20:35
Sumarmál
Sonomatseljur, Fúsi Óttars, fugl og blóm
Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, blóm, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir, Gunnar Hansson og Guðmundur Pálsson.

Við heimsækjum veitingastaðinn Sonomatseljur, veitingastað sem staðsettur er í Norræna húsinu og sérhæfir sig í dýrindis grænmetisréttum. Fyrir utan húsið eru gróðurhús og alls kyns ræktun og hún Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir tekur á móti okkur

Litla tónlistarhornið verður á dagskrá og gestur hornsins engin annar en Sigfús Óttarsson trommuleikari eða Fúsi Óttars og sem dæmi um nokkrar hljómsveitir sem Fúsi hefur leikið með, Baraflokkurinn,Rikshaw,Skriðjöklar, Stjórnin, Brimkló,Jagúar ofl.

Fugl dagsins og blóm verða líka á sínum stað.

Var aðgengilegt til 22. júlí 2023.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,