Kiljan

5. nóv. 2025

Fríða Ísberg er einn gesta í Kilju vikunnar. Hún segir okkur frá nýrri skáldsögu sinni sem kemur út í vikunni. Huldukonan nefnist bókin. Við förum norður í Nes í Aðaldal, á bakka Laxár, og hittum Ester Hilmarsdóttur sem er höfundur skáldsögunnar Sjáandi. Sagnfræðingurinn Davíð Ólafsson ræðir við okkur um Mynd og Hand en það er saga Myndlista- og handíðaskólans, afar merkrar stofnunar sem hóf starfsemi 1939. Svo fjöllum við um sjálfan Fjodor Dostojevskí, einn af risum heimsbókmenntanna, en hin mikla skáldsaga hans Djöflarnir hefur verið endurútgefin. Gunnar Þorri Pétursson er sérfróður um Dostojevskí og reifar fyrir okkur þetta stórbrotna verk. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Fröken Dúllu eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur, Lausaletur eftir Þórdísi Helgadóttur og Blöku eftir Rán Flygenring.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

5. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,