Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
ASÍ sendi á dögunum frá sér tvær skýrslur, annars vegar um vinnumarkaðinn og hins vegar hagspá. Útlitið er frekar dökkt; þrálát verðbólga, kólnun í hagkerfinu og líkur á auknu atvinnuleysi. Þau Róbert Farestveit og Steinunn Bragadóttir hagfræðingar hjá ASÍ fóru yfir ástand og horfur í efnahags- og atvinnumálum.
Staða kirkjunnar í Þýskalandi, samskipti Þýskalands og Bandaríkjanna, og gjörningur Ólafs Elíassonar í nýja þjóðarlistasafninu og ný plata Hildar Guðnadóttur voru umfjöllunarefni Berlínarspjalls með Arthúri Björgvini Bollasyni.
Bifröst er til sölu; fasteignirnar þar meira eða minna; þar sem skólahald á vegum samvinnuhreyfingarinnar hófst 1955. Við rifjuðum upp sögu Bifrastar, hvernig það kom til á sínum tíma að skólinn var fluttur frá Reykjavík upp undir Grábrók. Reynir Ingibjartsson nam á Bifröst á sínum tíma og hefur alla tíð síðan þótt vænt um staðinn.
Tónlist:
Christopher Plummer og Julie Andrews - Something good.
Dionne Warwick - Walk on by.
Sinfóníuhljómsveit Danmerkur - Bathroom Dance.
Tómas R. Einarsson - Sæll og glaður.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í lok síðustu viku voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem bar nafnið Öruggarin hinsegin borgir, sem unnin er af Nordic Safe Cities fyrir Reykjavíkurborg. Þar kemur fram að ein af hverjum tíu athugasemdum um hinsegin málefni á samfélagsmiðlum inniheldur hatursorðræðu. Þar sést allt frá niðrandi athugasemdum til hótana og neteineltis sem getur valdið fólki vanlíðan, dregið fram skaðlegar staðalímyndir og alið á rangfærslum um hinsegin fólk. Reyn Alpha Magnúsdóttir forseti Trans Ísland kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá þessari rannsókn og fór með okkur yfir upplifun sína og fólks í félaginu Trans Ísland.
Við fræddumst svo um nýtt uppistand Pörupilta um EKKO málin; Einelti, kynferðislegt áreiti, kynbundið áreiti og ofbeldi. Pörupiltar eru leikkonurnar Alexía Björg Jóhannesdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir. Í uppástandinu fara þær í fyrirtæki og nálgast þessi erfiðu og vandmeðförnu málefni á gamansaman hátt. Uppistandið er hugsað sem tækifæri til að fræða starfsfólk fyrirtækja um EKKO málin í gegnum húmor. Áður hafa Pörupiltar gert Kynfræðslu Pörupilta sem sýnd var fyrir alla 10. bekkinga sjö ár í röð. Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona og pörupiltur kom í þáttinn í dag.
Á Heilsuvaktinni ræddi Helga Arnardóttir við Hrund Gunnsteinsdóttur, sem hefur verið sendiherra innsæis um árabil eða allt frá því heimildamynd hennar INNSÆI var birt á Netflix árið 2016 og var sýnd um allan heim. Fyrir nokkru sagði hún upp fastri vinnu sinni og seldi einbýlishús sitt, flutti til Berlínar og skrifaði bókina Innsæi sem hefur komið út á mörgum tungumálum og fengið góðar viðtökur. Hrund er einnig leiðtogaþjálfi og stendur nú fyrir námskeiðum þar sem hún kennir fólki að þekkja innsæið sitt og fylgja því í leik og starfi.
Tónlist í þættinum í dag:
Við viljum lifa / Ríó Tríó (L. Alberto, texti Helgi Pétursson)
Clair / Gilbert O’ Sullivan (Gilbert O’ Sullivan)
Way home / Blood Harmony (Örn Eldjárn)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Icelandair sagði í dag upp tæplega fjörutíu starfsmönnum, aðallega á skrifstofum félagsins í hagræðingaraðgerðum. Formaður VR segir áfall að missa vinnuna, ekki síst núna þegar blikur eru á lofti. Félagið haldi vel utan um sitt fólk sem sagt var upp.
Lögregla telur að svikurum, sem náðu hundruðum milljóna út úr Landsbankanum, gefist tóm til að koma fjármunum undan fyrst þeir hafi ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Reykjavíkurborg verður rekin með nærri nítján milljarða afgangi samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs. Borgarstjóri segir rekstur borgarinnar í góðu jafnvægi.
Dómsmálaráðherra hefur rætt alvarlega við ríkislögreglustjóra um stöðu hennar í embætti. Málið er til skoðunar í ráðuneytinu.
Skoðanakannanir benda til þess að Zohran Mamdani, sósíalisti á fertugsaldri, verði næsti borgarstjóri í New York. Búist er við metkjörsókn.
Framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins telur að verðbólga myndi mælast einu prósentustigi minni ef Hagstofan hefði ekki breytt mælingaraðferðum sínum fyrir ári síðan. Hagfræðingur Íslandsbanka bendir á að eftir breytinguna hafi verðbólga mælst minni.
Öryggisráð Súdan, sem er stutt af hernum, ræðir í dag tillögur að vopnahléi í landinu sem Bandaríkin eiga þátt í að setja fram. Borgarastríð hefur staðið í tvö og hálft ár.
Knattspyrnusamband Íslands þarf að huga betur að markaðssetningu fyrir leiki kvennalandsliðsins segir stjórnarmaður.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Þeim sem fara fyrir öryggismálum í landinu er tíðrætt um fjölþáttaógnir sem steðja að Íslandi.
Ógnum sem geta grafið undan lýðræði og innviðum samfélagsins. Ein af þessum ógnum eru erlend afskipti af íslenskri þjóðmálaurmæðu. Að hægt sé með skipulögðum hætti að hafa áhrif á almenningsálit í málum sem varða hagsmuni annarra ríkja. Viðhorf Íslendinga til stríða eða alþjóðasamvinnu svo sem Nato eða Evrópusambandsins.
Við ætlum að ræða við fólk sem hefur miklar áhyggjur af þessu og vinnur við það alla daga að greina og bregðast við slíkum ógnum. Kristján Guy Burgess er alþjóðastjórnmálafræðingur sem hefur fengist við þessi mál meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Afskipti af íslenskri þjóðmálaumræðu er líka höfuðverkur hjá Blaðamannafélagi Íslands þar sem Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður.
Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Þing Norðurlandaráðs var í Stokkhólmi í Svíþjóð í síðustu viku. Þar voru öryggismál Norðurlandanna ofarlega á baugi ásamt stöðu Grænlands, Færeyja og Álandseyja innan norræns samstarfs. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins á Íslandi, var í Stokkhólmi og ætlar að kíkja til okkar í upphafi þáttar.
Samtökin Fuglavernd héldu málþing á dögunum um stöðu votlendis og hvernig votlendi hefur áhrif á fuglalíf. Á Íslandi er að finna fjölmörg ólík votlendi sem eru mismunandi að stærð og sem meðal annars standa undir eða styðja við stofna yfir fimmtíu fuglategunda. Aron Alexander Þorvarðarson, líffræðingur og verkefnastjóri hjá Fuglavernd, segir okkur frá mikilvægi þess að endurheimta og vernda votlendissvæði í heiminum.
Tónlist úr þættinum:
Drake, Nick - Time has told me.
Erhard, Anna - Not Rick.
Geese - Cobra
Lenker, Adrianne - Vampira Empire
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónlistarkonan Salka Valsdóttir var í hópi ungra kvenna sem ákváðu að taka sitt pláss í hiphophreyfingu upphafs annars áratugar aldarinnar, fyrst í tvíeykinu Cyber en síðan líka sem ein Reykjavíkurdætra. Með tímanum lá leið hennar í hljóðstjórn og -hönnun og tónsmíðar og fyrsta sólóskífa hennar, Premiere, kom út fyrir tveimur árum. Sú átti upphaflega að vera raftónlistarplata, en orðin eru aldrei langt undan hjá Sölku. Nú síðast kom svo út plata með tónlistinni við uppsetningu Borgarleihússins á leikritinu um Hamlet Danaprins.
Lagalisti:
CRAP - BARNAEFNI
Premiere - The Flower Phallus
Premiere - Tea
Premiere - Yet Again
Vigdís - Nostalgía
HAMLET - HAMLET
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson lítur við í hljóðstofu til að segja okkur af nýútkominni bók, Syng mín sál, sem inniheldur 40 lög úr íslenskum handritunum. Lögin hafa mörg hver aldrei verið gefin út áður og önnur eru í nýjum útsetningum eða raddsetningum sem byggja á áratuga rannsóknarvinnu Árna Heimis.
Dansverkstæðið við Hjarðarhaga er heimili dansins á Íslandi og hjarta sjálfstæðu danssenunnar. Í vetur verður þar boðið upp á danssýningar í hverjum mánuði með því markmiði að efla danslistina og setja samtímadans á kortið í menningarlífi borgarinnar. Við hittum Valgerði Rúnarsdóttur á Dansverkstæðinu, en hún frumsýnir Dansgenið, fyrstu sýningu vetrarins, annað kvöld. Gréta Sigríður Einarsdóttir verður einnig með okkur í dag, og rýnir í nýjustu skáldsögu Nönnu Rögnvaldsdóttur, Mín er hefndin.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Hvaða áhrif hefur það á umhverfisbaráttuna að Greta Thunberg beini sjónum sínum frekar í aðrar áttir, og hvaða áhrif hefur endurkjör Donalds Trump á stöðuna í málaflokknum. Við pælum í umhverfispólitík með Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar.
Atli Bollason flytur okkur pistil þar sem hann veltir fyrir sér hugtakinu Sell-out sem þótti mikið skammaryrði í listakreðsum á árum áður. Atli vill að fleiri listamenn hundsi kröfuna um að slá í gegn.
Er hægt að halda í látna ástvini með því að gera gervigreindarklón af þeim? Í einleiknum Dead Air, sem Álfrún Rós Gísladóttir sýndi á Edinburgh Fringe hátíðinni og verður sett upp í Tjarnarbíó um helgina, tekst hún á við sorgina að missa pabba sinn. Við ræðum dauðann og gervigreindarspjallmenni við Álfrúnu
Fréttir
Fréttir
Þrjátíu og átta starfsmönnum var sagt upp hjá Icelandair í dag. Forstjórinn segir að öllum steinum hafi verið velt við en frekari uppsagnir séu ekki á dagskrá.
Forsendur fjárlaga eru brostnar segja þingmenn stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd. Fjármálaráðherra segir hvorki þörf á auknum niðurskurði né skattahækkunum.
Lögreglan fékk ekki heimild til þess í sumar að fylgjast með íbúðarhúsnæði í grónu hverfi í Reykjavík þar sem hún vissi að færi fram vændi. Sviðsstjóri ákærusviðs segir það hafa verið vonbrigði.
Siðaráð norska olíusjóðsins gefur tímabundið ekki tilmæli um fjárfestingar, samkvæmt tillögum sem norska þingið samþykkti í dag. Siðareglur sjóðsins eru í endurskoðun.
Karl bretakonungur sló fótboltamanninn David Beckham til riddara í dag fyrir störf í þágu íþrótta og góðgerðarstarfa. Beckham segist aldrei hafa getað ímyndað sér að það myndi gerast.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni segir það hafa verið vonbrigði þegar lögreglan fékk ekki heimild hjá dómstólum til að fylgjast með vændisstarfsemi í grónu íbúðarhverfi í Reykjavík.
Útlit er fyrir hrun í komu skemmtiferðaskipa til landsins á næstu tveimur árum ef stjórnvöld halda til streitu fyrirhugaðri gjaldtöku á þessi skip. Áhrifanna gætir hjá ferðaþjónustu og hafnarsjóðum sveitarfélaga um allt land. Sums staðar leggjast skipakomur nánast af og tekjutap hafnanna mælist í milljörðum.
Svartfjallaland gæti orðið næsta aðildarríki Evrópusambandsins, árið 2027, haldi svo fram sem horfir í aðildarferlinu. Þetta er niðurstaðan í árlegri skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um stöðuna í þeim tíu ríkjum sem eru á lista yfir umsóknarríki. Framkvæmdastjórnin segir að Georgía sé nú orðið umsóknarríki aðeins að nafninu til.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Krakkakastið fær í heimsókn Rut Guðnadóttur, rithöfund, netskraflara og Friends-sérfræðing. Rut útskýrir hvað orðið prófarkalesari þýðir, malar Friends spurningaþraut, sýnir leyndan hæfileika til að muna texta og segir frá bók um vampírur sem fékk íslensku barnabókaverðlaunin árið 2020.
Viðmælandi: Rut Guðnadóttir
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikur er þáttur um tónlistarstefnur og tónlistarfræði, tónlistarmenn, tónskáld og tónlistarflytjendur.
Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir
Áður á dagskrá veturinn 2008-2009
Kvartettar eftir systkinin Fanny og Felix Mendelssohn verða fluttir í næsta þætti. Bæði voru þau strax í barnæsku orðin þroskaðir tónlistarmenn, jafnt flytjendur sem tónskáld. Þegar kom fram á unglingsárin var Felix hins vegar hvattur á alla lund og studdur af foreldrum sínum, en Fanny var sagt að nú væri þetta orðið ágætt, og bent á að konu í hennar stöðu sæmdi ekki að vinna fyrir sér sem tónlistarmaður hún ætti að giftast og verða virðuleg eiginkona. Hún hélt samt áfram tónsmíðunum, en galt þess að tónsmíðanámið varð fremur endasleppt. Umsjón: Ingibjörg Eyþórs dóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Þing Norðurlandaráðs var í Stokkhólmi í Svíþjóð í síðustu viku. Þar voru öryggismál Norðurlandanna ofarlega á baugi ásamt stöðu Grænlands, Færeyja og Álandseyja innan norræns samstarfs. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins á Íslandi, var í Stokkhólmi og ætlar að kíkja til okkar í upphafi þáttar.
Samtökin Fuglavernd héldu málþing á dögunum um stöðu votlendis og hvernig votlendi hefur áhrif á fuglalíf. Á Íslandi er að finna fjölmörg ólík votlendi sem eru mismunandi að stærð og sem meðal annars standa undir eða styðja við stofna yfir fimmtíu fuglategunda. Aron Alexander Þorvarðarson, líffræðingur og verkefnastjóri hjá Fuglavernd, segir okkur frá mikilvægi þess að endurheimta og vernda votlendissvæði í heiminum.
Tónlist úr þættinum:
Drake, Nick - Time has told me.
Erhard, Anna - Not Rick.
Geese - Cobra
Lenker, Adrianne - Vampira Empire

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í lok síðustu viku voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem bar nafnið Öruggarin hinsegin borgir, sem unnin er af Nordic Safe Cities fyrir Reykjavíkurborg. Þar kemur fram að ein af hverjum tíu athugasemdum um hinsegin málefni á samfélagsmiðlum inniheldur hatursorðræðu. Þar sést allt frá niðrandi athugasemdum til hótana og neteineltis sem getur valdið fólki vanlíðan, dregið fram skaðlegar staðalímyndir og alið á rangfærslum um hinsegin fólk. Reyn Alpha Magnúsdóttir forseti Trans Ísland kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá þessari rannsókn og fór með okkur yfir upplifun sína og fólks í félaginu Trans Ísland.
Við fræddumst svo um nýtt uppistand Pörupilta um EKKO málin; Einelti, kynferðislegt áreiti, kynbundið áreiti og ofbeldi. Pörupiltar eru leikkonurnar Alexía Björg Jóhannesdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir. Í uppástandinu fara þær í fyrirtæki og nálgast þessi erfiðu og vandmeðförnu málefni á gamansaman hátt. Uppistandið er hugsað sem tækifæri til að fræða starfsfólk fyrirtækja um EKKO málin í gegnum húmor. Áður hafa Pörupiltar gert Kynfræðslu Pörupilta sem sýnd var fyrir alla 10. bekkinga sjö ár í röð. Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona og pörupiltur kom í þáttinn í dag.
Á Heilsuvaktinni ræddi Helga Arnardóttir við Hrund Gunnsteinsdóttur, sem hefur verið sendiherra innsæis um árabil eða allt frá því heimildamynd hennar INNSÆI var birt á Netflix árið 2016 og var sýnd um allan heim. Fyrir nokkru sagði hún upp fastri vinnu sinni og seldi einbýlishús sitt, flutti til Berlínar og skrifaði bókina Innsæi sem hefur komið út á mörgum tungumálum og fengið góðar viðtökur. Hrund er einnig leiðtogaþjálfi og stendur nú fyrir námskeiðum þar sem hún kennir fólki að þekkja innsæið sitt og fylgja því í leik og starfi.
Tónlist í þættinum í dag:
Við viljum lifa / Ríó Tríó (L. Alberto, texti Helgi Pétursson)
Clair / Gilbert O’ Sullivan (Gilbert O’ Sullivan)
Way home / Blood Harmony (Örn Eldjárn)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Hvaða áhrif hefur það á umhverfisbaráttuna að Greta Thunberg beini sjónum sínum frekar í aðrar áttir, og hvaða áhrif hefur endurkjör Donalds Trump á stöðuna í málaflokknum. Við pælum í umhverfispólitík með Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar.
Atli Bollason flytur okkur pistil þar sem hann veltir fyrir sér hugtakinu Sell-out sem þótti mikið skammaryrði í listakreðsum á árum áður. Atli vill að fleiri listamenn hundsi kröfuna um að slá í gegn.
Er hægt að halda í látna ástvini með því að gera gervigreindarklón af þeim? Í einleiknum Dead Air, sem Álfrún Rós Gísladóttir sýndi á Edinburgh Fringe hátíðinni og verður sett upp í Tjarnarbíó um helgina, tekst hún á við sorgina að missa pabba sinn. Við ræðum dauðann og gervigreindarspjallmenni við Álfrúnu

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum Codex Lindesianus, eitt smæsta handrit sem varðveitt er frá Íslandi, skrifað í lok 15. aldar, en það er nú á leið til landsins frá Manchester.
Í gær ræddi fréttastofa við Hildi Ýr Viðarsdóttur, formann stjórnar Húseigendafélagsins sem sagðist óttast að aðgerðir stjórnvalda sem beinast gegn leigusölum muni valda hækkun leiguverðs. Við ræðum málið við Guðmund Hrafn Arngrímsson, formann Samtaka leigjenda á Íslandi.
Kosningar til borgarstjóraembættis New York eru í dag. Talið er að kosningarnar hafi umtalsverð áhrif á hvernig pólitíkin í Bandaríkjunum þróast. Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur sem þekkir vel til í Bandaríkjunum, ræðir þessi mál.
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, og Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, verða gestir okkar í lok þáttar þegar við ræðum vestræna siðmenningu, alþjóðahyggju og Jónas frá Hriflu, en þeir hafa deilt um þessi mál í Viðskiptablaðinu.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Túnfiskur í dós, Traveling Wilburys, B-in þrjú, Himnaríki, og Þriðjudagsþemað var tár og grátur.
Lagalisti þáttarins:
GDRN - Háspenna.
Womack, Bobby - Across 110th street.
BJÖRK - Afi.
Dean, Olivia - So Easy (To Fall In Love).
TRAVELING WILBURYS - Handle With Care.
Of Monsters and Men - Tuna In a Can.
EDWYN COLLINS - A Girl Like You.
Night Tapes - Television (ICELAND AIRWAVES '25).
BRYAN ADAMS - Heaven.
Salka Sól Eyfeld - Úr gulli gerð.
Ásgeir Trausti Einarsson - Smoke.
OASIS - Who Feels Love.
SÍÐAN SKEIN SÓL - Geta pabbar ekki grátið?.
THE CURE - Boys don't cry.
JANIS JOPLIN - Cry baby.
KRUMMI - Frozen teardrops.
PRINCE - When Doves Cry.
OJBA RASTA - Þyngra en tárum taki.
Baggalútur - Grenjað á gresjunni.
GUNS N' ROSES - Don't Cry.
GERRY & THE PACEMAKERS - Don't Let The Sun Catch You Crying.
JACKIE WILSON - Lonely Teardrops.
Supersport! - Gráta smá.
ENSÍMI - Táradalur.
SMOKEY ROBINSON & THE MIRACLES - The Tears Of A Clown.
ERIC CLAPTON - Tears In Heaven.
Daði Freyr Pétursson - Me and you.
Spacestation - Loftið.
Ngonda, Jalen - All About Me.
Tame Impala - Dracula.
Digital Ísland - Eh plan?.
THE PRETENDERS - Don't Get Me Wrong.
BLOC PARTY - Banquet.
INTERPOL - Untitled.
Bríet - Cowboy killer.
BRITNEY SPEARS - Lucky.
RAYE söngkona - WHERE IS MY HUSBAND!.
Vintage Caravan, The - Freedom.
ELTON JOHN - Your Song.
Sycamore tree - Forest Rain.
Police, The - Can't stand losing you.
John Grant - County Fair

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Icelandair sagði í dag upp tæplega fjörutíu starfsmönnum, aðallega á skrifstofum félagsins í hagræðingaraðgerðum. Formaður VR segir áfall að missa vinnuna, ekki síst núna þegar blikur eru á lofti. Félagið haldi vel utan um sitt fólk sem sagt var upp.
Lögregla telur að svikurum, sem náðu hundruðum milljóna út úr Landsbankanum, gefist tóm til að koma fjármunum undan fyrst þeir hafi ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Reykjavíkurborg verður rekin með nærri nítján milljarða afgangi samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs. Borgarstjóri segir rekstur borgarinnar í góðu jafnvægi.
Dómsmálaráðherra hefur rætt alvarlega við ríkislögreglustjóra um stöðu hennar í embætti. Málið er til skoðunar í ráðuneytinu.
Skoðanakannanir benda til þess að Zohran Mamdani, sósíalisti á fertugsaldri, verði næsti borgarstjóri í New York. Búist er við metkjörsókn.
Framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins telur að verðbólga myndi mælast einu prósentustigi minni ef Hagstofan hefði ekki breytt mælingaraðferðum sínum fyrir ári síðan. Hagfræðingur Íslandsbanka bendir á að eftir breytinguna hafi verðbólga mælst minni.
Öryggisráð Súdan, sem er stutt af hernum, ræðir í dag tillögur að vopnahléi í landinu sem Bandaríkin eiga þátt í að setja fram. Borgarastríð hefur staðið í tvö og hálft ár.
Knattspyrnusamband Íslands þarf að huga betur að markaðssetningu fyrir leiki kvennalandsliðsins segir stjórnarmaður.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson
Margrét Maack stóð Popplandsvaktina í dag. Kormákur Jarl úr hljómsveitinni Flesh Machine sagði frá nýju lagi. Snæfríður, systir hans leikstýrði myndbandinu og var á línunni frá Flateyri. Í myndbandinu dettur Kjartan Logi Sigurjónsson ítrekað niður tröppur. Myndbandið kemur út á föstudaginn í miðri Airwaves-hátíð. Kormákur mælti einnig með hljómsveitum til að sjá á Iceland Airwaves-hátíðinni og fór yfir hvernig best væri að nálgast hátíðina hvað varðar tónlist og tísku.
Vintage Caravan á plötu vikunnar sem heitir Portals.
Sálin hans Jóns míns – Krókurinn
Páll Óskar Hjálmtýsson & Benni Hemm Hemm – Eitt af blómunum
Joy Crookes – Somebody to You
Britney Spears – Toxic
Kristmundur Axel & GDRN – Blágræn
Snorri Helgason – Ein alveg
Sigrid – Don’t Kill My Vibe
The Charlatans – Deeper and Deeper
Stereophonics – Have a Nice Day
Skólakór Kársness, Þorvaldur Davíð Kristjánsson & Sara Dís Hjaltested – Skólarapp
Caamp – Mistakes
Taylor Swift – The Fate of Ophelia
The Vintage Caravan – Portal V
The Vintage Caravan – My Aurora
Jagúar – One of Us (Radio Edit)
Eva (Hljómsveit) – Ást
Richard Ashcroft – Lovin’ You
Mott the Hoople – All the Young Dudes
Christine and the Queens – Je te vois enfin
Sam Smith – I’m Not the Only One
Bjartmar & Bergrisarnir – Negril
Royel Otis – Who’s Your Boyfrien
Led Zeppelin – Good Times Bad Times
Of Monsters and Men – Tuna in a Can
Adam Ant – Goody Two Shoes
Balming Tiger & Yaeji – Break It Even
Brandi Carlile – Returning to Myself
Króli & CeaseTone – Stinga mér í samband
Flesh Machine – Problems
Flesh Machine – Nothing Never Happens
Skúli Sverrisson, Rakel Sigurðardóttir, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir & Salóme Katrín – Pickled Peaches
Mukka – Sunshine
Hasar – Gera sitt besta (Radio Edit)
Jungle – Keep Movin
Bubbi Morthens – Lög og regla
Jón Jónsson & Una Torfadóttir – Vertu hjá mér
The Source ft. Candi Staton – You Got the Love
L’Impératrice – Chrysalis
alt-J – Breezeblocks
Kings of Leon – Use Somebody
Alicia Keys & Jay-Z – Empire State of Mind
Daði Freyr & Ásdís – Feel the Love
Kusk & Óviti – Læt frá mér læti
The Vintage Caravan – Days Go By
Lykke Li – I Follow Rivers
Ravyn Lenae – Love Me Not
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Nú er upp runninn sá árstími þar sem tilboðsdögum á netinu rignir yfir okkur enda stutt í jólin og allt það. Það er of oft við mannfólkið sem erum veikasti hlekkurinn í svikatilraunum. Við föllum fyrir fagurgala eða vel útfærðum netsvindlum. Þá er það oft heilbrigð tortryggni og gagnrýnin hugsun sem getur komið í veg fyrir það að við sitjum uppi með sárt ennið. En í hverju felst sú heilbrigða tortryggni og gagnrýna hugsun. Til okkar kom Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Út er komin bókin Skólastjórinn eftir Ævar Þór Benediktsson. Bókin sem hefur fengið glimrandi dóma fjallar um Salvar tólf ára gamlan vandræðagemling sem sótti um stöðu skólastjóra í skólanum sínum, því honum fannst það fyndið, alveg þar til hann fær stöðuna. Ævar Þór kíkti í kaffi til okkar.
Þorkell Máni Pétursson, stjórnarmaður hjá KSÍ, segir knattspyrnufélög landsins þurfa að hugsa sjálf hvernig þau vilji gera betur í leikjum og mætingu á þá. Viðburðirnir þurfi að vera spennandi, hvort sem það eru karla- eða kvennaleikir. Þorkell Máni kom til okkar.
Og svo er það fréttaritari okkar í Cartagena á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson sem var á línunni hjá okkur strax að loknum fimm fréttum og við spurðum hann fregna úr sólinni.
Í nóvember ár hvert fyllist Reykjavík af lífi og tónlist í hverjum krók og kima þar sem upprennandi Íslenskir listamenn og alþjóðlegar stórstjörnur koma fram og leika list sína. Á hátíðina mæta tónlistarunnendur sem ráfa um tónleikastaði í leit að næstu stjörnum íslensks tónlistarlífs eða til að horfa á sitt uppáhalds atriði. Sindri Ástmarsson frá Airwaves mætti til okkar og við heyrðum einhver tóndæmi.
Skoðanakannanir benda til að íbúar bandarísku stórborgarinnar New York kjósi Zohran Mamdani sem borgarstjóra í dag. Hann er 34 ára múslími og yfirlýstur sósíalisti og hefur heitið að lækka framfærslukostnað hins venjulega íbúa borgarinnar. Kosningabaráttan hefur einnig snúist um viðbrögð við glæpum og hvernig best sé að eiga við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hefur hótað að draga verulega úr framlögum alríkisins til New York nái Mamdani kjöri. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas okkar kona í Bandaríkjunum var á línunni og ræddi Mamdani og kosningarnar.
Fréttir
Fréttir
Þrjátíu og átta starfsmönnum var sagt upp hjá Icelandair í dag. Forstjórinn segir að öllum steinum hafi verið velt við en frekari uppsagnir séu ekki á dagskrá.
Forsendur fjárlaga eru brostnar segja þingmenn stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd. Fjármálaráðherra segir hvorki þörf á auknum niðurskurði né skattahækkunum.
Lögreglan fékk ekki heimild til þess í sumar að fylgjast með íbúðarhúsnæði í grónu hverfi í Reykjavík þar sem hún vissi að færi fram vændi. Sviðsstjóri ákærusviðs segir það hafa verið vonbrigði.
Siðaráð norska olíusjóðsins gefur tímabundið ekki tilmæli um fjárfestingar, samkvæmt tillögum sem norska þingið samþykkti í dag. Siðareglur sjóðsins eru í endurskoðun.
Karl bretakonungur sló fótboltamanninn David Beckham til riddara í dag fyrir störf í þágu íþrótta og góðgerðarstarfa. Beckham segist aldrei hafa getað ímyndað sér að það myndi gerast.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni segir það hafa verið vonbrigði þegar lögreglan fékk ekki heimild hjá dómstólum til að fylgjast með vændisstarfsemi í grónu íbúðarhverfi í Reykjavík.
Útlit er fyrir hrun í komu skemmtiferðaskipa til landsins á næstu tveimur árum ef stjórnvöld halda til streitu fyrirhugaðri gjaldtöku á þessi skip. Áhrifanna gætir hjá ferðaþjónustu og hafnarsjóðum sveitarfélaga um allt land. Sums staðar leggjast skipakomur nánast af og tekjutap hafnanna mælist í milljörðum.
Svartfjallaland gæti orðið næsta aðildarríki Evrópusambandsins, árið 2027, haldi svo fram sem horfir í aðildarferlinu. Þetta er niðurstaðan í árlegri skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um stöðuna í þeim tíu ríkjum sem eru á lista yfir umsóknarríki. Framkvæmdastjórnin segir að Georgía sé nú orðið umsóknarríki aðeins að nafninu til.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Bríet - Cowboy Killer
Pale Moon - Stain
Blood Harmony - Way home
Fussumsvei - Illuminati
Ballroom Chaser - Ég stend hér enn
The Vintage Caravan ásamt Mikael Åkerfeldt - Philosopher

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Ásgeir Trausti - Smoke.
Bon Iver - Towers.
Taylor Swift - The Fate of Ophelia.
Sycamore tree - Forest Rain.
Father John Misty - Real love baby.
Máni Orrason - Pushing.
KALEO - All the pretty girls.
Bahamas - The Bridge.
Jeff Tweedy - Enough.
MICHAEL KIWANUKA - Cold Little Heart.
Allen, Lily - Pussy Palace
Eminem - Mockingbird.
Eva Hljómsveit - Ást.
Jordana, Almost Monday - Jupiter.
Louve, L'Impératrice - Chrysalis.
Joy Crookes - Somebody To You.
SHALAMAR - A Night to Remember.
Honey Dijon, Chloe - The Nightlife.
Antony Szmierek - Yoga Teacher
Snorri Helgason - Megi það svo vera.
Hozier, Mumford and Sons - Rubber Band Man.
TRAVIS - Sing.
Jasmine.4.t - Guy Fawkes Tesco Dissociation
Of Monsters and Men - Tuna In a Can.
XTC - Dear God.
Stereophonics - Colours Of October.
Wednesday - Elderberry Wine.
Depeche Mode - In The End
CHRISTINE AND THE QUEENS - Tilted.
Tame Impala - Dracula.
Digital Ísland - Eh plan?.
Birnir, Tatjana - Efsta hæð.
PinkPantheress - Stateside + Zara Larsson.
Artemas - Superstar.
Fat Dog - Peace Song.
IGGY POP - Lust for life (The Prodigy remix).
Hayley Williams - Parachute
Bar Italia - Omni Shambles
Courtney Barnett - Stay In Your Lane
Fontaines DC - Favourite
Matthias Moon - Vor
Florence and the Machine - Sympathy Magic
Blondshell, Gigi Perez - Arms.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson