18:30
Hvað ertu að lesa?
Jólasveinn sem fer í sumarfrí, leysir ráðgátu og bjargar lambi
Hvað ertu að lesa?

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.

Umsjón: Embla Bachmann

Hvað gerir jólasveinn þegar ekki eru jól? Eva Rún segir frá hvernig jólaplata varð innblástur fyrir bókaflokkinn um Stúf og hvernig hún fær hugmyndir að sögum. Bókaormurinn Loki rýnir í bókina Stúfur og björgunarleiðangurinn og útskýrir af hverju hann elskar Andrésblöð, en þau Eva Rún deila þeim áhuga.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,