07:03
Morgunvaktin
Heimsglugginn, Sundabraut og smábátasjómenn
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Afsögn formanns Miðflokksins í Svíþjóð var aðalmálið á dagskrá - Anna-Karin Hatt var nýtekin við embætti þegar hún sagði af sér vegna hótana og pólitískrar orðræðu.

Umhverfismat Sundabrautar er nú til kynningar í gátt Skipulagsstofnunar. Fólk getur gert athugasemdir. Sex voru komnar í morgun. Þetta er framkvæmd af stærra taginu og á að breyta miklu fyrir samgöngur inn og út úr höfuðborginni. Við ræddum um hana og tímalínuna við Helgu Jónu Jónasdóttur sem sér um verkefnið fyrir hönd Vegagerðarinnar.

Trillukallar þinga á Grand hóteli í Reykjavík í dag og á morgun. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, kom í morgunkaffi og rabbaði um málefni stéttarinnar.

Tónlist:

Ómar Ragnarsson - Landgrunnið allt.

Kristján Kristjánsson Tónlistarm. - Grand hótel.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,