17:03
Óróapúls 1922
Fjórði þáttur
Óróapúls 1922

Ódysseifur, Eyðilandið og þriðji áratugurinn í bókmenntum.

Á þessu ári er öld liðin síðan tvö af helstu verkum módernismans komu út, Ulysses eða Ódysseifur eftir írska rithöfundinn James Joyce og Wasteland eða Eyðilandið eftir bandarísk-breska skáldið T.S. Eliot. Í þessari fimm þátta röð er ætlunin að varpa ljósi á þessi verk, áhrif þeirra en ekki síður tímann sem þau eru sprottin úr, menningarlegt og fagurfræðilegt umhverfi þeirra og sömuleiðis samfélagslegar og sögulegar aðstæður skömmu eftir lok fyrri heimsstyrjaldar á þriðja áratugnum.

Umsjón: Ástráður Eysteinsson og Þröstur Helgason.

Í þessum fjóra þætti eru skoðuð önnur framsækin og áhrifamikil verk sem komu út á þriðja áratugnum, einkum Berlin Alexanderplatz eftir Aldred Döblin, Der Mann ohne Eigenschaften eftir Robert Musil, Töfrafjallið eftir Thomas Mann og valdar skáldsögur Virginiu Woolf frá þriðja áratugnum. Viðmælendur í þættinum eru Gauti Kristmannsson og Soffía Auður Birgisdóttir.

Umsjón: Ástráður Eysteinsson og Þröstur Helgason.

Var aðgengilegt til 22. júlí 2023.
Lengd: 40 mín.
e
Endurflutt.
,