
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir flytur.

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Ísland mun hýsa nýja evrópska miðstöð stafrænnar nýsköpunar. Hvað felst í því? Hver eru tækifærin í snjallvæðingu? Sverrir Geirdal, veraðndi forstöðumaður Miðstöðvar snjallvæðingar svaraði þessum spurningum og fleirum á Morgunvaktinni.
Icelandair hagnaðist um hálfan milljarð á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2017 sem félagið skilar hagnaði. Þetta var meðal þess sem Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, ræddi í ferðaspjalli dagsins.
Á hverju sumri dvelur Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, á Hornströndum í nokkrar vikur, og kannar stöðu heimskautarefsins, sem á sér þar friðland. Talsverðar sveiflur geta verið í refastofninum ár frá ári, Ester fór yfir stöðuna í ár.
Tónlist:
Ain't No Sunshine - Bill Withers
Harvest Moon - Neil Young
Lean On Me - Bill Withers
Lyftutónlist - Moses Hightower
Lífsgleði - Moses Hightower
Umsjón: Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Umsjón: Alma Ómarsdóttir
Tæknimaður: Jón Þór Helgason

Útvarpsfréttir.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um alræmt rán og gíslatöku í banka við Norrmalmstorg í miðborg Stokkhólms 1973, sem varð til þess að hugtakið ?Stokkhólms-heilkenni? var fundið upp.

Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, blóm, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir, Gunnar Hansson og Guðmundur Pálsson.
Við heimsækjum veitingastaðinn Sonomatseljur, veitingastað sem staðsettur er í Norræna húsinu og sérhæfir sig í dýrindis grænmetisréttum. Fyrir utan húsið eru gróðurhús og alls kyns ræktun og hún Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir tekur á móti okkur
Litla tónlistarhornið verður á dagskrá og gestur hornsins engin annar en Sigfús Óttarsson trommuleikari eða Fúsi Óttars og sem dæmi um nokkrar hljómsveitir sem Fúsi hefur leikið með, Baraflokkurinn,Rikshaw,Skriðjöklar, Stjórnin, Brimkló,Jagúar ofl.
Fugl dagsins og blóm verða líka á sínum stað.

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.

Umsjón hefur Ársæll Már Arnarsson prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.
Verðbólgan er komin í rétt tæp tíu prósent og hefur ekki verið meiri í nær þrettán ár. Forseti ASÍ óttast að fara inní haustið með svo háar tölur og nú verði stjórnvöld að beita sér til að milda höggið á þá sem standi veikt.
Rússar og Úkraínumenn hafa komist að samkomulagi um útflutning á korni frá úkraínskum höfnum. Það verður undirritað í Istanbúl eftir hádegi.
Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna mikils mönnunarvanda á gjörgæslu. Biðlað er til hjúkrunarfræðinga utan spítalans að koma til vinnu.
Formaður skipulags- og mannvirkjanefndar í Hveragerði segir að Hamarshöllin sem eyðilagðist í vetur hafi verið tifandi tímasprengja. Skýrsla sýnir að húsið var veikbyggðara en talið var.
Lögregla varð að skakka leikinn þegar uppúr sauð milli leikmanna Breiðabliks og svartfellska liðsins Buducnost Podgorica í gærkvöldi. Stuðningsmaður Breiðabliks segist aldrei hafa séð aðra eins hegðun á knattspyrnuvelli.
Strandveiðisjómaður á Raufarhöfn segir að með núverandi fyrirkomulagi strandveiða sé verið að taka aflaheimildir frá Norður- og Austurlandi og flytja þær á Vestfirði.
Menntamálaráðherra hyggst grípa til bráðaaðgerða vegna þungrar stöðu í iðnnámi. Mörg hundruð umsækjendum er vísað frá árlega.
Bæjarhátíðir verða haldnar víða um land um helgina og þar verða matur og tónlist í fyrirrúmi.
HM í frjálsum íþróttum hélt áfram í nótt. Shericka Jackson hljóp á næst besta tíma sögunnar í 200 metra hlaupi þegar hún sótti gull og setti meistaramótsmet.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Hitabylgjurnar sem hafa geisað í Evrópu í sumar hafa kostað þúsundir lífið, brennt heimli fólks, garða, skóga, tún og hæðir. Heilu bæjarfélögin hafa verið rýmd af fólki og dýrum til að bjarga lífi þeirra. Hitinn fór upp í 40 til 43 gráður sumsstaðar í Evrópu í júní, mest þá í Frakklandi, þar sem fjöldi hitameta féllu. Önnur bylgja skall svo á Evrópu um miðjan júlí og hún er enn í gangi, sem teygði sig lengra til norðurs en sú fyrri, alla leið til Danmerkur og Bretlands, en hitinn í London fór yfir 40 gráður í fyrsta sinn í sögunni. Í Þetta helst í dag fer ég yfir hitann í álfunni okkar og reyni að skyggnast inn í framtíðina með Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, sem hefur í nægu að snúast þessa dagana. Hann segir viðbrögð alþjóðavísindasamfélagsins við þessum bylgjum ólík því sem hefur oft verið áður, greiningar eru seinni á ferðinni en venjulega, sem hann telur að bendi til þess að fólk sé að klóra sér í hausnum yfir örsökunum.

Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson segir hlustendum frá hljóðrás ævi sinnar og leikur tónlistina úr eigin lífi.
Umsjón: Ragnar Kjartansson.
Umsjón: Tómas Guðbjartsson, læknir.

Útvarpsfréttir.

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til að mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.
Í nýrri þáttaröð af Glans fjöllum við um: Trefjar, garn eða hverja einingu sem hægt er að gera úr efni og einnig hina fullsköpuðu afurð - það er að segja; textíl.
Í þessum fyrsta þætti seríunnar skoðum við sögu textíls og hannyrða hér á landi - frá því þá þar til nú.
Hvaða hannyrðir eru algengastar nú á dögum? Hverjir eru að prjóna, sauma, hekla í dag? Hver er tilgangurinn með hannyrðum og hvert er hlutverk þeirra? Hvernig hefur það breyst í gegnum tíðina?
Umsjónarmaður: Katrín Ásmundsdóttir

Útvarpsfréttir.

Blanda er þemað í þessum þætti. Það má blanda ýmsu saman og blöndur er víða að finna í lífi hvers manns. Við fáum áfenga blöndu af humlum og geri á Ísafirði, blöndum krem og smyrsl í Hafnarfirði og svo er það sjálf Blanda sem rennur út í hafið. Allt þetta skoðum við í þessum síðasta þætti vertíðarinnar. Inslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir.
Umsjón: Dagur Gunnarsson
Í þessum þriðja sumarþætti Sagna af landi rifjum við upp sögur af ungu fólki. Anna Þorbjörg Jónasdóttir fór í göngutúr með Heklu Sólveigu Magnúsdóttur, unglingi á Akureyri, sem er í hljómsveitinni Brenndu bananarnir. Þá höldum við vestur á Ísafjörð þar sem systurnar Hanin og Yaqeen Al-Saedi sækja nám við menntaskólann. Þær eru frá Írak og fluttu til landsins í hópi flóttafólks eftir að pabba þeirra hafði verið rænt. Og að lokum rifjum við upp viðtal Óðins Svans Óðinssonar við Anton Lína Hreiðarsson, tónlistarmann, sem hefur þrátt fyrir ungan aldur orðið fyrir fleiri áföllum en margir verða fyrir á allri sinni ævi.
Efni í þáttinn unnu: Anna Þorbjörg Jónasdóttir, Halla Ólafsdóttir og Óðinn Svan Óðinsson.
Umsjón: Halla Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Plata vikunnar er Lummur um land allt, seinni platan með Lummunum.
Umsjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.

Útvarpsfréttir.

Ódysseifur, Eyðilandið og þriðji áratugurinn í bókmenntum.
Á þessu ári er öld liðin síðan tvö af helstu verkum módernismans komu út, Ulysses eða Ódysseifur eftir írska rithöfundinn James Joyce og Wasteland eða Eyðilandið eftir bandarísk-breska skáldið T.S. Eliot. Í þessari fimm þátta röð er ætlunin að varpa ljósi á þessi verk, áhrif þeirra en ekki síður tímann sem þau eru sprottin úr, menningarlegt og fagurfræðilegt umhverfi þeirra og sömuleiðis samfélagslegar og sögulegar aðstæður skömmu eftir lok fyrri heimsstyrjaldar á þriðja áratugnum.
Umsjón: Ástráður Eysteinsson og Þröstur Helgason.
Í þessum fjóra þætti eru skoðuð önnur framsækin og áhrifamikil verk sem komu út á þriðja áratugnum, einkum Berlin Alexanderplatz eftir Aldred Döblin, Der Mann ohne Eigenschaften eftir Robert Musil, Töfrafjallið eftir Thomas Mann og valdar skáldsögur Virginiu Woolf frá þriðja áratugnum. Viðmælendur í þættinum eru Gauti Kristmannsson og Soffía Auður Birgisdóttir.
Umsjón: Ástráður Eysteinsson og Þröstur Helgason.

Fréttir
Útvarpsfréttir.
Mörg úkraínsk börn hafa ekki séð feður sína í marga mánuði. Geðlæknir sem vinnur með mannúðarsamtökunum Flottafolk hefur áhyggjur af sálarheill þeirra.
Vonast er til að flutningar á korni og öðrum matvörum frá Úkraínu hefjist á næstu dögum. Fulltrúar Rússa og Úkraínumanna undirrituðu samkomulag um flutningana í dag.
Hún segir þetta hafa verið árás á frelsið, fjölmenningarsamfélagið og fjölbreytnina. Það megi ekki leyfa þeim sjónarmiðum að sigra.
Ellefu ár eru í dag frá hryðjuverkunum í Útey og Osló. Forseti ungra jafnaðarmanna segir hryðjuverkin hafa verið árás á frelsið, fjölmenningarsamfélag og fjölbreytni. Ekki megi leyfa þeim sjónarmiðum að sigra.
Skipuleggjandi fyrstu Druslugöngunnar á Sauðarkróki upplifði þöggun í bænum þegar hún kærði kynferðisbrot. Með göngunni vill hún vinna gegn þöggunarmenningu.
Gleðiganga, lautarferð, og ball með Páli Óskari er meðal þess sem fer fram á Hinseginhátíð Vesturlands um helgina. Skipuleggjandi segir mikilvægt að dreifa boðskap fjölbreytileikans á landsbyggðinni.

Brot úr Morgunvaktinni.

Guðrún Svava Svavarsdóttir og Þorsteinn frá Hamri flytja.
Frásagnir af villudyrum sem óvænt opnast í vegg og heilla fólk til sín.

Veðurstofa Íslands.

Dánarfregnir.

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fjallað um bresku söngkonuna, píanistann og lagasmiðinn Christine Anne Perfect sem byrjaði í blúsrokksveitinni Chicken Shack árið 1967 og gekk í Fleetwood Mac árið 1971. Þá hafði hún verið gift bassaleikara sveitarinnar, John McVie, í þrjú ár og tekið upp ættarnafn hans. Leikin eru lög sem hún samdi meðan hún var í Chicken Shack og á fyrstu árunum eftir að hún gekk í Fleetwood Mac.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Lofthelgin býður hlustendum að fljóta frjálslega í tíma og rúmi á lignu hafi hughrifatónlistar. Frá endurómi fortíðar til nýjustu strauma 21. aldarinnar leitum við heimshornanna á milli að réttri stemningu og andrúmslofti til að leiða hlustandann á ný mið andans. Út fyrir endimörk algleymis.
Umsjón er í höndum Friðriks Margrétar-Guðmundsson.

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, blóm, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir, Gunnar Hansson og Guðmundur Pálsson.
Við heimsækjum veitingastaðinn Sonomatseljur, veitingastað sem staðsettur er í Norræna húsinu og sérhæfir sig í dýrindis grænmetisréttum. Fyrir utan húsið eru gróðurhús og alls kyns ræktun og hún Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir tekur á móti okkur
Litla tónlistarhornið verður á dagskrá og gestur hornsins engin annar en Sigfús Óttarsson trommuleikari eða Fúsi Óttars og sem dæmi um nokkrar hljómsveitir sem Fúsi hefur leikið með, Baraflokkurinn,Rikshaw,Skriðjöklar, Stjórnin, Brimkló,Jagúar ofl.
Fugl dagsins og blóm verða líka á sínum stað.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson segir hlustendum frá hljóðrás ævi sinnar og leikur tónlistina úr eigin lífi.
Umsjón: Ragnar Kjartansson.
Umsjón: Tómas Guðbjartsson, læknir.

Ódysseifur, Eyðilandið og þriðji áratugurinn í bókmenntum.
Á þessu ári er öld liðin síðan tvö af helstu verkum módernismans komu út, Ulysses eða Ódysseifur eftir írska rithöfundinn James Joyce og Wasteland eða Eyðilandið eftir bandarísk-breska skáldið T.S. Eliot. Í þessari fimm þátta röð er ætlunin að varpa ljósi á þessi verk, áhrif þeirra en ekki síður tímann sem þau eru sprottin úr, menningarlegt og fagurfræðilegt umhverfi þeirra og sömuleiðis samfélagslegar og sögulegar aðstæður skömmu eftir lok fyrri heimsstyrjaldar á þriðja áratugnum.
Umsjón: Ástráður Eysteinsson og Þröstur Helgason.
Í þessum fjóra þætti eru skoðuð önnur framsækin og áhrifamikil verk sem komu út á þriðja áratugnum, einkum Berlin Alexanderplatz eftir Aldred Döblin, Der Mann ohne Eigenschaften eftir Robert Musil, Töfrafjallið eftir Thomas Mann og valdar skáldsögur Virginiu Woolf frá þriðja áratugnum. Viðmælendur í þættinum eru Gauti Kristmannsson og Soffía Auður Birgisdóttir.
Umsjón: Ástráður Eysteinsson og Þröstur Helgason.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Hitabylgjurnar sem hafa geisað í Evrópu í sumar hafa kostað þúsundir lífið, brennt heimli fólks, garða, skóga, tún og hæðir. Heilu bæjarfélögin hafa verið rýmd af fólki og dýrum til að bjarga lífi þeirra. Hitinn fór upp í 40 til 43 gráður sumsstaðar í Evrópu í júní, mest þá í Frakklandi, þar sem fjöldi hitameta féllu. Önnur bylgja skall svo á Evrópu um miðjan júlí og hún er enn í gangi, sem teygði sig lengra til norðurs en sú fyrri, alla leið til Danmerkur og Bretlands, en hitinn í London fór yfir 40 gráður í fyrsta sinn í sögunni. Í Þetta helst í dag fer ég yfir hitann í álfunni okkar og reyni að skyggnast inn í framtíðina með Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, sem hefur í nægu að snúast þessa dagana. Hann segir viðbrögð alþjóðavísindasamfélagsins við þessum bylgjum ólík því sem hefur oft verið áður, greiningar eru seinni á ferðinni en venjulega, sem hann telur að bendi til þess að fólk sé að klóra sér í hausnum yfir örsökunum.

Útvarpsfréttir.

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Umsjón: Rúnar Róbertsson og Felix Bergsson
Hátíðin Eldur í Húnaþingi er haldin nú um helgina á Hvammstanga. Felix fór á staðinn í gær í blíðskaparveðri, hitti heimamenn og tók framkvæmdastjóra hátíðarinnar Þórunni Ýr Elíasdóttur tali áður en tónlistarhátíðin Melló Musica hófst í Félagsheimilinu.
Í dag, um korter í fjögur, ætlar Sigurgeir Svanbergsson að synda frá Vestmannaeyjum yfir til Landeyjasanda til styrktar Barnaheillum - Save the Children á Íslandi. Ef afrekið tekst verður hann sjötti einstaklingurinn sem þreytt hefur sundið svo vitað sé til. Sigurgeir safnar áheitum fyrir Barnaheill og mun allt safnað fé renna til stuðnings börnum sem búa á átakasvæðum. Sigurgeir hefur vaktað veðrið og hafstrauma undanfarna daga og er orðið ljóst að hann leggur af stað frá Eiðinu í dag. Sundleiðin er rúmlega 12 km og stefnir hann á að vera kominn í land á Landeyjarsöndum kl. 9/10 í kvöld ef allt gengur upp skv. áætlun. Við hringdum í Sigurgeir.
Hinseginhátíð Vesturlands sem fer fram nú um helgina í Snæfellsbæ. Þetta er önnur hátíð félagsins en fyrsta Hinseginhátíð Vesturlands var haldin í Borgarnesi í fyrra með miklum glæsibrag. Hinseginhátíðin er farandhátíð sem flakkar á milli sveitarfélaganna á Vesturlandi til að auka sýnileika hinsegin fólks um allan landshlutann. Hápunktur helgarinnar er gleðiganga í Ólafsvík sem verður á morgun kl 14:00. Alexander Aron Guðjónsson, stjórnarmeðlimur í Hinsegin Vesturlandi var á línunni.
Framkvæmdir hafa staðið við nýtt hótel við Lækjargötu í Reykjavík í nokkur ár með tilheyrandi raski og óþægindum fyrir gangandi og akandi umferð. En nú sér fyrir endann á. Búið er að rífa niður skjólgirðingar sem girtu af byggingasvæði og hótelið opnar brátt. Gamla hvíta húsið við hliðina, sem byggt er 1877, verður hluti af nýju Hótel Reykjavík Sögu en þar verður meðal annars sýningarrými fyrir þá muni sem fundust við uppgröftinn í grunni hótelsins. En hvenær á að opna, hvernig verður aðstaðan og hvernig lítur hótelbransinn út núna eftir faraldurinn? Við fengum framkvæmdastjóra Íslandshótela, Davíð Torfa Ólafsson, til okkar.
Næstu föstudaga fáum við lífskúnstnerinn, hárgreiðslumeistarann og Eyjamanninn Óla Bogga Heiðarsson til að koma til okkar í lok þáttar og fara aðeins yfir það sem er að gerast hjá landanum í mannlífi, menningu og mat.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Umsjón: Alma Ómarsdóttir
Tæknimaður: Jón Þór Helgason

Útvarpsfréttir.

Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Lagalisti:
Una Torfadóttir - En
INXS - Need you tonight
Jamiroquai - Seven days in sunny june
Dolly Parton - Here you come again
Emmsjé Gauti - Hvað er að frétta?
Adele - Oh my god
Rihanna - Needed me
Queen - Save me
Birgir Hansen - Poki
Tears for fears - Everybody wants to rule the world
Bubbi og Katrín halldóra - Án þín
Janelle Monae - Make me feel
Prins Póló - Málning þornar
Kusk og Óviti - Elsku vinur
Maneskin - Beggin
Celeste - Love is back
One Republic - I ain't worried
Chicago - Saturday in the park
Vök - Illuminating
Frank Ocean - Lost
Flott - Boltinn hjá mér
Trúbrot - Ég veit að þú kemur
Quarashi - Mr. Jinx
Hjaltalín - 7 years
Bastille - Shut off the lights
Írafár - Ég sjálf
Paolo Nutini - Trough the echoes
Á móti sól - Höldum áfram
Harry Styles - Late night talking
Peter Björn & John - Young folks
George Michael - Faith
Beyoncé ft. Jay-Z - Crazy in love
Outkast - Hey Ya!
Britney Spears - Baby one more time
Justin Timberlake - Cry me a river
Mumford and sons - The Cave
Sálin hans jóns míns - Aldrei liðið betur
Þórunn Antonía - Out of touch
Jamie xx - I know there's gonna be good times
Mitski - Stay soft
Tove Lo - No one dies from love
Svala - Bones
The Blue Boy - Remember me
Scarlet Pleasure - What a life
Jet black joe - Starlight
Umsjón: Atli Már Steinarsson

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Verðbólgan er komin í rétt tæp tíu prósent og hefur ekki verið meiri í nær þrettán ár. Forseti ASÍ óttast að fara inní haustið með svo háar tölur og nú verði stjórnvöld að beita sér til að milda höggið á þá sem standi veikt.
Rússar og Úkraínumenn hafa komist að samkomulagi um útflutning á korni frá úkraínskum höfnum. Það verður undirritað í Istanbúl eftir hádegi.
Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna mikils mönnunarvanda á gjörgæslu. Biðlað er til hjúkrunarfræðinga utan spítalans að koma til vinnu.
Formaður skipulags- og mannvirkjanefndar í Hveragerði segir að Hamarshöllin sem eyðilagðist í vetur hafi verið tifandi tímasprengja. Skýrsla sýnir að húsið var veikbyggðara en talið var.
Lögregla varð að skakka leikinn þegar uppúr sauð milli leikmanna Breiðabliks og svartfellska liðsins Buducnost Podgorica í gærkvöldi. Stuðningsmaður Breiðabliks segist aldrei hafa séð aðra eins hegðun á knattspyrnuvelli.
Strandveiðisjómaður á Raufarhöfn segir að með núverandi fyrirkomulagi strandveiða sé verið að taka aflaheimildir frá Norður- og Austurlandi og flytja þær á Vestfirði.
Menntamálaráðherra hyggst grípa til bráðaaðgerða vegna þungrar stöðu í iðnnámi. Mörg hundruð umsækjendum er vísað frá árlega.
Bæjarhátíðir verða haldnar víða um land um helgina og þar verða matur og tónlist í fyrirrúmi.
HM í frjálsum íþróttum hélt áfram í nótt. Shericka Jackson hljóp á næst besta tíma sögunnar í 200 metra hlaupi þegar hún sótti gull og setti meistaramótsmet.

Friðrik Ómar og Siggi Gunnars eru húsverðir í Félagsheimili allra landsmanna á Rás 2 eftir hádegisfréttir, alla laugardaga. Frábær tónlist, góðir gestir, uppákomur og hlustendur um land allt. Það er ekkert aldurstakmark og öll eru velkomin í Félagsheimilið á Rás 2.
Friðrik Ómar og Siggi Gunnars eru húsverðir í Félagsheimili allra landsmanna á Rás 2 eftir hádegisfréttir, alla föstudaga í sumar. Helgin byrjar með þeim félögum.
Aðal gestur dagsins var Eiríkur Hauksson sem svaraði 22 spurningum sem enginn vill fá.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Mikið hefur nýverið verið rætt um mögulegt bakslag sem sé að eiga sér stað í baráttu hinsegin fólks. Færst hefur í aukana að gelt sé í átt að hinsegin ungmennum, trans fólk lýsir ofsóknum og embættismenn í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vilja til að taka réttindi hinsegin fólks til baka að einhverju leyti. Nú eru hinsegin dagar í Reykjavík á næsta leyti, árleg hátíð þar sem fjölbreytileikanum er fagnað, og ekki allir sammála um útfærslu á henni að þessu sinni. Íris Ellenberger sagnfræðingur tvítaði um það á dögunum að hún vilji minna af ást er ást og meira "brennum rasíska ableíska sísheterósexíska feðraveldið til grunna" á hátíðinni í ár. Íris kíkir við.
Í sumar höfum við fylgst með ættingjum, vinum, kunningjum og vinum vina Klöru, sjö ára stúlku sem slasaðist alvarlega í fyrra þegar hoppukastali tókst á loft við Skautahöllina á Akureyri. Þessi góði hópur fólks sem samanstendur af ósköp venjulegu fólki eins og okkur, það er að segja fólki sem hefur hingað til ekki flokkað sig sem afreksíþróttafólk, hefur verið að spreyta sig á Landvættum þar sem þarf að gönguskíða, synda, hjóla og hlaupa allt til styrktar Klöru og fjölskyldu hennar. Nú er komið að síðustu þrautinni um helgina og við ætlum að heyra í Auðbjörgu Björnsdóttur einni þeirra sem stofnaði styrktarsíðuna Áfram Klara og fá vita hvernig gangi að undirbúa sig fyrir átökin um helgina
Tónlistarkonan og gleðipinninn Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur tjáð sig opinskátt um glímu sína við heilbrigðiskerfið á árinu vegna veikinda sem hrjáðu hana fyrr í sumar. Hún er blessunarlega risin upp úr veikindunum og ætlar að halda uppi stuðinu á skemmtistaðnum Paddy's í Keflavík annað kvöld, ásamt Helgu Margréti Agnarsdóttur, þar sem þær munu leyfa nærstöddum að þenja raddböndin í partí-karókí. Þórunn Antonía lítur við.
Bræðslan, tónlistarhátíð á Borgarfirði eystra verður haldin núna um helgina. Hátíðin sem er löngu buin að festa sig í sessi var í fyrsta sinn haldin árið 2005 en hún er framtak Borgfirðinga sem eru áhugasamir um tónlist og viðburði. Borgarfjörður eystri er án efa einn af fallegustu stöðum landsins og þegar Bræðslan er haldin þá myndast þar einstök stemning sem er töfrum líkust. Við ætlum að heyra í Magna Ásgeirssyni á eftir og spyrja hann út í hátíðina í ár.
Reykjavíkurdætur eru að henda út nýju lagi í dag og við ætlum að frumflytja það hér á Rás 2 á eftir. Hingað til okkar koma þær Salka Valsdóttir og Steinunn Jónsdóttir í brjáluðum sumargír og vopnaðar nýja laginu.
Á þessum degi fyrir ellefu árum héldu nokkur norsk ungmenni í ungliðahreyfingu

Útvarpsfréttir.

Fréttir
Útvarpsfréttir.
Mörg úkraínsk börn hafa ekki séð feður sína í marga mánuði. Geðlæknir sem vinnur með mannúðarsamtökunum Flottafolk hefur áhyggjur af sálarheill þeirra.
Vonast er til að flutningar á korni og öðrum matvörum frá Úkraínu hefjist á næstu dögum. Fulltrúar Rússa og Úkraínumanna undirrituðu samkomulag um flutningana í dag.
Hún segir þetta hafa verið árás á frelsið, fjölmenningarsamfélagið og fjölbreytnina. Það megi ekki leyfa þeim sjónarmiðum að sigra.
Ellefu ár eru í dag frá hryðjuverkunum í Útey og Osló. Forseti ungra jafnaðarmanna segir hryðjuverkin hafa verið árás á frelsið, fjölmenningarsamfélag og fjölbreytni. Ekki megi leyfa þeim sjónarmiðum að sigra.
Skipuleggjandi fyrstu Druslugöngunnar á Sauðarkróki upplifði þöggun í bænum þegar hún kærði kynferðisbrot. Með göngunni vill hún vinna gegn þöggunarmenningu.
Gleðiganga, lautarferð, og ball með Páli Óskari er meðal þess sem fer fram á Hinseginhátíð Vesturlands um helgina. Skipuleggjandi segir mikilvægt að dreifa boðskap fjölbreytileikans á landsbyggðinni.

Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.

Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft að tala og syngja og maður á að hlusta hátt.
Umsjón: Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson
I Know You Sleep - Bang Gang
Suddenly I See - KT Tunstall
Groovejet - Spiller
My Favourite Game - The Cardigans
AM To PM - Christina Milian
Bohemian Like You - The Dandy Warhols
Smile - Vitamin C
Kokaloca - Dr. Mister & Mr. Handsome
The Middle - Jimmy Eat World
Survivor - Destiny?s Child
Out Of Reach - Gabrielle
You Know My Name - Chris Cornell
Fuck The Pain Away - Peaches
About You Now - Sugababes
First Date - Blink-182
Add This Song - GusGus
Farewell To The Fairground - White Lies
Cry For You - September
Smile - Lily Allen
Lose Yourself - Eminem
Morning After Dark - Timbaland & Nelly Furtado
Here It Goes Again - OK Go
Toxic - Britney Spears
Dance Wiv Me - Dizzie Rascal
I Bet You Look Good On The Dancefloor - Arctic Monkeys
We Are Your Friends - Justice
Jenny From The Block - Jennifer Lopez
Rock & Roll Queen - The Subways
Freestyler - Bomfunk MC?s
Sensual Seduction - Snoop Dogg