06:50
Morgunvaktin
Snjallvæðing, ferðaspjall og heimskautarefurinn
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Ísland mun hýsa nýja evrópska miðstöð stafrænnar nýsköpunar. Hvað felst í því? Hver eru tækifærin í snjallvæðingu? Sverrir Geirdal, veraðndi forstöðumaður Miðstöðvar snjallvæðingar svaraði þessum spurningum og fleirum á Morgunvaktinni.

Icelandair hagnaðist um hálfan milljarð á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2017 sem félagið skilar hagnaði. Þetta var meðal þess sem Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, ræddi í ferðaspjalli dagsins.

Á hverju sumri dvelur Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, á Hornströndum í nokkrar vikur, og kannar stöðu heimskautarefsins, sem á sér þar friðland. Talsverðar sveiflur geta verið í refastofninum ár frá ári, Ester fór yfir stöðuna í ár.

Tónlist:

Ain't No Sunshine - Bill Withers

Harvest Moon - Neil Young

Lean On Me - Bill Withers

Lyftutónlist - Moses Hightower

Lífsgleði - Moses Hightower

Umsjón: Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,