Íslensk heimildarþáttaröð í fjórum þáttum. Þótt meirihluti landsmanna búi í þéttbýli býr sumt fólk á stöðum þar sem náttúran hefur meiri áhrif á líf þess en gengur og gerist. Í þessari þáttaröð greinir fólk frá ýmsum stöðum á landinu frá ástríðu sinni fyrir því, hvers vegna það kýs að búa utan þéttbýlis og hvað veldur því að það vill hvergi annars staðar búa. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon og Lára Ómarsdóttir.
Baldur Rafnsson var orðinn leiður á lífinu í höfuðborginni og langaði að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Þegar færi gafst festi hann ásamt konu sinni kaup á jörðinni Vattarnesi og fjölskyldan fluttist þangað búferlum. Innan um fugla, fiska, sauðfé og náttúrudýrð Skrúðs líður honum vel. Skrúður er griðastaður hans, eyjan hans.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Mál sem varða fullveldi Íslands hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Evrópusamvinna Íslendinga, varnarsamstarf, stafrænt fullveldi og tungumálið er meðal þess. Leggja allir sama skilning í hugtakið fullveldi? Halldór Benjamín Þorbergsson stjórnarformaður Almannaróms, Ragnheiður Kristjánsdóttir prófessor í sagnfræði við HÍ, Ragnhildur Helgadóttir rektor HR og Lóa Björk Björnsdóttir dagskrárgerðarmaður á Rás 1 eru gestir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í nýrri samnorrænni rannsókn kemur í ljós að Íslendingar eru þyngstir Norðurlandabúa. Tæplega 70% fullorðinna mælast annað hvort í yfirþyngd eða með offitu og það sama á við um fjórðung barna. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti landlæknis og Hildur Thors, læknir í offituteymi Reykjalundar ræddu stöðuna.
Suður-kóresku þættirnir Squid game eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir fyrr og síðar, en þeir fjalla um fólk í fjárkröggum sem keppir upp á líf og dauða í vinsælum barnaleikjum. Í þættinum er rætt við höfund og leikstjóra þáttanna.
Einnig sýnt frá dansverkinu Deildinni, sem er nokkurs konar sambræðingur af dansi og knattspyrnu.

Danskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Lúna verður að hjálpa Vetri að flokka bréf en vildi heldur skrifa. Elísa mamma Nóa leggst inn á spítala en fyrst heimsækja þau búðina hennar Rutar og hitta þar Selmu og Kasper.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri og Þura þurfa að bíða á meðan límið þornar á snjókúlunni og ákveða að skreyta piparkökur á meðan þau bíða.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Sérstakur Krakkafréttaþáttur um barnaþingið sem var í Hörpu 21. nóvember. Þær Katrín Rós og Una Briem sjá um þátt dagsins.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í byrjun vikunnar var nýr vefur Þjóðkirkjunnar settur í loftið og nýtt merki kirkjunnar kynnt og á næstu dögum hleypir Þjóðkirkjan af stokkunum auglýsingaherferð þar sem þekktir einstaklingar lýsa trú sinni og gildum. Rætt við biskup Íslands um hvers vegna ráðist sé í þetta verkefni.
Rætt við tónlistarmanninn Don Randi, sem lék með mörgum af frægustu tónlistarmönnum 20. aldar - eins og Elvis Presley, Beach Boys og Frank Sinatra. Hann spilar nú á Íslandi tíunda árið í röð.
Einnig sagt frá La Bohéme, óperunni sígildu sem nú fyllir Borgarleikhúsið af bassa- og baritónsöng.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Við höldum áfram að kafa í jólabókaflóðið í Kilju vikunnar. Ragna Sigurðardóttir ræðir við okkur um skáldsöguna Útreiðartúrinn sem gerist á Álftanesi á ýmsum tímaskeiðum. Arndís Þórarinsdóttir segir frá Sólgosi - það er ungmennabók sem fjallar um miklar náttúruhamfarir og eftirleik þeirra. Við heimsækjum Svein Einarsson sem fæst ótrauður við skriftir - tölum einkum við hann um röð bóka þar sem hann spjallar nokkuð frjálslega við lesendur, blandar saman æviminningum, hugleiðingum og kveðskap. Hin nýjasta nefnist Í belg og biðu. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar um galdrafár og hörmuleg örlög í bókinni Glæður galdrabáls en þar er sögusviðið frá Skagafirði og vestur í Selárdal. Birgitta Björg Guðmarsdóttir flytur okkur kvæði úr nýrri ljóðabók sem hún kallar Draugamandarínur. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Allar litlu lygarnar eftir Evu Björg Ægisdóttur, Ragnarök undir jökli eftir Skúla Sigurðsson og Franska spítalann eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson.
Ítölsk leikin þáttaröð frá 2024 um einstæða móður af gyðingaættum sem reynir að komast af í Róm undir lok seinni heimsstyrjaldar þrátt fyrir fátækt og ofsóknir. Aðalhlutverk: Jasmine Trinca, Mattia Basciani og Valerio Mastandrea. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd frá 2023 um feril og verk þýska myndlistarmannsins Anselm Kiefers. Leikstjóri: Wim Wenders.
Frönsk-kanadísk leikin þáttaröð um örlagaríkt kvöld í lífi tíu ungmenna sem halda spennt á tónleika með átrúnaðargoðinu sinu, INVO. Þegar sprengja springur á miðjum tónleikum breytist líf þeirra til frambúðar. Aðalhlutverk: Lysandre Ménard, Simon Morin, Pier-Gabriel Lajoie og Lévi Doré. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.