20:20
Felix & Klara (6 af 10)
6. Þorramatur
Felix & Klara

Íslensk leikin þáttaröð um fyrrverandi tollvörðinn Felix sem flyst ásamt eiginkonu sinni, Klöru, í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík. Á meðan Klara nýtur frelsisins rankar Felix við sér í innihaldslausum hversdagsleika eftir langa starfsævi og leitar tilgangs. Leikstjóri: Ragnar Bragason. Aðalhlutverk: Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir.

Þegar Klara vill losna við borðspilasafn sem fyllir geymsluna þeirra fær Felix þá hugmynd að útbúa spilasal í húsinu og safnar enn fleiri spilum, Klöru til mikillar mæðu. Felix er ósáttur við matinn í mötuneytinu og ákveður að gera þorramat með skelfilegum afleiðingum.

Er aðgengilegt til 07. desember 2026.
Lengd: 31 mín.
Eingöngu aðgengilegt á Íslandi
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,