07:03
Morgunútvarpið
23. apríl -Skíði, hjólreiðar, skólamáltíðir, Eurovision o.fl..
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

930 börn eru skráð til leiks á Andrésar Andar leikunum sem hefjast í kvöld fyrir norðan. Gísli Einar Árnason segir okkur betur frá því hvað er framundan.

Búi Bjarmar Aðalsteinsson stjórnandi Hjólavarpsins vakti athygli á því í janúar að verð á reiðhjólum hækkaði um nærri fjórðung um áramót þegar virðisaukaskattsívilnun vegna kaupa á hjólum féll niður. Nú hafa lögin verið uppfærð og við fáum hann til okkar í spjall.

Persónuvernd varar fólk við því að í lok maí 2025 muni Meta hefja þjálfun gervigreindar með því að nýta færslur, myndir og athugasemdir frá notendum Facebook og Instagram í Evrópu. Þetta nær til alls efnis sem hefur verið gert opinbert á þessum miðlum – bæði nýs efnis og þess sem þegar hefur verið birt. Tryggvi Freyr Elínarson hjá Datera ræðir málið við okkur.

Umræðan um gjaldfrjálsar skólamáltíðir heldur áfram en í Morgunblaðinu í gær sagði Jakob Frímann Magnússon, varaþingmaður Miðflokksins, að hin ágæta hugmynd um gjaldfrjálsar skólamáltíðir hefði bitnað verulega á gæðum og sagði af því sögur úr skóla dóttur sinnar. Við ræðum þessi mál við Jakob og Guðmund Ara Sigurjónsson, þingflokksformann Samfylkingarinnar.

Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, sagði í Kastljósi í gær að það sé stjórnvalda að ákveða hvort Ísland sniðgangi Eurovision eða krefjist þess að Ísrael verði meinuð þátttaka. Halla Ingvarsdóttir, gjaldkeri Fáses, verður á línunni.

Kristín Sigurðardóttir, fréttamaður, verður gestur okkar í lok þáttar en hún kannaði aðstæður og stemningu á leigubílamarkaði í innslagi í Speglinum í gær.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,