13:00
Samfélagið
Hringborð norðurslóða, 40 ára afmæli Nordjobb og götuheiti í Reykjavík
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Aðalfundur þings Arctic Circle hófst nú í hádeginu á stóra sviðinu í Silfurbergi í Hörpu.

Yfir 2.000 þátttakendur frá nær 70 löndum taka þátt og ræða þar málefni norðurslóða. Meðal þátttakenda eru ráðherrar og leiðtogar frá fjölmörgum löndum, stjórnendur vísindastofnana og alþjóðlegra fyrirtækja, auk fulltrúa loftslagssamtaka og frumbyggja á Norðurslóðum. Matthildur María Rafnsdóttir, samskiptastjóri Arctic Circle, ræðir við okkur um viðhorf stórvelda til norðurslóða.

Nordjobb hefur í fjóra áratugi aðstoðað ungt fólk á Norðurlöndunum við að finna sér starf, sækja sér nýja reynslu og upplifa það að búa í öðru Norrænu landi. Elva Dögg Sigurðardóttir, verkefnastjóri Nordjobb á Íslandi, ætar að koma til okkar og segja okkur allt um Nordjobb.

Umhverfis- og skipulagsráð hefur fallið frá götuheitinu Fífilsgata í Reykjavík og samþykkt tillögu götunafnanefndar um að hún verði framlenging af götunni Hlíðarfæti. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson vakti athygli á ákvörðuninni á Facebook-reikningi sínum og kallaði hana örnefnaklám. Stefán ætlar að kíkja til okkar og spjalla við okkur um götuheiti í Reykjavík.

Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.

Tónlist þáttarins:

YLJA - Á rauðum sandi

R.E.M - All they Way to Reno

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir - Dalvísa

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,