19:00
Tónleikakvöld
De Falla, Stravinskíj, Golijov og Bernstein
Tónleikakvöld

Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.

Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Bæverska útvarpsins sem fram fóru í Herkúlesarsalnum í München í október í fyrra.

Á efnisskrá eru verk eftir Manuel de Falla, Igor Stravinskíj, Osvaldo Golijov og Leonard Bernstein.

Einsöngvari: Rinat Shaham messósópran.

Einleikarar: Píanóleikararnir Katia og Marielle Labèque, klarínettuleikararnir Christopher Patric Corbett og Stefan Schilling, og slagverksleikararnir Raphaël Séguinier og Conzalo Grau.

Stjórnandi: Simon Rattle.

Er aðgengilegt til 23. maí 2025.
Lengd: 1 klst. 27 mín.
,