14:03
Glans
TEXTÍLL: hannyrði
Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til að mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.

Í nýrri þáttaröð af Glans fjöllum við um: Trefjar, garn eða hverja einingu sem hægt er að gera úr efni og einnig hina fullsköpuðu afurð - það er að segja; textíl.

Í þessum fyrsta þætti seríunnar skoðum við sögu textíls og hannyrða hér á landi - frá því þá þar til nú.

Hvaða hannyrðir eru algengastar nú á dögum? Hverjir eru að prjóna, sauma, hekla í dag? Hver er tilgangurinn með hannyrðum og hvert er hlutverk þeirra? Hvernig hefur það breyst í gegnum tíðina?

Umsjónarmaður: Katrín Ásmundsdóttir

Var aðgengilegt til 22. júlí 2023.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,