni.
Uppástand. Þema: Inngilding. Þorvarður Guðmundsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is


Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Um þessar mundir eru liðin 500 ár frá fæðingu tónskáldsins Giovanni Pierluigi da Palestrina. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær hann fæddist, en það var á tímabilinu frá 3. febrúar 1525 til 2. febrúar 1526. Palestrina þykir vera einn af mestu tónsnillingum sögunnar og fremstur í flokki tónskálda endurreisnartímans. Þessi þáttur verður helgaður honum. Auk þess sem sungin verða verk eftir Palestrina verður flutt atriði úr óperunni "Palestrina" sem Hans Pfitzner samdi árið 1917 og byggði á sögnum um tónskáldið.

Einstaklingar héðan og þaðan leika tónlist að eigin vali í þáttaröð frá vetrinum 2013-2014
Einstaklingar héðan og þaðan leika tónlist að eigin vali í þáttaröð frá vetrinum 2013-2014
Frá 26. október 2013, fyrsti vetrardagur
Umsjón: Svava Tómasdóttir

Útvarpsfréttir.

Bein útsending frá veitingu viðurkenninga úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, auk þess sem tilkynnt verður um styrkþega úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs á árinu. Rás 2 veitir Krókinn, verðlaun fyrir framúrskarandi lifandi tónlistarflutning á árinu 2024 og tilkynnt verður um val á orði ársins að mati hlustenda og Stofnunar Árna Magnússonar.
Ávarp flytja Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Kynnir: Halla Harðardóttir.
Bein útsending frá afhendingu menningarviðurkenninga RÚV fimmtudaginn 8. janúar 2025. Veitt verður viðurkenning úr Rithöfundasjóði auk þess sem tilkynnt verður um styrkþega úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs á árinu. Rás 2 veitir Krókinn, verðlaun fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu 2025.
Kynnir: Halla Harðardóttir


Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Nokkur vel valin lög


Dánarfregnir.
Pétur Grétarsson ræðir við Víking Ólafsson um tónlistina og lífið.
Til tals kemur tónlistin á nýrri plötu Víkings - opus 109, og höfundar hennar: Bach, Beethoven og Schubert.
Það er rætt um nýja og gamla tónlist og hvort hægt sé að skilgreina tónlist á þann hátt.
Búddískur hversdagsleiki kemur við sögu og framtíðaráætlanir Víkings, sem lék á 95 tónleikum á síðasta ári. Er það hversdagsleiki sem er ásættanlegur?
Margt fleira ber á góma í spjallinu og tónlistin er eftirfarandi:
Prelúdía úr velstillta píanóinu eftir JSBach
Vivace - fyrsti þáttur sónötu númer 30 op 109 eftir Beethoven.
Moderato - fyrsti þáttur sónötu númer 6 eftir Schubert.
Corrente úr partítu númer 6 eftir JSBach.
Þriðji þáttur úr sónötu númer 30 op 109 eftir Beethoven.
Öll tónlistin hverfist um nótuna E, nema stutt brot úr Poeme Symphonique fyrir 100 taktmæla, sem er utan tóntegunda í hljóðritun frá RMM árið 2013.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is


frá Veðurstofu Íslands

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við erum flest hver meðvituð um að hugarfarið skiptir miklu máli þegar kemur að líðan en við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því, hversu mikið það hefur að segja um hvað gerist í lífi okkar. Niðurstöður rannsókna í þessum efnum hafa sýnt að það að virkja hugann betur í jákvæðri hugsun til þess að breyta lífinu og ná betri stjórn á hvaða skilaboð við sendum frá okkur. Við rædddum þetta við Hrefnu Guðmundsdóttur, en hún er menntuð í náms- og starfsráðgjöf, stjórnmálafræði og heimspeki og er auk þess jógakennari og markþjálfi.
Katrín Björk Birgisdóttir vakti athygli á síðasta ári fyrir myndbönd þar sem hún sýndi hvernig henni tókst að komast af með nokkur þúsund krónur í vikumatseðil fyrir fjölskylduna. Einnig sagði hún frá markmiðum sínum fyrir árið 2025 en meðal þeirra var að greiða tíu milljónir inn á húsnæðislánið fyrir áramót. Við forvitnuðumst í dag um það hvernig hún fór að þessu og hvernig gekk.
Svo voru það mannlegu samskiptin með Valdimari Þór Svavarssyni. Hann tók upp þráðinn frá því síðast og hélt áfram að tala um það sem fólk sér eftir því að hafa gert, eða ekki gert, þegar það lítur um öxl þegar komið er á lokastöð ævinnar. Það er áhugavert að heyra hverju fólk sér eftir því það getur gefið okkur vísbendingar um það sem skiptir mestu máli í lífinu.
Tónlist í þættinum:
Reyndu aftur / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Ósvikin ást/ Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg)
Þú ert mín / Valdimar Guðmundsson og Helgi Júlíus (Helgi Júlíus Óskarsson)
Moist / PPCX (Chiwon Lee, Jihan Jeon & Kiik)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.
Bandaríkin tóku yfir olíuflutningaskipið Marinera sem siglir undir rússneskum fána um það bil 200 kílómetra frá ströndum Íslands í gær. Bandaríkin höfðu veitt skipinu eftirför í rúmar tvær vikur en það var á leið til Venesúela. Rússar höfðu sent herskip sín, þar af einn kafbát, til fylgdar skipinu. Við slóum á þráðinn til Dr. Bjarna Márs Magnússonar hafréttarsérfræðings.
Umræðan um vefverslanir með áfengi hefur verið áberandi á nýju ári. Eigendur áfengisverslunarinnar Sante birtu opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis á dögunum og sökuðu yfirvöld um að bregðast skyldu sinni með því að taka ekki afstöðu til lagalegrar stöðu netverslana með áfengi. Víðir Reynisson formaður nefndarinnar svaraði bréfinu í Morgunútvarpinu á þriðjudag og sagði eðlilegt að dómstólar skeri úr um túlkanir á lögum. Við tókum annan snúning á málinu með Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.
Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðs leikskólans Funaborgar, gagnrýnir skipulagða fáliðun leikskólans en börnin þurfa að vera heima í einn og hálfan dag í hverri viku. Hún kallar eftir aðgerðum af hálfu borgarinnar en foreldrar hafa neyðst til að grípa til sinna ráða og skipta með sér daggæslu fyrir börnin sín, með tilheyrandi raski. En hefur hún fengið einhver viðbrögð frá borginni? Ólöf mætti í Morgunútvarpið.
Michelin-kokkurinn Gunnar Karl Gíslason er að lenda í því þriðja skipti að nafn hans og ímynd sé notuð af svindlsíðum til að auglýsa vörur í hans nafni. Fyrst voru það pönnur, skurðarbretti og annar eldhúsbúnaður og nú er nafn hans notað til að selja hnífa. Við heyrðum í Gunnari Karli.

07:30

08:30

Létt spjall og lögin við vinnuna.

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.



Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.


Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Daníel Jón Baróns Jónsson.


Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.