18:00
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir 22. júlí 2022
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Útvarpsfréttir.

Mörg úkraínsk börn hafa ekki séð feður sína í marga mánuði. Geðlæknir sem vinnur með mannúðarsamtökunum Flottafolk hefur áhyggjur af sálarheill þeirra.

Vonast er til að flutningar á korni og öðrum matvörum frá Úkraínu hefjist á næstu dögum. Fulltrúar Rússa og Úkraínumanna undirrituðu samkomulag um flutningana í dag.

Hún segir þetta hafa verið árás á frelsið, fjölmenningarsamfélagið og fjölbreytnina. Það megi ekki leyfa þeim sjónarmiðum að sigra.

Ellefu ár eru í dag frá hryðjuverkunum í Útey og Osló. Forseti ungra jafnaðarmanna segir hryðjuverkin hafa verið árás á frelsið, fjölmenningarsamfélag og fjölbreytni. Ekki megi leyfa þeim sjónarmiðum að sigra.

Skipuleggjandi fyrstu Druslugöngunnar á Sauðarkróki upplifði þöggun í bænum þegar hún kærði kynferðisbrot. Með göngunni vill hún vinna gegn þöggunarmenningu.

Gleðiganga, lautarferð, og ball með Páli Óskari er meðal þess sem fer fram á Hinseginhátíð Vesturlands um helgina. Skipuleggjandi segir mikilvægt að dreifa boðskap fjölbreytileikans á landsbyggðinni.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 10 mín.
,