Alþingiskosningar eru handan við hornið og í ýmis horn að líta.
Baldvin Þór Bergsson tekur saman það sem hæst ber í viku hverri fram að kosningum.
Hvað fannst gestum Vikulokanna um kappræðurnar? Hvað sögðu Sigmundur Davíð og Inga Sæland í forystusætinu? Hvernig kýs unga fólkið? Allt þetta og meira til í þætti dagsins.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Gunnvant B. Ármannsson matreiðslumeistari er viðmælandi Magnúsar Ragnars Einarssonar.
Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.
Umsjón: Pétur Halldórsson.
Þátturinn hefst á frásögn skipstjóra með yfir hálfrar aldar reynslu, Jóns Ellerts Guðjónssonar. Ellert segir frá ferli sínum á fiskiskipum, kaupskipum og varðskipum, og ræðir m.a. um svokallað AIS-kerfi sem sér um tilkynningaskyldu skipa og báta nú orðið og sýnir sjófarendum hvaða skip og bátar eru í nágrenninu. Valur Sigurjónsson vélstjóri lenti stundum í viðgerðum á gufuvélum í togurum meðan þeir voru enn við lýði og segir frá því til dæmis þegar hann þurfti að fara inn í sjóðandi heitt rými til viðgerða og hélst ekki við nema nokkrar mínútur í einu. Ágúst Einarsson, sem líka er vélstjrói, segir frá atvikum þar sem hafa þurfti hraðar hendur og útsjónarsemi við viðgerðir á skipsvélum úti á rúmsjó en hann segir líka frá því hvernig hann læknaði sig af sjóveiki með því að pína í sig hafragraut. Þótt grauturinn kæmi aftur og aftur upp úr honum og á diskinn hélt hann áfram að skófla honum í sig þar til hann var búinn. Loks er spjallað við feðgana Lúðvík Gunnlaugsson og Gunnlaug Traustason sem voru að gera við Trausta EA um leið og Húni II var í slipp á Akureyri í apríl 2012. Trausti er furubátur með eikarböndum sem Lúðvík forðaði frá glötun á Ólafsfirði fyrir nokkrum árum. Þeir hafa báðir gríðarlega gaman af að halda honum við og ánægjan skín úr augunum á þeim. Gunnlaugur rak skipasmíðastöð ásamt Trausta Adamssyni um árabil og þeir smíðuðu meðal annars Hildi sem nú er skonnorta hjá Norðursiglingu á Húsavík. Gunnlaugur sagði með blik í auga að hann langaði til að smíða nýjan bát en það væri líka gaman að gera Trausta upp.
Veðurstofa Íslands.
Læsi og lesskilningi barna á Íslandi hefur hrakað hratt á undanförnum árum þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til þess að sporna við þessari þróun. PISA-rannsókninn 2022 leiddi í ljós að tæplega helmingur 15 ára drengja býr ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi, sama gildir um tæplega þriðjung stúlkna. Niðurstaðan er áhyggjuefni fyrir þjóðina alla. Í þáttaröðinni Læsi er rætt við fjölbreyttan hóp fólks sem kemur að skóla- og fræðslumálum á Íslandi. Fólk sem leggur sitt af mörkum til að styðja við fjölbreytta flóru nemenda í skólum landsins.
Þáttaröðin Læsi er framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Læsi og lesskilningur er ekki það sama. Það er hversu hratt þú lest og hvernig þér gengur að vinna úr því sem þú lest. Það er hinsvegar mikilvægt að mæla og fylgjast með þannig að hægt sé að grípa börn sem þurfa aðstoð. Snemmtæk íhlutun skiptir svo sannarlega máli hér eins og víðar. Viðmælendur í þætti fjögur eru Freyja Birgisdóttir, Guðmundur Engilbertsson, Helgi Arnarson, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir og Steinunn Gestsdóttir.
Guðsþjónusta.
Séra Sveinn Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari. Predikun flytja séra Elínborg Sturludóttir og Sigríður Schram.
Organisti er Guðmundur Sigurðsson.
Dómkórinn í Reykjvík syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar.
Tónlist:
Fyrir predikun:
Forspil: Nun bitten wir den heiligen Geist BuxWV 208. Dietrich Buxtehude.
Sálmur 621. Guðs kirkja er byggð á bjargi. Samuel Wesley / Stone, Friðrik Friðriksson.
Sálmur 262. Himneski faðir, veit oss þína miskunn. Þorvaldur Halldórsson, lag og texti.
Sálmur 270. Dýrð þér, dýrð þér. Pablo Sosa, lag og texti.
Sálmur 272. Hallelúja, dýrð sé Drottni. P. Nicolai / Helgi Hálfdánarson.
Sálmur 603. Ó, Drottinn, ég vil aðeins eitt. M. Haydn / K.L. Reichelt, Bjarni Eyjólfsson.
Eftir predikun:
Sálmur 610. Ó, Drottinn Kristur, dýrleg rík og há. D. Wikander / S. Dahlquist, Sigurbjörn Einarsson.
Sálmur 741. Ég trúi og treysti á þig, Guð. J. Bell / J. Bell, Arng. María Árnadóttir.
Sálmur 313. Ó, þú Guðs lamb. Þorvaldur Halldórsson / Biblíutexti.
Sálmur 611. Þér lof vil ég ljóða. Valerius / Th. Baker, Bjarni Eyjólfsson.
Eftirspil: Dich krönte Gott mid Freuden (Son Guðs ertu með sanni). Karl Piutti.
Útvarpsfréttir.
Staðan er snúin í kjaradeilu kennara. Formaðurinn kennarasambandsins segir mikinn vilja hjá kennurum að bæta í verkfallsaðgerðir. Þeir eigi vænan verkfallssjóð.
Ár er í dag frá einum mestu jarðhræringum í seinni tíð þegar kvikugangur myndaðist við Grindavík og bærinn var rýmdur. Grindvíkingar koma víða saman í dag til að sýna hver öðrum styrk og samstöðu.
Vísbendingar eru um að tvöfalt til þrefalt meiri bergkvika en áður myndist undir jarðskorpunni vegna hopunar jökla. Eldvirkni gæti aukist vegna þessa en alls ekki víst að viðbótarkvikan brjótist fram í formi eldgosa.
Fyrrum ráðgjafi Donalds Trumps segir að næsta ríkisstjórn Bandaríkjanna ætli að stuðla að því að koma á friði í Úkraínu, frekar en að endurheimta hernumin landsvæði. Krímskagi sé runninn Úkraínumönnum úr greipum.
Tugir þúsunda komu saman til mótmæla í Valencia-borg á Spáni í gærkvöld vegna viðbragða yfirvalda við miklum flóðum í lok síðasta mánaðar.
Kanadískt ungmenni hefur greinst með fuglaflensu. Þarlend stjórnvöld telja þó ekki hættu á útbreiðslu veirunnar meðal almennings.
Kleinudagurinn er í dag. Þetta er fjórða árið í röð sem hann er haldinn en íslenskir kleinuunnendur reyna að festa hefðina í sessi.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða ræðir Karitas við fréttamanninn Birtu Björnsdóttur um úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum, sem fóru fram í vikunni. Í seinni hluta þáttarins skoðum við fimm hundruð ára gamal hálsmen sem fannst í Bretlandi árið 2019 og tengist merkilegri konungsfjölskyldu þar í landi.
Föstudagurinn 10. nóvember 2023 var upphafið að nýjum kafla í sögu Grindavíkur. Íbúar bæjarins neyddust til að yfirgefa heimili sín í miklum flýti og við tók gríðarleg óvissa um framtíðina. Í þessum þáttum fylgjumst við með lífi Grindvíkinga þróast í takt við sífelldar breytingar.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Í þættinum veltum við fyrir okkur framtíð Grindavíkur og fólksins sem þar átti heima fyrir rýmingu. Rætt er við Ingibjörgu Lilju Ómarsdóttur, fagstjóra endurreisnar og fræðslu hjá Almannavörnum, um enduruppbyggingu samfélaga eftir áföll.
Viðmælendur: Halla Kristín Sveinsdóttir, Marteinn Guðbjartsson, Elínborg Gísladóttir, Bentína Frímannsdóttir, Kristólína Þorláksdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Ólafur Þór Þorgeirsson, Gunnar Tómasson, Sólveig Ólafsdóttir, Eiríkur Óli Dagbjartsson og Jóhanna Harðardóttir.
Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir
Útvarpsfréttir.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Tónlistin í þættinum (Einfaldar reglur, hratt-hægt, æst-rólegt, 0-1 :)
Avanti kammersveitin leikur lokamars úr Danses concertantes eftir Igor Stravinskij
Yo-Yo Ma leikur Saraböndu úr þriðju sellósvítu Johanns Sebastians Bach
Adam Fischer stjórnaði austurrísk-ungversku Haydn sveitinni í fjórða kafla Undrunar-sinfóníu Josephs Haydn, þeirrar nr. 94.
Tallis Scholars syngja If ye love me eftir Thomas Tallis.
Mari Samuelssen og Scoring Berling leika The Orangery úr Plan and elevation eftir Caroline Shaw.
Reginald Kell og Wilhelm Lansky-Otto leika 2. kafla úr sónötu nr. 1 eftir Johannes Brahms fyrir klarinett og píanó.
Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur Regard de l'étoile úr Vingt Regards sur l'Enfant-Jésus eftir Olivier Messiaen.
Cecilia Bartoli og György Fishcher flytja lag Tomassos Giordani Caro mio ben.
Marriss Jansons stjórnar Sinfóníuhljómsveit bæverska útvarpsins í Marche au supplice úr Symphonie fantastique, op.14 eftir Hector Berlioz.
Kór King's College Cambridge syngur undir stjórn Daniels Hyde Ubi caritas et amor eftir Maurice Duruflé.
Leila Josefowicz leikur þriðja kafla (Pulse II) eftir Esa-Pekka Salonen ásamt finnsku útvarpshljómsveitinni undir stjórn tónskáldsins
Víkingur Heiðar Ólafsson leikur Sónötu nr. 42 eftir Domenico Cimarosa.
Réne Jacobs stjórnar Collegium Vocale í Tókkötu úr upphafi L'Orfeo eftir Claudio Monteverdi.
Montserat Figueras og dóttir hennar Arienne og Hesperion XX undir stjórn Jordi Savall flytja eistneska barnagælu, Kuus Kuus Kallike eftir Arvo Pärt.
Steve Reich: Clapping music. Russell Harenberger.
Leon Fleisher leikur Í sumarsælum dölum eftir Bach.
Bjarte Eike og Barokksolistene leika Niel Gow's Lament for the Death of his Second Wife.
Einar Kristjánsson syngur Í dag skein sól eftir Pál Ísólfsson við ljóð Davíðs Stefánssonar.
Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson.
Orðið maður er óákveðið fornafn í setningum á borð við “ég veit ekki hvað maður á að gera“ og vísar að vissu marki almennt til fólks en þó mikið til til þess sem talar. Það er eðlilegt þegar orðið hefur sem nafnorð almennu merkinguna manneskja eða fólk.
En þegar orðið hefur ekki þá almennu merkingu heldur bara merkinguna karlmaður, er þá kannski ekki skrítið að sumt fólk, líklega frekar það fólk sem ekki er karlkyns, staldri við og noti ef til vill eitthvað annað í þessari fornafnsmerkingu.
Að minnsta kosti tvö orð hafa nú bæst í þennan flokk, ef svo mætti kalla, af nafnorðum um fólk sem gegna hlutverki óákveðins fornafns. Það eru kona, og man. Orðið kona þekkja flestir en orðið man er líklega minna þekkt. Það hefur merkinguna 'ófrjáls maður, karl eða kona' en líka merkinguna kona í skáldamáli, og sú merking er líklega þekktari, og í sérmerkingunni kona eru sumar konur farnar að nota það í stað orðsins maður, þegar það er notað sem óákveðið fornafn.
Alþingiskosningar eru handan við hornið og í ýmis horn að líta.
Baldvin Þór Bergsson tekur saman það sem hæst ber í viku hverri fram að kosningum.
Hvað fannst gestum Vikulokanna um kappræðurnar? Hvað sögðu Sigmundur Davíð og Inga Sæland í forystusætinu? Hvernig kýs unga fólkið? Allt þetta og meira til í þætti dagsins.
Veðurstofa Íslands.
Dagskrá um Þórberg Þórðarson
Í þættinum flytur m.a. Þórbergur kafla úr verkum sínum: Bréf til Láru, Pistilinn skrifaði, Íslenskur aðall og Ævisaga Árna prófstas. Matthías Jóhannesson les kafla úr bókinni Í kompaníi við allífið.
Umsjón: Gunnar Stefánsson
(Áður á dagskrá 1974)
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Steinunn Lilja Emilsdóttir verkefnastjóri á Ónæmisfræðideild Landspítalans. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum lífið. Steinunn talaði um eftirfarandi bækur og höfundar:
Caravaggio – A Life Sacred and Profane e. Andrew Graham-Dixon.
The Book of Longing e. Leonard Cohen
The Giant‘s Bread e. Agatha Christie
The Woman in White e. Wilkie Collins
Brideshead Revisited e. Evelyn Waugh.
Í þessari þáttaröð fjallar Magnús Sveinn Helgason sagnfræðingur um sögu íslenska verðbréfamarkaðarins í aðdraganda fjármálabólunnar og hrunsins, hugsjónir frumherja hlutabréfamarkaðar, hugmyndir manna um markaðinn og afdrif þeirra.
Í þessum þætti er fjallað um þær fjölmörgu viðvörunarraddir sem heyrðust eftir aldamót og hvort rétt sé að tala um að útþensla íslenska fjármálakerfisins hafi verið bóla. Umsjón: Magnús Sveinn Helgason.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Leiðbeinandi: Anna Marsibil Clausen.
Flest höfum við ákveðnar skoðanir á litum, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Sumir hafa jafnvel það sterkar skoðanir á litum að vissir tónar vekja upp hjá þeim einstaka vellíðan eða gífurleg óþægindi. En hvernig mótast smekkur okkar á litum og þróast? Getum við séð liti með augum annarra eða jafnvel í nýju ljósi?
Umsjón: Hera Guðmundsdóttir
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Viktoria Mullova leikur á fiðlu og Misha Mullov-Abbado leikur á kontrabassa. Þau flytja Träumerei (Kinderszenen Op.15/7) eftir Robert Schuman.
Laura van der Heijden leikur á selló og Petr Limonov á píanó. Þau flytja 1. Þátt, andante grave, úr Sellósónötu í C-dúr Op. 119 eftir Sergej Prokofjev.
Daishin Kashimoto leikur á fiðlu, Emmanuel Pahud á þverflautu og Eric Le Sage á píanó. Þeir flytja Tríó fyrir flautu, fiðlu og píanó eftir Nino Rota.
Verkið er í þremur þáttum:
1. Allegro ma non troppo
2. Andante sostenuto
3. Allegro vivace con spirito
Caput flytur Octette (1987) eftir Hauk Tómasson. Hljóðritun kom út á plötunni Portrait 1994.
Maria João Pires leikur á píanó, 4. Þátt í As-dúr, Allegretto - Trio úr Impromptus D 899 (1827) eftir Franz Schubert.
Viktoria Mullova leikur á fiðlu og Misha Mullov-Abbado á kontrabassa. Þau flytja brasilíska þjóðlagið Caicó
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Á árinu 2023 las umsjónarmaður Frjálsra handa í nokkrum þáttum úr stórmerkilegum endurminningum bresks dáta sem var í herliði því sem tók Napólí úr höndum þýskra nasista og ítalskra fasista haustið 1943. Frásögnin er óvenju hreinskilin og einlæg um vandamálin sem við blöstu í hinni hernumdu borg, og hér verður enn gluggað í bókina og sagt frá því hvernig bresku hernámsyfirvöldin reyndu að finna sér leið um margflókið ítalskt samfélag, gegnsýrt af fasisma og mafíustarfsemi.
Útvarpsfréttir.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Útvarpsfréttir.
Staðan er snúin í kjaradeilu kennara. Formaðurinn kennarasambandsins segir mikinn vilja hjá kennurum að bæta í verkfallsaðgerðir. Þeir eigi vænan verkfallssjóð.
Ár er í dag frá einum mestu jarðhræringum í seinni tíð þegar kvikugangur myndaðist við Grindavík og bærinn var rýmdur. Grindvíkingar koma víða saman í dag til að sýna hver öðrum styrk og samstöðu.
Vísbendingar eru um að tvöfalt til þrefalt meiri bergkvika en áður myndist undir jarðskorpunni vegna hopunar jökla. Eldvirkni gæti aukist vegna þessa en alls ekki víst að viðbótarkvikan brjótist fram í formi eldgosa.
Fyrrum ráðgjafi Donalds Trumps segir að næsta ríkisstjórn Bandaríkjanna ætli að stuðla að því að koma á friði í Úkraínu, frekar en að endurheimta hernumin landsvæði. Krímskagi sé runninn Úkraínumönnum úr greipum.
Tugir þúsunda komu saman til mótmæla í Valencia-borg á Spáni í gærkvöld vegna viðbragða yfirvalda við miklum flóðum í lok síðasta mánaðar.
Kanadískt ungmenni hefur greinst með fuglaflensu. Þarlend stjórnvöld telja þó ekki hættu á útbreiðslu veirunnar meðal almennings.
Kleinudagurinn er í dag. Þetta er fjórða árið í röð sem hann er haldinn en íslenskir kleinuunnendur reyna að festa hefðina í sessi.
Rúnar Róberts í huggulegum helgargír.
Topplagið í Bretlandi á þessum degi, 10. nóvember árið 1984, var lagið I feel for you með Chaka Khan. Eitís plata vikunnar var The Joshua Tree frá 1987 með U2. Og á þessum degi í tónlistarsögunni var staldrað þá staðreynd að árið 1973 fór Elton John á topp plötulistans í Bandaríkjunum með plötuna Goodbye Yellow Brick Road. Og Nýjan ellismell vikunnar átti Suzanne Vega en lagið heitir Rats og er af væntanlegri plötu sem kemur út í vor, 2025.
Lagalisti:
ICEGUYS - Gemmér Gemmér.
Fleetwood Mac - You make loving fun.
UNNSTEINN - Andandi.
M83 - Midnight City.
Elín Hall - Hafið er svart.
13:00
Elton John - Goodbye Yellow Brick Road.
Árný Margrét - I miss you, I do.
The Clash - Rock The Casbah.
Michael Kiwanuka - The Rest Of Me.
Teddy Swims - Bad Dreams.
Kristín Sesselja - Exit Plan.
Noah and the Whale - 5 Years Time.
Moby - Porcelain.
Spandau Ballet - True.
Rebekka Blöndal - Kveðja.
R.E.M. - Leaving New York.
Rolling Stones - Angie.
Dasha - Austin.
Huginn - Veist af mér.
14:00
Emmsjé Gauti og Fjallabræður - Bensínljós.
Guns n' Roses - Sweet Child O' Mine.
Dua Lipa - Houdini.
Brot úr Árið er 2018:
Jónas Sig - Að lokum.
Jónas Sig - Milda hjartað.
Jónas Sig - Dansiði.
Nik Kershaw - The Riddle.
Bruno Mars og Lady Gaga - Die With A Smile.
Kiriyama Family - About you.
Beck - Loser.
Gigi Perez - Sailor Song.
Chaka Khan - I Feel For You.
Góss - Eitt Lag Enn.
Pet Shop Boys - Se a vida é (That's the way life is).
Erasure - Sometimes (2015 Mix).
15:00
Krummi - Stories To Tell.
Billie Eilish - Birds of a Feather.
U2 - With Or Without You.
U2 - In God's Country.
Bon Iver - S P E Y S I DE.
JAIN - Makeba.
Mike Ooldfield - Foreign Affair.
Queen - The night comes down (2024 mix).
Beyoncé - Bodyguard.
Suzanne Vega - Rats.
Prince - 1999
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Fréttastofa RÚV.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.
Útvarpsfréttir.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Birnir fer út í geim, Jói Pé og Króli fara í átt að tunglinu, Huginn er eini strákurinn, Herra Hnetusmjör er hetjan úr hverfinu og Aron Can ætlar aldrei heim. Prins Póló notar þriðja kryddið, Berndsen flytur tregafullt fullorðinspopp og haustvindar blása um Svavar Knút. Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir semja Þjóðhátíðarlagið, Gus Gus er orðinn dúett, Skálmöld segir sorgarsögu og Jónas Sigurðsson mildar hjartað. Emmsjé Gauti fer í hræðilegt ferðalag, Hatari dansar spillingardans, Benny Crespo’s Gang gerir minniháttar mistök og Vintage Caravan treður upp á yfir 100 tónleikum út um allan heim.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Birnir - Út í geim
Birnir - Afhverju
Birnir - Joey Skit
Birnir - Milljón
Birnir - Fáviti
Birnir & GDRN - RealBoyTing
Birnir - Playa mig
Birnir - Dauður
Björk - Um akkeri
Jón Jónsson - Lost
Jón Jónsson - Með þér (milda hjarta)
Jón Jóns & Friðrik Dór - Á sama tíma, á sama stað
Friðrik Dór & Jón Jónsson - Heimaey
Friðrik Dór - Fyrir fáeinum sumrum
Friðrik Dór - Segir ekki neitt
Prins Póló - Læda slæda
Prins Póló - Er of seint að fá sér kaffi núna?
Prins Póló og Hjálmar- Er of seint að fá sér kaffi núna?
Prins Póló - Líf ertu að grínast?
Prins Póló - Dúllur
Védís Hervör - Grace
Védís Hervör - Blow My Mind
Védís Hervör - Wild
Logi Pedro & Birnir - Dúfan mín
Logi Pedro & Floni - Ertugeim
Logi Pedro, Birnir & Floni - Tíma
Unnsteinn - Hjarta
Aron Can - Nei við því
Aron Can - Aldrei heim
Halli Reynis - Allar mínar götur
Bjartmar Guðlaugsson - Þegar þú sefur
Baggalútur - Sorrí með mig
Hatari - Spillingardans
Dúettinn Plató - Spillingadans
Emmsjé Gauti - Hógvær
Emmsjé Gauti - Eins og ég
Emmsjé Gauti - Mér líður vel
Eivör & John Lunn - The Last Kingdom
Eivör & John Lunn - Lívstræðrir
Gus Gus - Featherlight
Gus Gus & John Grant - Don’t Know How To Love
Jói Pé & Króli - Sjúkir í mig
Jói Pé & Króli - Í átt að tunglinu
Jói Pé & Króli - Þráhyggja
Jói Pé & Króli - 00:26
Huginn - Með þér (Interlude)
Huginn - Hætti ekki
Huginn & Herra Hnetusmjör - Hetjan
Huginn - Veist af mér
Herra Hnetusmjör - Shoutout á mig
Herra Hnetusmjör - Labbilabb
Herra Hnetusmjör - Upp til hópa
Herra Hnetusmjör - Keyra
Herra Hnetusmjör - Vangaveltur
Berndsen - Alter Ego
Berndsen - Shaping The Grey
Dagur Sigurðarsson - Í stormi
Ari Ólafsson - Our Choice
Vintage Caravan - Reflections
Vintage Caravan - Tune Out
Vintage Caravan - On The Run
Vintage Caravan - Set Your Sights
Vintage Caravan - The Chain
Atería - Saga fyrrverandi verðandi fiðrildis
Svavar Knútur - Morgunn
Svavar Knútur - The Hurting
Svavar Knútur - Haustvindar
Máni Orrason - You’re Acting Like A Fool
Haukur Heiðar - Draumaland
Arnór Dan - Stone By Stone
Birgir Stefánsson - Home
Skálmöld - Sverðið
Skálmöld - Móri
Skálmöld - Mara
Benny Crespos’s Gang - Another Little Storm
Arnar Úlfur - Hvítur tígur
Arnar Úlfur & Salka Sól - Falafel
Jónas Sig - Núna
Jónas Sig - Dansiði
Jónas Sig - Höldum áfram
Jónas Sig - Ég leitaði einskis og fann
Jónas Sig - Að lokum
Jónas Sig - Milda hjartað