11:03
Mannlegi þátturinn
Stóri plokkdagurinn, skólagangan í dægurtextum og póstkort frá Magnúsi
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Á sunnudaginn mun forseti Íslands setja Stóra plokkdaginn og svo verður haldið upp á daginn um allt land með tilheyrandi plokki. Stóri plokkdagurinn hefur verið haldinn frá árinu 2018 og hefur hann vaxið og dafnað síðan. Fólk er hvatt til að skipuleggja plokk í sínu nágrenni, eða bara hvar sem er með því að sameinast í útiveru og plokka rusl. Rótarý hreyfingin, í samstarfi við Landsvirkjun og Umhverfisráðuneytið standa að Stóra plokkdeginum og til okkar komu í dag þau Jón Karl Ólafsson, forseti Rótarý hreyfingarinnar á Íslandi og Elín Birna plokkari á Eyrarbakka, sem verður sérstakur gestur setningarathafnarinnar á sunnudaginn.

Karl Hallgrímsson kom svo til okkar, en hann vann útvarpsþætti sem verða fluttir á Rás 2 á næstunni og bera heitið Röfl um mengi og magann á beljum og eru hluti af meistarrannsókn þar sem úrtakið er um sextíu dægurlagatextar íslenskra höfunda og gerði Karl eigindlega rannsókn á innihaldi þeirra, dró fram svipmyndir og viðhorf sem þar birtast til skólans, námsins og tilheyrandi þátta.

Við fengum að lokum póstkort í dag frá Magnúsi R. Einarssyni. Kort dagsins segir af páskahaldinu á Spáni, en Magnús hefur dvalið alla dymbilvikuna í Alicante. Páskahaldið einkennist af íburðarmiklum skrúðgöngum, háværri tónlisti og skrautlegum búningum. Risastór og þung líkneski eru borin um stræti og torg alla dagana og gríðarlegur fjöldi manna tekur þátt í hátíðarhöldunum.

Tónlist í þættinum í dag:

Berum út dívanana/Stuðmenn(Jakob Frímann-Þórður Árnason)

Öll þín tár / KK, Ólöf Arnalds og Önnu Jónu Son (Kristján Kristjánsson, Haraldur Ingi Þorleifsson og Ólöf Helga Arnalds)

Fallinn / Tívolí (Stefán S. Stefánsson)

Nú liggur vel á mér / Ingibjörg Smith og Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar (Óðinn G. Þórarinsson, texti Númi Þorbergsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,