Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Viðbrögð forsvarsmanna Evrópuríkja hafa verið hörð í kjölfar ákvörðunar Donalds Trumos um tollahækkun. Björn Malmquist fréttaritari RÚV í Brussel fór yfir viðbrögð þeirra í dag.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir að enn sé mörgum spurningum ósvarað eftir gærdaginn. Mikilvægt sé að atvinnulíf og stjórnvöld snúi bökum saman í hagsmunagæslu fyrir Ísland. Hún var gestur Kastljóss.
Fjórðungur eldriborgara upplifa sig einmana en félagsleg einangrun hefur aukist mikið undanfarin ár, og þá sérstaklega á meðal fólks, sem er hætt að vinna.
Hönnunarmars er nú hafin í 17. sinn. Kastljós kíkti á nokkrar sýningar.
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Lið Álftaness og Garðabæjar eigast við í átta liða úrslitum.
Þáttaröð um hamfarahlýnun og hlutverk okkar sjálfra í baráttunni við loftslagsbreytingar. Hvers vegna reynist oft erfitt að gera breytingar sem við vitum að eru mikilvægar og jafnvel nauðsynlegar? Hvernig verðum við loftslagssnjallari?

Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Keppendur að þessu sinni eru Aron Már Ólafsson, Bolli Már Bjarnason, Gauti Þeyr Másson og Salka Sól Eyfeld.

Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.

Breskur sakamálaþáttur um hinn slungna séra Brown sem er ekki bara kaþólskur prestur heldur leysir glæpsamleg mál á milli kirkjuathafna. Aðalhlutverk: Mark Williams.

Norsk verðlaunamynd frá 2021. Þessi kolsvarta rómantíska gamanmynd segir frá fjórum árum í lífi ungrar konu, Julie, sem reynir að feta framaveginn á sama tíma og hún á í erfiðleikum með að fóta sig í ástarlífinu. Hún leggst í mikla sjálfsskoðun til að finna sig. Aðalhlutverk: Renate Reinsve, Anders Danielsen Lie og Herbert Nordrum. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 14 ára.
Bresk dramaþáttaröð frá 2023 byggð á sönnum atburðum. Nokkrum dögum eftir að Raoul Moat er látinn laus úr fangelsi skýtur hann fyrrum sambýliskonu sína, unnusta hennar og lögregluþjón. Hann leggur á flótta og í kjölfarið hefst stærsta lögregluleit Bretlands. Aðalhlutverk: Angela Bain, Joe Blakemore og Sonya Cassidy. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Dana er 9 ára stelpa sem elskar risaeðlur. Líf hennar breytist til frambúðar þegar hún fær gefins handbók um risaeðlur, sem kennir henni ekki aðeins nýja hluti um dýrin, heldur gefur henni ofurkrafta sem gera henni kleift að sjá fyrir sér risaeðlur í raunveruleikanum.