Gufuböð eru ómissandi liður í hátíðarhöldum Finna. Hvernig eru gufubaðssiðir Finna í dag? Af hverju hafa konur sérstakan áhuga á gufubaði? Hvað þýðir gufubaðið fyrir Finna? Stuttur heimildarþáttur um gufubaðshefðir Finna.
Hver skrifar sögu okkar? Það fer eftir ýmsu, svo sem þjóðerni, kyni eða uppruna, og sama atburði má lýsa á marga mismunandi vegu. Fornleifauppgröftur, nýjar rannsóknir eða annar tíðarandi getur líka valdið því að sagnfræðin verði endurskoðuð. Emma Molin og Özz Nûjen hjálpa okkur að sjá fleiri en eitt sjónarhorn á sögunni.
Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Álftaness og Reykjavíkur.
Lið Álftaness skipa Tryggvi M. Baldvinsson aðjunkt við tónlistardeild Listaháskólans í Reykjavík, deildarstjóri tónfræðigreina við Tónlistakólann í Reykjavík, tónskáld og fl., Ingrid Kuhlman sem rekur fyrirtækið Þekkingarmiðlun og Einar Sverrir Tryggvason kvikmyndatónskáld.
Lið Reykjavíkur skipa Óttarr Ólafur Proppé borgarfulltrúi og dægurlagatextahöfundur, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir laganemi og borðtennisþjálfari hjá KR og Börkur Gunnarsson blaðamaður.

Dönsk matreiðsluþáttaröð. Mette Blomsterberg reiðir fram kræsingar sem henta vel á sumrin.
Hljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson og Una Torfadóttir yfirheyra íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Við ræðum við tónlistarfólk sem vill alltaf meira. Rokktónlist þar sem allar nóturnar eru spilaðar, hlaðnar útsetningar, risakórar og miklar sviðsetningar. Loks flytja Bríet og Sinfóníuhljómsveit Íslands nýtt tónverk þar sem meira verður enn meira.

Abbe getur stöðvað tímann þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og hann vill. Þegar foreldranir hlusta ekki, stóri bróðir er alveg sama og heimurinn er ósanngjarn þá hrópar Abbe STOPP og þá stöðvast allt. Nú er það hann sem ræður.
Leikin íslensk þáttaröð sem fjallar um fimm menntaskólanema, vináttu þeirra og áskoranir. Fimm einstaklingar á aldrinum 17-20 ára voru valdir til að taka þátt í að skapa og skrifa þáttaröðina undir leiðsögn Dominique Sigrúnardóttur leikstjóra og handritshöfundar. Þættirnir eru afrakstur samstarfs RÚV, Hins hússins og Reykjavíkurborgar.
Eftir skemmtilegt partý þurfa vinirnir að komast í gengum daginn. Skólinn byrjar aftur með nýjum og skemmtilegur áskorunum. Jósafat er ekki í kassanum sínum.

Dramatísk þroskasaga frá 2022 í leikstjórn Charlotte Wells. Sophie rifjar upp ferðalag sem hún fór í með föður sínum þegar hún var 11 ára gömul. 20 árum síðar blandast raunverulegar og skáldaðar minningar saman þegar hún reynir að átta sig á því hver faðir hennar var utan föðurhlutverksins. Aðalhlutverk: Paul Mescal, Frankie Corio og Celia Rowlson-Hall.
Íslensk þáttaröð eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson. Útbrunnin handboltastjarna frá níunda áratugnum tekur við þjálfun kvennaliðs Aftureldingar eftir margra ára óreglu. Á gömlu heimaslóðunum þarf hann að horfast í augu við breytta tíma, fjarlæga dóttur sína, veðmálabrask og síðast en ekki síst, nýja kynslóð kvenna sem kallar ekki einu sinni ömmu sína, ömmu sína. Meðal leikenda eru Ingvar E. Sigurðsson, Svandís Dóra Einarsdóttir og Saga Garðarsdóttir.
Geirjón veit hvar Brynja vinnur. Þjóðverjarnir eru mættir. Skarphéðinn ætlar að stinga af. Hekla veit ekkert.

Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Ann Cleeves um Veru Stanhope rannsóknarlögreglukonu á Norðymbralandi. Með aðalhlutverk fara Brenda Blethyn, David Leon og Jon Morrison. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Vera rannsakar andlát gangandi vegfaranda eftir árekstur við bíl. Ökumaður bílsins flúði af vettvangi og allt bendir til þess að ekki hafi verið um slys að ræða. Leikstjóri: Claire Winyard. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Frönsk kvikmynd frá 2019. Nina og Madeleine hafa verið nágrannar, vinkonur, og það sem enginn veit - elskendur - í áratugi. Þegar breytingar verða á högum Madeleine myndast skyndilega hætta á að leyndarmál þeirra komist upp. Leikstjóri: Filippo Meneghetti. Aðalhlutverk: Barbara Sukowa, Martine Chevallier og Léa Drucker.