
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi vill að allir krakkarnir bursti tennurnar svo þær verði ekki grænar, en sumir vilja frekar fá sér sleikjó!
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.

Krakkarnir bjarga Lofti úr svartholi en það kemur eitthvað skrítið til baka. Er þetta kannski ekki Loft?
Áróra fiktar í minningarsigtinu og beinir því að mömmu sinni. Vonda Loft verður örvæntingarfullt og sársvangt þegar það finnur sigtið ekki. Krakkarnir reyna að hjálpa því og hvetja það til að skapa sínar eigin minningar í stað þess að stela þeim frá öðrum.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Magnús Tumi Guðmundsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Gylfi Þór Þorsteinsson og Víðir Reynisson.

Sænskir þættir um matarsóun og hvernig hægt er að sporna gegn henni. Þáttastjórnendurnir Anna Lundberg og Paul Svensson kynna áhorfendur fyrir óvæntum uppskriftum að dýrindis réttum sem búnir eru til úr hráefni sem annars hefði verið hent.

Danskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.
Eva María Jónsdóttir og Pétur Blöndal fara í rannsóknarleiðangur og draga fram þræði ljóðsins í íslensku samfélagi. Hafa ljóð þýðingu í tilverunni og geta þau breytt lífi fólks? Þau skoða þætti sem ná yfir allt frá leikskólum til elliheimila, vöggu til grafar, ást til haturs, tónlist til myndlistar, göldrum til vísinda, rímum til rapps og landnámi til þessa dags. Dagskrárgerð: Jakob Halldórsson.
Í þættinum kynnumst við líkn ljóðsins í harmi og missi, hlutverki þess í dauðanum, bersögli, greddu og erótík á mörkum þess sem má, mæðginum sem yrkja eftir pöntun og mörgu fleiru.
Breskir heimildarþættir um áhrifavaldaparið Lauren og Charlie sem reynir að láta draum sinn um barneignir rætast. Charlies bíða líkamlegar áskoranir því hann er trans og þarf að hætta í hormónameðferð til að endurheimta tíðahringinn. Lauren er með áráttu- og þráhyggjuröskun og reynir að undirbúa sig andlega fyrir foreldrahlutverkið.

Sögumaðurinn og rithöfundurinn Einar Kárason fer á sögufræga staði og segir frá fólki og atburðum sem þar urðu. Frásagnarlistin er í fyrirrúmi, vettvangur atburðanna í bakgrunni. Einar segir frá kvenskörungum á söguöld, sagnariturum, höfðingjum, biskupum og baráttunni um Ísland. Dagskrárgerð: Björn B. Björnsson.
Einar segir frá Sturlu Þórðarsyni sagnaritara og nokkrum kvenskörungum Sturlungaaldar. Rætt er við Guðrúnu Nordal forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Í þættinum er sýnt frá Staðarhóli í Saurbæ, Sauðafelli í Dölum og Eiríksstöðum í Haukadal.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Fríða Ísberg er einn gesta í Kilju vikunnar. Hún segir okkur frá nýrri skáldsögu sinni sem kemur út nú í vikunni. Huldukonan nefnist bókin. Við förum norður í Nes í Aðaldal, á bakka Laxár, og hittum Ester Hilmarsdóttur sem er höfundur skáldsögunnar Sjáandi. Sagnfræðingurinn Davíð Ólafsson ræðir við okkur um Mynd og Hand en það er saga Myndlista- og handíðaskólans, afar merkrar stofnunar sem hóf starfsemi 1939. Svo fjöllum við um sjálfan Fjodor Dostojevskí, einn af risum heimsbókmenntanna, en hin mikla skáldsaga hans Djöflarnir hefur nú verið endurútgefin. Gunnar Þorri Pétursson er sérfróður um Dostojevskí og reifar fyrir okkur þetta stórbrotna verk. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Fröken Dúllu eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur, Lausaletur eftir Þórdísi Helgadóttur og Blöku eftir Rán Flygenring.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld kynnumst við starfsemi Kvenfélagsins Hringsins sem veltir tugum milljóna á hverju ári, við fylgjumst með gróðurrannsóknum í nágrenni álversins á Reyðarfirði, við heimsækjum farsælan rithöfund í Húnaþingi og við hittum búningahönnuð á Þingeyri.

Bresk þáttaröð um dýralæknastofu í Yorkshire á fjórða áratugnum. Þættirnir byggjast á bókum eftir Alf Wight sem skrifaði undir nafninu James Herriot. Aðalhlutverk: Nicholas Ralph, Anna Madeley og Samuel West.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Í þessum þætti er fjallað um hernám Breta á Íslandi árið 1940. Inn í það fléttast frásögn af Werner Gerlach, þáverandi ræðismanni Þýskalands á Íslandi, og við skoðum bíl sem hann er sagður hafa átt, auk ritvélar og tösku.


Krakkarnir bjarga Lofti úr svartholi en það kemur eitthvað skrítið til baka. Er þetta kannski ekki Loft?
Áróra fiktar í minningarsigtinu og beinir því að mömmu sinni. Vonda Loft verður örvæntingarfullt og sársvangt þegar það finnur sigtið ekki. Krakkarnir reyna að hjálpa því og hvetja það til að skapa sínar eigin minningar í stað þess að stela þeim frá öðrum.

Þorri og Þura eru álfar og heimsins bestu vinir. Einn daginn eiga þau von á Eysteini vini sínum en svo bólar ekkert á honum. Þorri og Þura leggja þá af stað í leit að vini sínum.
Þorri og Þura leggja af stað í leit að Eysteini. Allt í einu fer jörðin að hristast og þau heyra í Eysteini hrópa á hjálp í fjarska.
Þáttaröð í sex hlutum þar sem Steiney Skúladóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir kryfja til mergjar geðheilsu og greiningu á andlegri vanheilsu ungs fólks, en kvíði og aðrir andlegir kvillar eru sívaxandi vandamál. Í þáttunum er fjallað um nokkra tiltekna kvilla, meðferð og mögulegar úrlausnir, algengar mýtur og rætt við fólk sem greinst hefur með geðröskun, aðstandendur og fagfólk. Þættirnir eru sjálfstætt framhald Edduverðlaunaþáttaraðarinnar Framapots. Leikstjóri: Arnór Pálmi Arnarsson. Framleitt af Sagafilm.
Hver er munurinn á rétthugmyndum og ranghugmyndum? Þrír af hverjum hundrað einstaklingum fara í geðrof um ævina. Geðrofssjúkdómar eru flóknir og fjölbreyttir en undir þá skilgreiningu falla til dæmis geðklofi og geðhvörf. Stelpurnar ræða við fjóra einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa farið í geðrof, sérfræðinga og kíkja svo í innlit/útlit á Kleppi.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.

Íslensk leikin þáttaröð um fyrrverandi tollvörðinn Felix sem flyst ásamt eiginkonu sinni, Klöru, í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík. Á meðan Klara nýtur frelsisins rankar Felix við sér í innihaldslausum hversdagsleika eftir langa starfsævi og leitar tilgangs. Leikstjóri: Ragnar Bragason. Aðalhlutverk: Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir.
Þegar Klara vill losna við borðspilasafn sem fyllir geymsluna þeirra fær Felix þá hugmynd að útbúa spilasal í húsinu og safnar enn fleiri spilum, Klöru til mikillar mæðu. Felix er ósáttur við matinn í mötuneytinu og ákveður að gera þorramat með skelfilegum afleiðingum.
Danskt fjölskyldudrama frá 2025. Líkamsleifar ungbarns finnast á háalofti í íbúðarhúsi í Kaupmannahöfn. Martha, 87 ára, játar á sig glæpinn og fleiri löngu grafin fjölskylduleyndarmál koma upp á yfirborðið. Aðalhlutverk: Ulla Henningsen, Anette Støvelbæk, Alice Bier og Rikke Eberhardt Isen.

Franskur vísindatryllir frá 1965 um bandarískan leyniþjónustumann sem er sendur til fjarlægu geimborgarinnar Alphaville til að finna týndan leyniþjónstumann og illan vísindamann sem stjórnar borginni í gegnum ofurtölvu. Leikstjóri: Jean-Luc Godard. Aðalhlutverk: Eddie Constantine, Anna Karina og Akim Tamiroff. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Íslandsmeistaramótið í sundi í 25 metra laug í Laugardalslaug.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Felix, a retired customs officer, moves with his wife, Klara, to an assisted living facility in Reykjavík. While Klara embraces her newfound freedom, Felix struggles to find purpose in his monotonous daily life, and minor inconveniences soon spiral into major conflicts. Director: Ragnar Bragason. Main cast: Jón Gnarr, Edda Björgvinsdóttir
When Klara insists that Felix get rid of their board game collection, he instead decides to open a game room in the common area - and keeps collecting games until their apartment is overflowing. Meanwhile, dissatisfied with the canteen food, Felix attempts to cook traditional Icelandic meals at home, with disastrous results.