Íslendingar

Hákon Aðalsteinsson

Hákon starfaði framan af sem vélstjóri á skipum en einnig sem bílstjóri og ökukennari. Hann var um skeið lögregluþjónn á Egilsstöðum og Húsavík og síðar skógarbóndi á Húsum í Fljótsdal. Hákon lét umhverfisvernd til í taka og gekk m.a. á fund Noregskonungs og orti honum tólf kvæða drápu til mótmæla fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum á Eyjabökkum. Hann skrifaði sjö bækur, þar af þrjár ljóðabækur. Dagskrárefnið er úr safni Sjónvarpsins. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

20. ágúst 2017

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Íslendingar

Íslendingar

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Þættir

,