07:03
Morgunvaktin
Orkuinnviðir, Adenauer og Kópaskersskjálftinn

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Ítrekað hefur verið ráðist að orkuinnviðum í Evrópu undanfarin ár, ekki bara í tengslum við stríðið í Úkraínu. Skemmdarverk hafa líka aukist á Norðurlöndunum. Náttúruhamfarir hafa haft mikil áhrif hér á landi. Öryggi ómissandi innviða hér á landi og hvernig þau mál standa voru til umræðu þegar Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku, kom á Morgunvaktina.

Arthúr Björgvin Bollason var á sínum stað. Hann ræddi við Auðun Atlason, sendiherra Íslands í Þýskalandi, um Konrad Adenauer, fyrsta kanslara Sambandslýðveldisins þýska. 150 ár voru í síðustu viku liðin frá fæðingu hans.

Hálf öld er í dag síðan jarðskjálftinn mikli varð á Kópaskeri: Kópaskersskjálftinn. Mikið tjón varð á húsum og innviðum, og fólk þurfti að yfirgefa bæinn í flýti. Lovísa Óladóttir frá Kópaskeri rifjaði upp 13. janúar 1976 og dagana á eftir.

Tónlist:

Finnur Bjarnason, Gerrit Schuil - Liederkreis op. 25 : Berg und Burgen schau'n herunter.

Markéta Irglová - Vegurinn heim.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,