Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Trump og Úkraína og þau mál öll voru á dagskrá þegar Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann; einnig heimildamynd um námuvinnslu á Grænlandi sem hefur verið tekin úr birtingu hjá danska ríkisútvarpinu.
Stórframkvæmdir eiga til að fara fram úr áætlunum, taka lengri tíma en áætlað var og kosta meira en reiknað var með. Hvernig stendur á því og er hægt að gera betri áætlanir? Við ræddum málið við Þórð Víking Friðgeirsson lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.
Í síðasta hlutanum forvitnuðumst við svo um áform um að gefa Íslendingasögurnar út á rafrænu formi - Já, Íslendingasögurnar eru á leið á netið. Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, sagði okkur frá því.
Tónlist:
Frank Sinatra - That's life.
Frank Sinatra - I've got you under my skin.
Chris Rea - The road to hell.
Kári Egilsson Band - Half-Moon.
![Fréttayfirlit 7:30](/spilari/DarkGray_image.png)
![Fréttayfirlit 8:30](/spilari/DarkGray_image.png)
![Veðurfregnir](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Áföll af ýmsum toga geta haft alvarleg áhrif á þroska og velferð barna til framtíðar litið. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að skólar og aðrar stofnanir mæti þörfum barna sem verða fyrir áföllum. Sigrún Harðardóttir, dósent við Félagsráðgjafardeild HÍ, kom í þáttinn í dag en hún stýrir málstofu um farsæld barna og áföll og áskoranir í nútímanum á Félagsráðgjafaþingi sem fram fer á föstudaginn. Með henni kom Ragnheiður Hergeirsdóttir, lektor við Félagsráðagjafardeild HÍ, en hún heldur erindi á þinginu um börn sem búa við erfiðar aðstæður, eða eru jaðarsett og eru því líklegri en önnur til að búa við langvarandi og alvarlegri vanda í kjölfar samfélagslegra áfalla eða hamfara.
Við kíktum í heimsókn í Systrasamlagið, sem nú er til húsa við Óðinsgötu 1, en var stofnað 2013 á Seltjarnarnesi og var á þeim tíma dáldið nýtt konsept í verslunar- og kaffihúsarekstri á Íslandi. Þetta er verslun og lífrænt kaffihús og byggt á þeirri hugsjón að víkka út hugmyndina um heilsubúð og færa nær almenningi og hafa andann alltaf með í efninu. Þannig tóku þær stefnuna systurnar Jóhanna & Guðrún Kristjánsdætur strax í upphafi að bjóða ekki eingöngu upp á holla og góða fæðu, heldur einnig t.d. lífrænan jógafatnað og jógavörur. Þær æfðu handbolta í æsku sem þær segja að hafi kennt sér ákveðið úthald og seiglu sem komi sér vel í svona rekstri þar sem skiptast á skin og skúrir.
Tónlist í þættinum í dag
Egils appelsín / Spilverk þjóðanna (Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Sigurður Bjóla Garðarsson, texti Egill Ólafss., Valgeir Guðjónss., Sigurður Bjóla, Kristján Jónsson og Sveinbjörn Egilsson)
Ameríka / Valdimar Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson (Bragi Valdimar Skúlason, texti Magnús Eiríksson)
Með hækkandi sól / Systur (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir / Lay Low)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
![Útvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Stjórnvöld í Rússlandi eru alfarið á móti hugmyndum Breta og Frakka um að þrjátíu þúsund manna herlið Evrópuríkja verji Úkraínu ef samningar um stríðslok nást. Úkraínuforseti fundar í dag með erindreka Bandaríkjastjórnar.
Unnið er í kappi við tímann við að reyna að afstýra verkföllum sem boðuð eru í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Fundur í deilunni hélt áfram hjá ríkissáttasemjara í morgun.
Stjórnarandstaðan sótti hart að Ingu Sæland í hennar fyrsta fyrirspurnartíma á Alþingi. Hún svaraði litlu um styrkjamál Flokks fólksins.
Ísraelsmenn tóku í dag við líkum fjögurra gísla sem voru í haldi Hamas-samtakanna. Þetta er í fyrsta sinn sem lík gísla eru afhent ísraelskum yfirvöldum.
Samgöngustofa nýtir ekki allar heimildir í lögum til að bæta flugöryggi, að mati þingmanns Sjálfstæðisflokks.
Fasteignamarkaðurinn er að taka við sér eftir lægð í fyrra. Hagfræðingur segir vaxtalækkanir Seðlabankans gera það að verkum að fleiri eigi ráð á húsnæði.
Akureyrarbær sendi ekki íbúum tilkynningu þegar loftgæði fóru langt yfir heilsuverndarmörk fyrr en degi eftir að það gerðist. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands segir að verklagsreglur gagnist lítið ef þeim er ekki fylgt.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Heimildarmynd um hvernig danska ríkið og þarlendir fjárfestar högnuðust ævintýralega á námu á Grænlandi á 19. og 20. öld hefur verið mikið í umræðunni í löndunum tveimur eftir að hún var frumsýnd í danska ríkisútvarpinu í byrjun mánaðarins. Myndin heitir Hið hvíta gull Grænlands.
Myndinni var kippt úr sýningu í danska ríkisútvarpinu í gær í kjölfar mikillar umræðu þar í landi sem náði inn til ríkisstjórnar Danmerkur. Ástæðan er sú að í myndinni eru settar fram umdeildar og umdeilanlegar staðhæfingar um tekjur og hagnað Dana af þessari námu.
Umræðan um myndina heldur áfram á fullu þar sem margir á Grænlandi telja að þessar skekkjur í myndinni breyti ekki helsta inntaki myndarinnar um arðrán Dana í landinu.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Hvernig tökumst við á við breytta heimsmynd vegna loftslagsbreytinga, hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika og annarra umhverfisógna. Á dögunum kom út samnorrænt greinasafn sem fjallar um hlutverk lista, bókmennta og skapandi athafna í að bregðast við þessum breytingum. Auður Aðalsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit, er annar ritstjóra safnsins og hún ætlar að kíkja til okkar til að ræða þetta áhugaverða safn, ásamt Önu Stanicevic, doktor í menningarfræðum frá Háskóla Íslands og lektor við Háskólann í Helsinki.
Svokallaðar básabúðir þar sem fólk getur leigt bás undir notaðar flíkur skjóta víða upp kollinum þessa dagana. Bræðurnir Hlynur Snær Jóhannesson og Styrmir Jarl Rafnsson opnuðu eina slíka á Selfossi í ársbyrjun, alveg við þjóðveginn í miðju iðnaðarhverfi. Arnhildur hitti Hlyn á ferð Samfélagsins um Suðurlandið í síðustu viku og ræddi við hann um reksturinn og hringrásarhugsunina á bak við hana.
Og síðan ætlum við að heyra áður óflutt viðtal við Ragnheiði Kristjánsdóttur, prófessor í sagnfræði við HÍ. Við ræddum við hana í kringum alþingiskosningarnar síðasta nóvember um listabókstafi og ýmislegt fleira sem tengist pólitík. Viðtalið var aldrei flutt vegna óviðráðanlegra aðstæðna, en í lok þáttar fær það loksins að líta dagsins ljós.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Helgina 22.- 23. febrúar stendur Tónlistardeild Listaháskóla Íslands fyrir flutningi á elstu óperu eftir konu sem varðveist hefur, en það er óperan „La liberazione di Ruggiero dall´isola di Alcina“ (Björgun Ruggieros af eyju Alcinu) sem Francesca Caccini samdi árið 1625. Í tilefni af þessu verður þátturinn "Á tónsviðinu" 20. febrúar helgaður óperum eftir konur allt frá 17. öld til seinni hluta 20. aldar. Flutt verður atriði úr óperu Francescu Caccini, en einnig úr óperum eftir Önnu Amalíu af Brunswick-Wolfenbüttel, Louise Bertin, Ethel Smyth, Theu Musgrave og Karólínu Eiríksdóttur. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi í Eyðibýlinu er listdansarinn, leikstjórinn og jógakennarinn Auður Bjarnadóttir sem rekur Lótu-Jógasetur. Umsjón: Margrét Sigurðardóttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Smásagnasafnið Brotin kona eftir femíníska tilvistarspekinginn Simone de Beauvoir kom út árið 1967 og var hennar síðasta skáldverk. Þar er að finna þrjár sögur sem endurspegla á ólíkan hátt togstreytuna á milli sjálfsmyndar kvenna og hefðbundinna kynhlutverka. Bókin kom út þýðingu Jórunnar Tómasdóttur í haust, Ásdís Rósa Magnúsdóttir ritstýrði og Irma Erlingsdóttir, ritaði innganginn. Við ræðum við Irmu í þætti dagsins.
Einnig verður rætt við Hrafnhildi Mörtu Guðmundsdóttur, sellóleikara og Sólveigu Sigþórsdóttur, fiðluleikara, meðlimi í píanókvartettinum Neglu. Negla leikur í Salnum á sunnudag og þar mun meðal annars tenórsöngvarinn James Joyce koma við sögu.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í gær.
Frá því að hann tók við embætti forseta í Janúar hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Næstu vikurnar ætlum við að sökkva okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Í fyrsta þættinum fjöllum við um þýsk-amerísk-nýsjálenska fjárfestinn Peter Thiel, læriföður varaforsetans JD Vance og fyrsta áhrifamanninn úr Silicon Valley sem studdi við Donald Trump.
Það efni sem við notuðum við gerð þáttarins var meðal annars eftirfarandi:
Textar eftir Peter Thiel:
- Zero to One: Notes on Startups, Or How to Build the Future (2014)
- Education of a Libertarian (2009):
https://www.cato-unbound.org/2009/04/13/peter-thiel/education-libertarian/
- The Straussian Moment (2007):
https://gwern.net/doc/politics/2007-thiel.pdf
Viðtöl við Thiel:
- Triumph of the Counter-Elites (2024):
https://podcastnotes.org/honestly-with-bari-weiss/peter-thiel-on-the-triumph-of-the-counter-elites-honestly-with-bari-weiss/
- Peter Thiel is taking a break from democracy (2023):
https://www.theatlantic.com/politics/
archive/2023/11/peter-thiel-2024-election-politics-investing-life-views/675946/
- The state contains violence (2023):
https://www.youtube.com/watch?v=qh_nxwTwKrg
Umfjallanir blaðamanna um Thiel
- Ævisagan The Contrarian: Peter Thiel and Silicon Valley's Pursuit of Power (2019) eftir Max Chafkin.
- Inside the New Right, Where Peter Thiel Is Placing His Biggest Bets (2022):
https://www.vanityfair.com/news/2022/04/inside-the-new-right-where-peter-thiel-is-placing-his-biggest-bets
Fréttir
Fréttir
Kennaraforystan hefur samþykkt innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu við ríki og sveitarfélög. Afstaða ríkis og sveitarfélaga fæst í kvöld og þá ræðst hvort verkföllum verður frestað.
Nýr meirihluti í Reykjavík kýs nýjan borgarstjóra á aukafundi í borgarstjórn síðdegis á morgun.
Verði loðnukvótinn eins lítill og Hafrannsóknarstofnun ráðleggur þá dugar hlutur Vinnslustöðvarinnar í eina stutta veiðiferð, segir framkvæmdastjórinn.
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjaforseta og fleiri flokkssystkin hans í Repúblikanaflokknum gagnrýna forsetann fyrir að kalla forseta Úkraínu einræðisherra.
Það er næstum ómögulegt að fá sér úr pelaflösku með skyrdrykk án þess að sulla yfir sig allan sagði þingmaður í fjögurra klukkutíma umræðu um plasttappa.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Skatturinn og héraðssaksóknari réðust um miðjan síðasta mánuð í umfangsmiklar aðgerðir í tengslum við rannsókn á þaulskipulögðum skattsvikum - sem kölluð hafa verið reikningaverksmiðjur.
Flokkur fólksins heldur landsfund sinn á laugardaginn. Flokkur sem bauð fyrst fram fyrir níu árum tók sæti á þingi fyrst 2017. sæti í ríkisstjórn fyrir áramót og allt útlit fyrir að sé líka kominn í borgarstjórn. Það hefur gustað um formanninn og stofnandann Ingu Sæland sem segir augljóst að flokkurinn sé stjórntækur og vel það.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Skjaldbakan og fuglarnir (Suð-austur Afríka)
Svínið og björninn fara í viðskipti (Tékkland og Slóvakía)
Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður (Ísland)
Leikraddir:
Arna Rún Gústafsdóttir
Guðni Tómasson
Karl Pálsson
Katrín Ásmundsdóttir
Ragnar Eyþórsson
Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
![Veðurfregnir](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurfregnir kl. 18:50.
![Sinfóníutónleikar](/spilari/DarkGray_image.png)
Beinar útsendingar frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Á efnisskrá:
*Forleikur að óperunni Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
*Sigla, hörpukonsert eftir Lottu Wennäkoski.
*Sinfónía nr. 4, Rómantíska sinfónían, eftir Anton Bruckner.
Einleikari: Katie Buckley.
Stjórnandi: Eva Ollikainen.
Kynnir: Pétur Grétarsson.
![Fréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
![Veðurfregnir](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurfregnir kl. 22:05.
![Passíusálmar](/spilari/DarkGray_image.png)
Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Áföll af ýmsum toga geta haft alvarleg áhrif á þroska og velferð barna til framtíðar litið. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að skólar og aðrar stofnanir mæti þörfum barna sem verða fyrir áföllum. Sigrún Harðardóttir, dósent við Félagsráðgjafardeild HÍ, kom í þáttinn í dag en hún stýrir málstofu um farsæld barna og áföll og áskoranir í nútímanum á Félagsráðgjafaþingi sem fram fer á föstudaginn. Með henni kom Ragnheiður Hergeirsdóttir, lektor við Félagsráðagjafardeild HÍ, en hún heldur erindi á þinginu um börn sem búa við erfiðar aðstæður, eða eru jaðarsett og eru því líklegri en önnur til að búa við langvarandi og alvarlegri vanda í kjölfar samfélagslegra áfalla eða hamfara.
Við kíktum í heimsókn í Systrasamlagið, sem nú er til húsa við Óðinsgötu 1, en var stofnað 2013 á Seltjarnarnesi og var á þeim tíma dáldið nýtt konsept í verslunar- og kaffihúsarekstri á Íslandi. Þetta er verslun og lífrænt kaffihús og byggt á þeirri hugsjón að víkka út hugmyndina um heilsubúð og færa nær almenningi og hafa andann alltaf með í efninu. Þannig tóku þær stefnuna systurnar Jóhanna & Guðrún Kristjánsdætur strax í upphafi að bjóða ekki eingöngu upp á holla og góða fæðu, heldur einnig t.d. lífrænan jógafatnað og jógavörur. Þær æfðu handbolta í æsku sem þær segja að hafi kennt sér ákveðið úthald og seiglu sem komi sér vel í svona rekstri þar sem skiptast á skin og skúrir.
Tónlist í þættinum í dag
Egils appelsín / Spilverk þjóðanna (Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Sigurður Bjóla Garðarsson, texti Egill Ólafss., Valgeir Guðjónss., Sigurður Bjóla, Kristján Jónsson og Sveinbjörn Egilsson)
Ameríka / Valdimar Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson (Bragi Valdimar Skúlason, texti Magnús Eiríksson)
Með hækkandi sól / Systur (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir / Lay Low)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Konungurinn lengi lifi, skrifaði Donald Trump um sjálfan sig á samfélagsmiðlum í gær.
Frá því að hann tók við embætti forseta í Janúar hefur hann unnið að því að gjörbylta bandarísku stjórnkerfi og samfélagi með suðurafríska tæknimógúlinn Elon Musk sér við hlið.
Hugmyndirnar sem þeir styðjast í niðurrifinu og uppbyggingu hins nýja samfélags hafa lengi verið að bruggast í tæknigeiranum - og þær eru róttækari en marga grunar.
Lýðræðið er komið á endastöð, og Bandaríkin þurfa snjallan forstjóra sem stýrir samfélaginu eins og sprotafyrirtæki. Það þarf að byggja upp einveldi, nýtt konungsdæmi, segja jafnvel sumir.
Næstu vikurnar ætlum við að sökkva okkur ofan í þessar byltingarhugmyndir og hugsuðina á bakvið þær, konungssinnana í Kisildal.
Í fyrsta þættinum fjöllum við um þýsk-amerísk-nýsjálenska fjárfestinn Peter Thiel, læriföður varaforsetans JD Vance og fyrsta áhrifamanninn úr Silicon Valley sem studdi við Donald Trump.
Það efni sem við notuðum við gerð þáttarins var meðal annars eftirfarandi:
Textar eftir Peter Thiel:
- Zero to One: Notes on Startups, Or How to Build the Future (2014)
- Education of a Libertarian (2009):
https://www.cato-unbound.org/2009/04/13/peter-thiel/education-libertarian/
- The Straussian Moment (2007):
https://gwern.net/doc/politics/2007-thiel.pdf
Viðtöl við Thiel:
- Triumph of the Counter-Elites (2024):
https://podcastnotes.org/honestly-with-bari-weiss/peter-thiel-on-the-triumph-of-the-counter-elites-honestly-with-bari-weiss/
- Peter Thiel is taking a break from democracy (2023):
https://www.theatlantic.com/politics/
archive/2023/11/peter-thiel-2024-election-politics-investing-life-views/675946/
- The state contains violence (2023):
https://www.youtube.com/watch?v=qh_nxwTwKrg
Umfjallanir blaðamanna um Thiel
- Ævisagan The Contrarian: Peter Thiel and Silicon Valley's Pursuit of Power (2019) eftir Max Chafkin.
- Inside the New Right, Where Peter Thiel Is Placing His Biggest Bets (2022):
https://www.vanityfair.com/news/2022/04/inside-the-new-right-where-peter-thiel-is-placing-his-biggest-bets
![Útvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýja reglugerð sem kveður á um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum. Þessu hafa læknar kallað eftir í einhvern tíma. Við heyrum í Rögnu Hlín Þorleifsdóttur húðlækni.
Almarr Ormarsson, íþróttafréttamaður, verður á línunni frá Ungverjalandi þar sem íslenska karlalandsliðið í körfubolta leikur í dag lykilleik í því að komast á Evrópumótið.
Sálfræðideild HR heldur í dag málstofu þar sem stendur til að ræða samfélagsmiðla og tölvuleikjanotkun barnanna okkar og áhrif þessarar altumlykjandi tækni á líðan þeirra.
Þórhildur Halldórsdóttir, dósent við Sálfræðideild HR og barnasálfræðingur kemur til okkar ásamt Hönnu Steinunni Steingrímsdóttur sem er líka dósent við Sálfræðideild HR.
Ríkisstjórnin ætlar í vikunni að kynna nýtt fyrirkomulag kílómetragjalds sem taka á gildi um mitt ár. Olíugjald verður fellt niður og kílómetragjald kemur í staðinn. Fjármálaráðherra sagði í fréttum í gær þetta mikilvæga og óumflýjanlega breytingu. Við ræðum þessi mál við Ingvar Þóroddsson, þingmann Viðreisnar, og Sigríði Á. Andersen, þingmann Miðflokksins.
Nú virðist hver þorrablótsfarinn á fætur öðrum enda heima með matareitrun. Að minnsta kosti þrjár hópsýkingar hafa orðið þennan Þorrann. Hefur fólk eitthvað misst tökin á þorramatnum? Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, hússtjórnarkona með meiru fer yfir grundvallaratriðin í slíkum veislum.
Stefán Pálsson, sagnfræðingur, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum slembibækur úr safni hans þaðan sem hann hefur á síðustu dögum birt áhugaverðan sögulegan fróðleik.
![Fréttayfirlit 7:30](/spilari/DarkGray_image.png)
![Fréttayfirlit 8:30](/spilari/DarkGray_image.png)
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við fengum hlustendur til þess að lauma sínum uppáhalds lögum úr Söngvakeppninni á lagalista fólksins (lögin sem unnu ekki).
Við heyrðum lag af plötu vikunnar o auðvitað lög úr Söngvakeppninni 2025.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-02-20
Stefán Hilmarsson - Heimur allur hlær.
SKEE-LO - I wish.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON OG MEMFISMAFÍAN - Þitt auga.
Erna Gunnarsdóttir - Aldrei ég gleymi.
Snorri Helgason - Borgartún.
MOLOKO - Sing it back.
Nathaniel Rateliff and The Night Sweats - S.O.B..
Ágúst Þór Brynjarsson - Like You.
OLIVIA RODRIGO - Vampire.
QUARASHI - Stun Gun.
EMILÍANA TORRINI - Perlur Og Svín.
PET SHOP BOYS - Rent.
Fender, Sam - Arm's Length.
SIGRÚN STELLA - Baby Blue.
Stebbi JAK - Set Me Free.
THE HOUSEMARTINS - Happy Hour.
OF MONSTERS & MEN - Alligator.
AMY WINEHOUSE - Love is a losing game.
Mc Solaar - Nouveau western.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
Júlí Heiðar Halldórsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir - Fire.
Dina Ögon - Mormor.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
Hreimur - Ég hef beðið.
Yembe, Camille - Plastique.
KÁRI EGILSSON - Midnight Sky.
VIOLENT FEMMES - Blister in the sun.
Kristó - Svarti byrðingurinn.
Magni Ásgeirsson - Hugarró(Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012).
EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON - Norðurljós.
BJARNI ARA - Karen.
ÞÓREY HEIÐDAL - Sá Þig.
Björgvin Halldórsson - Mín þrá.
SIMBI OG HRÚTSPUNGARNIR - Hey.
Mannakorn - Línudans.
REGÍNA ÓSK - Þér Við Hlið.
Dimma - Almyrkvi.
Eiríkur Hauksson - Mitt á milli Moskvu og Washington (live).
BJÖRGVIN HALLDÓRS. & ERNA GUNNARSD. - Lífsdansinn.
Jóhann Helgason Tónlistarmaður - Í blíðu og stríðu.
Merzedes Club - Ho, ho, ho, we say hey, hey, hey.
RAGNHEIÐUR GRÖNDAL OG SALSASVEITIN - Ferrari.
CELEBS - Dómsdags dans.
Jógvan Hansen - One more day.
Model - Lífið er lag.
DR. SPOCK - Hvar ertu nú?.
Haffi Haff - The wiggle wiggle song.
Hvanndalsbræður - Gleði og glens.
![Útvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Stjórnvöld í Rússlandi eru alfarið á móti hugmyndum Breta og Frakka um að þrjátíu þúsund manna herlið Evrópuríkja verji Úkraínu ef samningar um stríðslok nást. Úkraínuforseti fundar í dag með erindreka Bandaríkjastjórnar.
Unnið er í kappi við tímann við að reyna að afstýra verkföllum sem boðuð eru í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Fundur í deilunni hélt áfram hjá ríkissáttasemjara í morgun.
Stjórnarandstaðan sótti hart að Ingu Sæland í hennar fyrsta fyrirspurnartíma á Alþingi. Hún svaraði litlu um styrkjamál Flokks fólksins.
Ísraelsmenn tóku í dag við líkum fjögurra gísla sem voru í haldi Hamas-samtakanna. Þetta er í fyrsta sinn sem lík gísla eru afhent ísraelskum yfirvöldum.
Samgöngustofa nýtir ekki allar heimildir í lögum til að bæta flugöryggi, að mati þingmanns Sjálfstæðisflokks.
Fasteignamarkaðurinn er að taka við sér eftir lægð í fyrra. Hagfræðingur segir vaxtalækkanir Seðlabankans gera það að verkum að fleiri eigi ráð á húsnæði.
Akureyrarbær sendi ekki íbúum tilkynningu þegar loftgæði fóru langt yfir heilsuverndarmörk fyrr en degi eftir að það gerðist. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands segir að verklagsreglur gagnist lítið ef þeim er ekki fylgt.
![Poppland](/spilari/DarkGray_image.png)
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Popplendingarnir Siggi og Lovísa á sínum stað þennan fimmtudaginn, fjölbreytt blanda af tónlist og fróðleik eins og vanalega. Arnar Eggert og Andrea Jóns gerðu upp plötu vikunnar, Hlið A, Hlið B með Hreimi, upphitun fyrir úrslit Söngvakeppninnar, allskonar nýtt en gamalt líka í bland.
Una Torfadóttir, Sigurður Halldór Guðmundsson Tónlistarm. - Þetta líf er allt í læ.
ABBA - Voulez-Vous.
Ásdís, Purple Disco Machine - Beat Of Your Heart.
VÖK - Miss confidence.
KOOL & THE GANG - Celebration.
VÆB - Róa.
THE JAM - That's Entertainment.
Strings, Billy - Gild the Lily.
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please feat. Dolly Parton.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
Bubbi Morthens, Friðrik Dór Jónsson - Til hvers þá að segja satt?.
Fat Dog - Peace Song.
Johnny King, Goldies - Nútíma kúreki.
LAND OG SYNIR - Von Mín Er Sú.
LAND OG SYNIR - Dreymir.
Magni Ásgeirsson, Gunnar Ólason, Hreimur - Árið 2001.
Erna Hrönn Ólafsdóttir, Hreimur - Hjartasár.
Hreimur - Þar sem himinn ber við haf.
Anita - Aðeins eina nótt.
Hreimur - Get ekki hætt að hugsa um þig.
Hreimur - Aðeins eina nótt.
Hreimur - Þú birtist mér aftur.
BLUR - The Narcissist.
BJÖRG PÉ - Timabært.
KHRUANGBIN - Texas Sun.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
Green Day - Time Of Your Life.
Valdimar Guðmundsson Tónlistarm., Issi - Gleyma.
Lykke Li - I Follow Rivers (The Magician Remix).
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
Del Rey, Lana - Take Me Home, Country Roads.
Tinna Óðinsdóttir - Words.
Cyrus, Miley, Beyoncé - II MOST WANTED.
MILKY CHANCE - Stolen Dance.
Dacus, Lucy - Ankles.
Raye - Worth It.
ÁSGEIR TRAUSTI - Leyndarmál.
Örn Gauti Jóhannsson, Isadóra Bjarkardóttir Barney, Vilberg Andri Pálsson, Matthews, Tom Hannay - Stærra.
STEVIE WONDER - Signed, Sealed, Delivered.
Lumineers, The - Same Old Song.
Fike, Dominic - 3 Nights.
PATRi!K & LUIGI - Skína.
Djo - Basic Being Basic.
Snorri Helgason - Borgartún.
SSSól - Ég verð að fá að skjóta þig.
BJARNI ARA - Aðeins lengur.
SPANDAU BALLET - Gold.
STEINUNN JÓNSDÓTTIR & ÞORSTEINN EINARSSON - Á köldum kvöldum.
MORGAN WALLEN - Love Somebody.
SIGUR RÓS - Hoppípolla.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Í gær birtist grein á Vísi og yfirskriftin var : Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst. Undir þetta rita bæjar- og sveitarstjórar Akureyrarbæjar, Múlaþings, Dalvíkurbyggðar, Vesturbyggðar, Vestmannaeyjabæjar, Fjarðabyggðar, Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Ísafjarðarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar Við heyrðum í Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestamnnaeyjabæjar í þættinum.
Rás 2 tekur þátt í stærsta útvarpsþætti Evrópu í næstu viku. Þátturinn nefnist Europe's Biggest Gig. BBC Radio 1 framleiðir þáttinn í samstarfi við EBU. Siggi Gunnars kom til okkar.
Það bárust tíðindi úr Umhverfisráðuneytinu því umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson hefur hækkað veiðigjöld á hreindýr um 20% fyrir tarfa og 19% fyrir kýr
Við heyrðum hljóðið í Áka Ármanni Jónssyni formanni Skotvís um þessar nýju vendingar.
Helvítis fokking febrúar er ný spunasýning sem sýnd verður í Tjarnabíó sunnudaginn 23. febrúar. Hópur spunaleikara mun, meðal annars, nýta það helsta sem staðið hefur upp úr í fréttum í febrúar sem innblástur til að búa til brakandi ferskt grín á staðnum. Því má því segja að úr verði eins konar “áramótaskaup” fyrir febrúar. Þeir Sindri Kamban og Stefán Gunnlaugur komu til okkar.
Jón G. Hauksson, blaðamaður hefur opnað nýjan vef, Grafarvogur.net, sem hann hyggst uppfæra daglega með nýjum fréttum og fróðleik. Jón leit til okkar.
Íslandspósti hefur verið falið það hlutverk fyrir hönd ríkisins að sinna alþjónustu á Íslandi til ársins 2030, fyrir sendingar bæði innanlands og til annarra landa. Skilyrði fyrir alþjónustu er að öllum landsmönnum skuli standa til boða ákveðin lágmarksþjónusta á viðráðanlegu verði og að uppfylltum ströngum gæðaviðmiðum. Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, var fyrsti gestur okkar í dag.
Fréttir
Fréttir
Kennaraforystan hefur samþykkt innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu við ríki og sveitarfélög. Afstaða ríkis og sveitarfélaga fæst í kvöld og þá ræðst hvort verkföllum verður frestað.
Nýr meirihluti í Reykjavík kýs nýjan borgarstjóra á aukafundi í borgarstjórn síðdegis á morgun.
Verði loðnukvótinn eins lítill og Hafrannsóknarstofnun ráðleggur þá dugar hlutur Vinnslustöðvarinnar í eina stutta veiðiferð, segir framkvæmdastjórinn.
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjaforseta og fleiri flokkssystkin hans í Repúblikanaflokknum gagnrýna forsetann fyrir að kalla forseta Úkraínu einræðisherra.
Það er næstum ómögulegt að fá sér úr pelaflösku með skyrdrykk án þess að sulla yfir sig allan sagði þingmaður í fjögurra klukkutíma umræðu um plasttappa.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Skatturinn og héraðssaksóknari réðust um miðjan síðasta mánuð í umfangsmiklar aðgerðir í tengslum við rannsókn á þaulskipulögðum skattsvikum - sem kölluð hafa verið reikningaverksmiðjur.
Flokkur fólksins heldur landsfund sinn á laugardaginn. Flokkur sem bauð fyrst fram fyrir níu árum tók sæti á þingi fyrst 2017. sæti í ríkisstjórn fyrir áramót og allt útlit fyrir að sé líka kominn í borgarstjórn. Það hefur gustað um formanninn og stofnandann Ingu Sæland sem segir augljóst að flokkurinn sé stjórntækur og vel það.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Friðrik Dór, Bubbi Morthens - Til hvers þá að segja satt?
Sycamore Tree - I Scream Your Name
Doddi - You Will Die
Tómas Jónsson - Oddaflug
Ljóri - Slow Movie Song
Ásgeir Ásgeirsson - Hope
![Sjónvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Fréttastofa RÚV.
![Kvöldvaktin](/spilari/DarkGray_image.png)
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
![Fréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
![Konsert](/spilari/DarkGray_image.png)
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.